Tíminn - 20.04.1980, Qupperneq 9
Sunnudagur 20. aprll 1980
9
Vélstjórinn frá Aberdeen á túninu á Brimnesi viaSÍpl
hnjánum. Myndin er áttatiu og sex ára gömul. — Ljósm
maður bera það út á túnið, þar
sem Eyjólfur tók myndina af
þvi. Höfðu þeir það sfðan með
sér inn i kaupstaðinn, þótt ekki
þætti þeim þaö skemmtilegur
farangur.
Þessu næst sendi sýslumað-
ur eftir Jóni Jónssyni lækni á
Brekku i Fljótsdai, og fékk
hann til þess að kryfja likiö,
þvl að héraðslæknirinn á
Seyðisfirði, Guðmundur
Scheving, var I siglingu um
þessar mundir. Svo vildi þó til,
að hann kom heim, áður en
Jón hófst handa um krufning-
una, og unnu þeir þess vegna
báðir að henni. Fullyrtu lækn-
arnir, að maðurinn hefði kom-
ið dauður i sjóinn eða að
minnsta kosti meðvitunar-
laus.
Maðurinn var siöan jarð-
settur, en fötin lét sýslumaður
þvo og kvaddi til tvær konur til
þess að skoða sauma og bætur,
er á þeim voru, til þess að
skera úr um hvort handbragð
ið benti til þess, að karl eða
kona hefði bætt þau. Virtist
þeim eindregið, að það hefði
kona gert.
Nýjar yfirheyrslur fylgdu I
kjölfarið, og reyndust nú þeir
hinir sömu og áður höfðu litlu
kunnað frá að segja, luma á
talsveröri vitneskju. Skipið
hafði til dæmis lengi morrað
stjórnlaust á firðinum sökum
ölæðis skipverja, allt logaö i á-
flogum á þvi, háreystin berg-
málað fjalla á milli og stór
skipshundur gelt iinnuiaust á
meban á þessu gekk.
Þar eð útlent eimskip kom
til Seyöisfjaröar einmitt þá
daga, er rannsókninni lauk,
hraðaði sýslumaður sér sem
mest hann mátti að þýða rétt-
arskjölin á ensku og koma
þeim af sér. 1 Aberdeen sann-
aðist siðan, að járnkeðja hafði
veriö fest við framhandleggi
véistjórans, áður en honum
var varpaö I sjóinn. Tilgáta
fiskimannanna frá Brimnesi
reyndist þvl rétt.
Axel Túlinlus viröist hafa
verið þvl feginn, þegar hann
taldi sig skilinn að skiptum við
vélstjórann frá Aberdeen. En
þá var þaö raunar eftir, er
gert hefur manninn svo
minnisstæðan islendingum og
frá þvi er bezt að segja með
þeim orðum sem Þórbergur
Þórðarson notaði i Gráskinnu
þegar hann skráði sögnina
eftir frásögn Axels Túliniusar
sjálfs:
,,Um kvöldið, þegar alit
þetta var um garð gengiö,
gekk ég snemma til náða og
hugði að njóta góðrar hvildar
eftir þetta rannsóknarvafstur.
En nú brá svo við, að ég get
með engu móti sofnað. Úti var
tunglskin og bjartviðri. Ég
hafði dregið tjöldin frá glugg-
anum, og herbergið var allt
uppljómað af tunglsljósi.
Klukkan þrjú til fjögur um
nóttina hafði mér ekki runnið
blundur i brjóst. Lá ég glað-
vakandi með opin augu og
horfði til dyra. Sé ég þá allt i
einu að herbergishurðin opn-
ast ofurhægt og að I dyrunum
stendur skozki vélstjórinn, ná-
kvæmlega eins ásyndum og
likið leit út. Hauskúpan var
nakin og skinin, augnatóftirn-
ar holar og auöar, glitti I hvit-
an tanngarðinn milli skolt-
anna, og skjallhvitar beina-
plpurnar héngu niöur með sið-
unum. Ég þóttist samt sjá, að
hann væri reiður og bæri illan
hug til mln. Þessi ferlega
mannsmynd þokast hægt og
hægt inn eftir gólfinu, stefnir
beint að rúmi mlnu og star-
bllnir á mig holum augnatóft-
unum. Ég vildi ekki eiga á
hættu að biða lengur boðanna
og snarast fram úr rúminu og
út á gólfið á móti ófreskjunni.
Ég var að eðlisfari myrkfæl-
inn, en I þetta sinn fann ég
ekki til neinnar hræöslu. Ég á-
varpa hann á Islenzku og spyr,
hvað hann sé að gera hér, og
segist ég sizt hafa búizt við þvi
af honum, að hann lofaði mér
ekki að vera i friöi. En hann
gefur orðum mlnum engan
gaum, heldur mjakar sér
steinþegjandi beint framan
að mér, unz við mættumst á
miðju gólfi, og hann ræðst á
mig með heljarafli. Slöngvar
hann berum beinaplpunum
yfir um handleggina á mér og
utan um mig hálfnakinn. Ég
tek á móti eftir föngum, og
hefjast þarna milli okkar
harðvitugar stimpingar.
Þótt hann væri sterkur og
illur viðskeytis, veitti mér
samt betur, og fékk ég að lok-
um hrakið hann aftur á bak og
út úr herbergisdyrunum, sem
þá stóðu galopnar. Smellti ég
siðan hurðinni i lás, grlp eld-
spýtustokk og kveiki og les,
það sem eftir er nætur. Kom
mér ekki dúr á auga, fyrr en
fóik var komiö á stjá i húsinu
um morguninn”.
Við þetta er engu að bæta
öðru en þvi, að Axel Tulinlus
var maður afrenndur að afli,
snar og fimur, jafnvel fram á
efri ár. Þegar þetta geröist,
var hann á bezta skeiöi. JH
Electrolux
Vörumarkaðurinn hf.
Starf við bókhaid
og kostnaðareftir/it
Óskum eftir að ráða nú þegar starfskraft
með viðskiptafræðimenntun eða reynslu á
sviði bókhalds og kostnaðareftirlits.
Umsóknum sem greini frá menntun og
fyrri störfum skal skila á afgreiðslu blaðs-
ins merkt „Opinber stofnun nr. 1605” fyrir
24. þ.m.
Til sölu
Land Rover disel árgerð
1973 m/mæli til sölu.
Verð 2 milljónir.
Upplýsingar í sfma
15438.
Auglýsið
í Tímanum
____________J
Tilboð — Hjónarúm
Fram til 16. mal —en þá þurfum viö að rýma fyrir sýning-
unni „Sumar 80” og bera öll húsgögnin burt, bjóðum við
alveg einstök greiösiukjör, svo sem birgöir okkar endast.
108.000 króna útborgun og
80.000 krónur á mánuði
duga til að kaupa hvaða rúmasett sem er i verslun okkar.
Um það bil 50 mismunandi rúmategundir eru á boðstólum
hjá okkur.
Littu inn, það borgar sig.
Ársa/ir í Sýningahöllinni
Bíldshöfða 20/ Ártúnshöfða.
Simar: 91-81199 og 91-81410.