Tíminn - 20.04.1980, Síða 19

Tíminn - 20.04.1980, Síða 19
Sunnudagur 20. aprll 1980 27 r Hvammstangi er meðal þeirra sjávarþorpa á landinu, sem mestum stakkaskiptum hefur tekið á byggðastefnuárunum. Þar hafa þotið upp heii hverfi nýrra einbýlishúsa. Rækjan er ein meginstoðin undir þessari velgengni. Gömlu gripahúsin bera annarlegan svip, þar sem þau ber við nýju hverfin, þar sem ekkert er til sparað i húsaprýði. —Timamynd: Tryggvi Varð að tvískipta Skíðamóti Austurlands vegna mikillar þátttöku — síðari hlutinn fer fram í Norðfirði um helgina FB — Siðari hluti Skiðamúts Austurlands verður haldinn á Norðfirði um næstu helgi. Þetta er I fyrsta skipti sem skiðamótið er tviskipt, en það er haldið ár- lega. Astæðan fyrir þessari skipt- ingu er, hve mikill áhugi er nú rikjandi á skiðaiþróttinni á Austurlandi, og þátttakan mikil. Fyrri hluti mótsins fór fram á Seyöisfirði helgina 6. og 7. april, og var þá keppt I aldursflokkum frá 7 til þrettán ára, sagði Þor- valdur Jóhannsson á Seyðisfirði i viðtali við Timann, en hann er formaður Skiðadeildar ÚIA og hefur verið undanfarin 15 ár. A skiöamótinu um næstu helgi keppa allir eldri flokkar og verð- ur þá keppt I svigi, stórsvigi I öll- um flokkum og I göngu. Kepp- endur verða frá Neskaupstað, Egilsstöðum og sennilega einnig frá Breiödalsvlk. Þátttakan I sklöamótum Austurlands hefur farið vaxandi með hverju ári, og I fyrra voru þátttakendurnir 127 talsins, en þá var mótið haldið ó- skipt á Seyðisfiröi. — Það eru tímamót hjá okkur hér á Austurlandi, að hafa tekið i notkun þetta mannvirki I Odds- skarði. Hér er geysilega mikill á- hugi á sklðalþróttinni, og eykst stööugt að almenningur stundi hana. Það þarf bara að byggja upp góða aðstöðu á fleiri stööum hér eystra, sagði Þorvaldur að lokum. ^ leggur áherslu á góða þjónustu. HÓTEL KEA býður yður bjarta og vist- lega veitinga- sali, vinstúku og fundaherbergi. HÓTEL KEA býður yður á- vallt velkomin. Litið við i hinni glæsilegu mat- stofu Súlnabergi. Verðtrygging spariskírteina ríkissjóðs byggist nú á raunhæfustu vísitöluviðmiðun sem völ er á — lánskjaravísitölunni. Lánskjaravísitalan miðast að 1/3 við byggingarvísitölu og 2/3 við framfærsluvísitölu, og eru hún reiknuð út og birt mánaðarlega. Þannig geta eigendur spariskrteina nú fylgst með verðgildi þeirra og vexti frá einum mánuði til annars. Lánskjaravísitalan verðtryggir spariskírteinin að fullu. Vandfundin er öruggari fjárfesting. Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs eru til sölu nú. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.