Fréttablaðið - 19.05.2007, Síða 8
Enginn stjórnar-
manna Varmársamtakanna hefur
verið yfirheyrður af lögreglu, þrátt
fyrir afdráttarlausar ásakanir verk-
takans í þeirra garð. Hörður Jóhann-
esson aðalvarðstjóri segir félaga í
samtökunum ekki liggja undir grun,
umfram annað fólk.
„Við tökum enga mótaða afstöðu
til þess. Maður horfir ekki alltaf á
augljósustu ástæðuna í málum eins
og þessum,“ segir hann.
Sölvi Jónsson, eigandi Magna,
verktakafyrirtækisins á svæðinu,
sagði í fréttum í vikunni að hann
„stimplaði beint á Varmársamtökin“
þær skemmdir sem unnar voru á
vinnuvélum aðfaranótt miðviku-
dagsins. Þá urðu sjö vinnuvélar
fyrir skemmdarverkum og var
meðal annars úðað „X-D“ á þær.
Íbúum á svæðinu varð illa brugð-
ið við spellvirkin og hafa keppst við
að fordæma þau síðustu daga. Berg-
lind Björgúlfsdóttir, formaður
Varmársamtakanna, er ein þeirra.
„Við vonumst til þess að lögreglan
komist til botns í málinu og að þeir
sem ábyrgð bera á þessu gefi sig
fram. Mér finnst ekki réttmætt að
verið sé að klína þessu á samtökin
opinberlega, eins og gert var,“ segir
hún.
Jóhannes Bjarni Eðvarðsson íbúi
í Kvosinni, tekur í sama streng. „Ég
tel að botninum hafi verið náð með
skemmdarverkunum og voru þau
mikið áfall fyrir okkur. Það veldur
fólki vanlíðan að liggja undir grun
um að hafa gert þennan óskapnað.
Jóhannes gekk á fund formanns
skipulags- og byggingarnefndar
Mosfellsbæjar í gær, ásamt fyrr-
nefndum Sölva verktaka. Í fram-
haldi af því var einum verkþætti við
skolplagnagerð við Álafoss frestað.
Haraldur Sverrisson. formaður
nefndarinnar, bað þá hönnuði lagna-
gerðarinnar að rita greinargerð til
að útskýra betur framkvæmdina
fyrir íbúum.
„Við ákváðum að fara aðeins yfir
málið og setja þetta niður á blað
þannig allir væru upplýstir um hvað
væri um að vera,“ segir Haraldur.
Hann býst við greinargerðinni um
helgina.
Jóhannes Bjarni er ánægður með
þessa þróun og það sem hann telur
„nýjan tón“ í samskiptum allra hlut-
aðeigandi. „Þetta er algjörlega nýr
póll í þau vinnubrögð sem hafa verið
í Kvosinni. Vonandi erum við að
verða þeirrar gæfu aðnjótandi að ný
vinnubrögð verði tekin upp hér. “
Útileguma›urinn er ný sérverslun me› allt sem flú flarft
til fer›alagsins, fellih‡si, hjólh‡si, tjaldvagna, útifatna›,
fylgihluti og margt fleira. Kíktu við og skoðaðu úrvalið.
Fossháls 5-7 | Sími 551 5600 | utilegumadurinn.is
Ný ævintýraleg verslun með allt til ferðalagsins
Polar
Ríkulegur staðalbúnaður, svo sem
sjónvarp, DVD/CD, örbylgjuofn,
ísskápur með frysti, bakkskynjari,
110 Watta sólarrafhlaða og Alde
hitakerfi í gólfi og rúðum.
Breiðustu og best einangruðu húsin
á markaðnum. Sænsk og sérhönnuð
fyrir norðlægar slóðir.
Sterkbyggðu fellihýsin sem
reynst hafa frábærlega á Íslandi.
Rockwood Ríkulegur staðalbúnaður, svo sem
Swing eldhús, ísskápur, rafm.vifta,
álfelgur, geislaspilari, rafmagns-
lyftibúnaður, upphitaðar dýnur og
hljóðlát miðstöð.
Fortjöld
Fylgihlutir
Stútfull búð af frábærum
fylgihlutum fyrir ferðalagið.
PDQ fortjöldin pakkast í poka í
rennu utan á vagninum.
Fljótlegt að tjalda.
Verð frá 1.299.000 kr.
Fyrir fellihýsi
Mini weekender: 39.900 kr.
PDQ 2,5 m: 59.900 kr.
PDQ 2,9 m: 79.900 kr.
Hlaðið
aukabúnaði
Hlaðið
aukabúnaði
Fyrir hjólhýsi
Mini weekender: 39.900 kr.
PDQ 3,5 m: 69.900 kr.
Corsican: Verð frá 109.900 kr.
Corsican
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
7
6
3
3
Opið laugardag 10-17 og sunnudag 12-16
Polar sænskir eðalvagnar
- sjáðu með eigin augum
Verð frá: 2.799.000 kr.
Frí geymsla veturinn
2007-08 fyrir öll seld
hjólhýsi og fellihýsi.
Einum verk-
þætti frestað
Félagar í Varmársamtökunum eru ekki grunaðir
um skemmdarverkin frekar en aðrir. Einum verk-
þætti við skolplagnagerð var frestað í gær. Varmár-
samtök fagna nýjum tóni yfirvalda og verktaka.
Vorhátíðin Vorskipið
kemur! er haldin á Eyrarbakka
og Stokkseyri nú helgina, og hófst
í gærkvöldi. Þar er sérstök
áhersla lögð á aldamótin 1900 og
verður þar meðal annars opnuð
sérstök sýning á myndum og
munum frá Konungskomunni
1907 á Byggðasafninu í Húsinu,
þar sem sjá má náttpott hans
hátignar, sem hann notaði á ferð
sinni um landið.
Þá mun leikfélagið sýna ein-
þáttunginn Boðorðið eftir Chekov
og veitingastaðurinn Rauða húsið
á Eyrarbakka býður upp á sér-
stakan aldamótamatseðil.