Fréttablaðið - 19.05.2007, Page 1

Fréttablaðið - 19.05.2007, Page 1
 „Það eina sem ég get sagt á þessu stigi er að þetta er ekki „boy-band“. Ef kalla má þetta eitthvað er þetta strákakvartett eða sönghópur,“ segir Einar Bárðarson umboðsmaður. Um mánaðamótin næstu hyggst Einar efna til áheyrnarprófs. Hann er á höttunum eftir karl- kyns söngvurum á aldrinum 18 til 35 ára. Hópinn hyggst hann láta syngja inn á plötu sem ráðgert er að komi út í haust og verður efni hennar einhvers konar blanda af klassískri, trúarlegri og dægur- tónlist. Fyrir þremur árum boðaði Einar til áheyrnarprófs og mættu þá tugir ungra söngkvenna til leiks og afraksturinn varð Nylon- flokkurinn frægi. Ætlar að stofna strákakvartett Sendinefnd háttsettra embættismanna úr ráðuneytum utanríkis- og varnarmála í Þýska- landi átti í gær könnunarviðræður við fulltrúa íslenskra stjórnvalda um möguleika á efldu samstarfi landanna á sviði öryggis- og varn- armála. Sendinefndarmenn skoð- uðu aðstæður á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Einn nefndarmanna, fulltrúi úr þýska varnarmálaráðuneytinu, tjáði Fréttablaðinu að þýsk her- málayfirvöld teldu að þótt friðvæn- legt væri á Norður-Atlantshafs- svæðinu væri það hernaðarlega mikilvægt, vegna olíu- og gasauð- linda í Norðurhöfum og hernaðar- umsvifa Rússa. Þess vegna væru þýsk yfirvöld áhugasöm um að liðs- menn þýska hersins hlytu þjálfun í að taka þátt í aðgerðum á svæðinu. Nú þegar ætti þýski herinn gott samstarf við þann norska og að mati nefndarmannsins lægi nú beint við, eftir að Norðmenn og Íslendingar sömdu um eflt varnar- málasamstarf, að Þjóðverjar víkk- uðu varnarmálasamstarf sitt við Norðmenn út til Íslands, að því gefnu að Íslendingar sýndu því einnig áhuga. Keflavíkurflugvöllur byði upp á góða æfingaaðstöðu. Til að byrja með myndi þó sennilega sjóherinn verða virkastur í slíku samstarfi við Íslendinga; þýsk her- skip gætu til dæmis valið að leggja í auknum mæli leið sína um íslenska lögsögu á leið vestur um haf. Vilja taka þátt í æfingum „En þar sem hann er anarkisti væri samt þversögn í sjálfu sér að hann væri þingmaður og ég sé Jón ekki í anda starfa sem flokkspólitískur þingmaður.“ Góður andi er í stjórn- armyndunarviðræðum formanna Sjálfstæðisflokks og Samfylking- ar og líkur á því að niðurstaða náist á næstunni, að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins leggja flokkarnir áherslu á að klára einfaldan málefnasamn- ing á næstu dögum, en reikna með að unnið verði áfram fram á sumar við eiginlegan málefnasamning ríkisstjórnarinnar. Formennirnir funduðu í Ráð- herrabústaðnum í Tjarnargötu seinnipart dags í gær. „Okkur mið- aði vel áfram, það er góður andi í þessum viðræðum og við höfum farið yfir nokkur mál. Við teljum að það séu góðar líkur til þess að við náum niðurstöðu innan ekki allt of langs tíma,“ sagði Ingibjörg Sólrún eftir fundinn. Hún sagði ómögulegt að segja til um hvort ríkisstjórn yrði mynduð um helg- ina, enda engin ástæða til að rasa um ráð fram. Geir H. Haarde, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði eftir fund- inn að þar hefði verið byrjað á að fara yfir málefnin, en ekki væri enn komið að því að útdeila ráðu- neytum. „Þetta er allt á byrjunar- stigi, en það er góður andi í mál- inu.“ Jón Sigurðsson, formaður Fram- sóknarflokksins, sagði í pistli á vef flokksins í gær að ekki færi á milli mála að trúnaðarbrestur hefði orðið milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar væri óskabarn „eins stærsta auðfélags landsins“, og ef hún kæmist á koppinn yrði hún trúlega kennd við foreldri sitt og nefnd Baugsstjórnin. Geir sagði þessi ummæli Jóns afskaplega óviðeigandi, og ólíkt Jóni að tala á þennan hátt. „Ég vil ekki munnhöggvast við mína sam- starfsmenn í ríkisstjórnini, sem eru þar enn, og legg bara áherslu á okkar góða starf í gegnum tíðina.“ Hann sagði alla þekkja það ferli sem hefst eftir kosningar. „Þó að menn séu í viðræðum eru menn ekki bundnir, og það er ekki bann- að að spjalla saman í því ferli. [...] Ég hef átt mjög mörg samtöl við mjög marga stjórnmálamenn eftir kosningarnar.“ Áhersla á einfaldan málefnasamning Líkur eru á niðurstöðu í stjórnarmyndunarviðræðum á næstunni. Formaður Framsóknar talar um trúnaðarbrest og kallar verðandi stjórn Baugsstjórnina. Opið 10-18 í dag Finndu réttu gjöfina Stangveiði- sýning um helgina H im in n o g h af /S ÍA Opið laugard. 10–16 og sunnud. 12–16 Vopnaðir lögreglumenn í Manchester á Bretlandi brutu sér leið inn á heimili eiganda tölvu- verslunar nýverið og gripu Löru Croft, aðalsögupersónuna í tölvuleikjum og kvikmyndum, vopnaða og tilbúna í átök. BBC segir frá því að lögreglan hafi verið kölluð að íbúðinni þar sem eigandinn hafði orðið fyrir ítrekuðum símahrekkjum. Þegar hún knúði dyra svaraði enginn, og þegar lögreglumenn litu inn um glugga sáu þeir móta fyrir manneskju með byssu. Lögreglumennirnir gripu síður en svo í tómt, en í stað vopnaðrar manneskju fundu þeir brúðu í líki Löru Croft í fullri stærð. Þrátt fyrir að vopn hennar hafi ekki reynst hættuleg var húsráðandi handtekinn og hafður í haldi í 13 klukkustundir, og hald lagt á Löru Croft. Húsráðandinn íhugar nú að leita réttar síns vegna ólögmætrar handtöku. Lögregla hand- tók Löru Croft

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.