Tíminn - 20.04.1980, Blaðsíða 32

Tíminn - 20.04.1980, Blaðsíða 32
FIDELITY HLJÓMFLUTNINGSTÆKI Pantið myndalista. Sendum í póstkröfu. SJÓNVAL 'l’rn!?*6TO Nýir þegnar í gróðurríki íslands: Fleiri og fleiri fá sér TIMEX mest selda úrið Gagnkvæmt tryggingafé/ag Auglýsingadeild Tímans. I 118300 Sunnudagur20. april 1980, 89. tölublað—64. árgangur Fimm tegundir innflutts gagnviðar vaxa sjálfsánar á víðavangi; Llfvera hefur unniö sér þegnrétt I nýju landi, þegar hún dafnar þar og eykur kyn sitt af sjálfsdáöum. Hún hefur staöizt þaö próf, er sker úr um þaö, hvort henni er lff- vænt til frambúbar, án einhvers konar aöhlynningar, á þeim staö, er hún hefur borizt á. Þá er sann- aö, aö náttúruskilyröi hæfa henni i þeim mæli, aö hún getur aö minnsta kosti haldiö velli. Þetta gildir um dýr og fugla, skógartré og jurtir og hvaöeina, sem lffs- anda dregur. I öllum landsfjóröungunum má nú sjá, aö margar innfluttar trjá- tegundir geta lifaö hér og dafnað eölilega, ef þær eru gróöursettar þar sem veöurlag og jarövegur er viö hæfi, lerki til dæmis þar, sem staöviörasamt er og sitkagreni og stafafura, þar sem úrkoma er meiri, svo aö dæmi séu tekin. En jafnvel þótt gróöursettur skógur nái góöum þroska á vaxtarstað sinum, hafa tegundirnar ekki unniö sér fullkominn þegnrétt i gróöurriki landsins. Trén veröa aö bera þroskaö fræ, og þau veröa einnig aö sá sér sjálf, án þess aö mannshöndin komi þar viö sögu. Fimm sjálfsánar tegundir Aö minnsta kosti fimm tegundir innflutts gagnviöar hafa þegar náö aö sá sér sjálfar fram aö þessu. Þaö er Rússalerki, berg- fura, sitkagreni, broddfura og rauögreni. Af sumum þessara tegunda hefur fundizt margt sjálfsáinna plantna eftir ár, þeg- ar fræþroski hefur veriö góöur og fræfall mikiö, og efalaust, aö fleiri leynast I grasi en finnast á meöan þær eru smáar. Stærsta tréö, sem til er komiö meö þessum hætti, er lerkitré I Hallormsstaöaskógi oröiö á þriöja metra aö hæö. Aður en ýkjalangur timi liöur, getur þaö aftur fariö aö bera fræ og oröið foreldri þriöju lerkikynslóðarinn- ar i landinu. og tuttugu og tvær innfluttra trjáa hafa þroskað hér spírunarhæft fræ Þetta er sjálfsáiö lerkltré I Hallormsstaöarskógi, og er þaö stærsta tréö af útlendum uppruna, sem vitab er meö vissu, aö til er komtö meö nátt- úrulegum hætti, án þess aö mannshöndin hafi þar nærri komiö. Tuttugu og tvær fræberar Liklegt er, aö sjálfsánum teg- undum fjölgi smám saman á næstu áratugum, þegar tegundir og kvæmi hafa náö meiri aldri en er. En þegar er kunnugt um tuttugu og tvær tegundir inn- fluttra trjáa, sem boriö hafa þroskaö og spirunarhæft fræ, þar af aö visu sjö tegundir lauftrjáa. Auk þeirra tegunda fimm, sem þegar hafa sáö sér sjálfar úti á vlöavangi, eru þetta blágreni, hvitgreni, svartgreni, sitka- bastaröur, fjallafura, lindifura, stafafura, sveigfura, fjallaþöll, fjallaþinur, álmur, alaskaelri, gráelri, gráreynir, silfurreynir, hengibjörk og platanhlynur. Fjölgun með rótarskotum Þessu til viðbótar koma siöan nokkrar tegundir, sem hafa fjölg- aö sér hér meö rótarskotum, og er þar fremst i flokki alaskaöspin, sem teljast má meöal fullgildra þegna f gróöurrikinu vegna þessa eiginleika hennar, hvaö sem fræ- þroska hennar liöur. Nýjar plönt- ur, sem spretta upp af rótarskot- um, geta skotiö upp kollinum langar leiöir frá móöurtrénu vegna þess hve asparræturnar eru langar og teygja vitt um jarö- veginn. Hæfileika til fjölgunar meö rót- arskotum hafa einnig allar inn- fluttar viöitegundir, sem yfirleitt geta dafnaö f landinu. Vantar ykkur innihurðir? HUSBYGGJENDUR HÚSEIGENDUR Hafið þið kynnt ykkur okkar glæsilega úrval af INNIHURÐUM? Hagstæðasta verð og greiðsluskilmálarBI Trésmiðja Porvaldar Ólafssonar h.f. TAmrAllum ^ ITnflmrílr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.