Fréttablaðið - 19.05.2007, Síða 12

Fréttablaðið - 19.05.2007, Síða 12
550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Flutningur bandaríska varnarliðsins frá Íslandi torveldaði mjög alla rannsókn morðmálsins, sem bandaríski hermaðurinn Calvin Eugene Hill var sýknaður af á fimmtudag. Hill var grunaður um að hafa myrt annan hermann, Ashley Turner, þann 14. ágúst árið 2005. Brottflutningurinn torveldaði meðal annars vettvangsrannsókn og sömuleiðis urðu allar vitna- leiðslur erfiðari þar sem nærri hundrað vitni í málinu voru á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum og sum ennþá á Íslandi, en rétt- arhöldin voru haldin í Bolling- herstöðinni í Washington í Bandaríkjunum. Meðal vitnanna var taílensk kær- asta Hills, sem búsett er á Íslandi. Hún segir að þau hafi verið að horfa á kvikmyndina Top Gun á herbergi Hills, en hann hafi farið út úr her- berginu klukkan 20.30 og sagst ætla að tala við yfirmann sinn á fyrstu hæð. Hann hafi síðan komið til baka „sveittur og illa lyktandi“, svo hún sagði honum að fara í sturtu. Sönnunargögn í málinu voru meira en hundrað talsins, en verj- endur héldu því fram að fjöldi sönn- unargagna hafi aldrei komið fram í réttarhöldunum. Rannsókn málsins hafi verið meingölluð vegna þess að ákæruvaldið hafi frá upphafi ekki talið mögulegt að neinn annar en Hill hafi framið morðið. Hann hefði átt yfir höfði sér líflátsdóm. Meðal veikleika á málflutningi ákæruvaldsins bentu verjendur Hills á að blóð á strigaskóm hans, sem reyndist vera blóð út hinni myrtu, gat hæglega hafa komist á skóna síðar um kvöldið þegar Hall var leiddur út úr húsinu. Blóð úr Turner hafi nefnilega getað lekið á ganginn meðan hún var borin út á sjúkrabörum eftir sama gangi og Hall var síðar leiddur út um. Turner var myrt átta dögum áður en hún átti að bera vitni gegn Hill, sem var sakaður um að hafa stolið peningum af bankabók hennar. Hann viðurkenndi þann stuld síðar. Hún var afar illa leikin þegar hún fannst meðvitundarlaus skammt frá herbergi sínu. Höfuð- kúpan var brotin eftir högg á and- litið með þungu barefli, hugsanlega lyftingalóðum, og mænan var sömuleiðis skorin í sundur eftir eina hnífsstungu. Rannsókn málsins sögð meingölluð Velta í dagvöruverslun jókst um rúm ellefu prósent í apríl síðastliðnum miðað við apríl í fyrra, á föstu verðlagi. Rannsóknarsetur verslunarinnar á Bifröst birti þessar niðurstöð- ur á miðvikudag. Mæld var velta á dagvöru, áfengi, fötum og skóm. Velta dagvöruverslunar breyttist lítið milli mánaðanna mars og apríl, eða rétt um hálft prósent, þrátt fyrir páska í apríl. Óvenjumikil söluaukning þegar virðisaukaskattur lækkaði 1. mars er talin helsta ástæða þess. Velta fata- og skóverslunar minnkaði hins vegar töluvert á milli mánaða. Veltan jókst um ellefu prósent Karlmaður um fertugt hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í átján mán- aða fangelsi fyrir að misnota tíu ára stúlku kynferðislega á Akur- eyri í fyrra. Faðir stúlkunnar leigði hjá mann- inum, og dvaldi hún því á heimili hans þegar hún var í helgarheim- sóknum hjá föður sínum. Hún var stundum skilin eftir ein með honum, og mun hann í að minnsta kosti tvö af þeim skiptum hafa mis- notað stúlkuna. Hann káfaði á kyn- færum hennar utan klæða í það minnsta einu sinni, en í alvarleg- asta tilvikinu neyddi hann stúlkuna til munnmaka. Stúlkan sagði foreldrum sínum allt af létta í lok október í fyrra, en hegðun hennar hafði þá breyst töluvert frá því sem áður var. Hún var farin að tala um sjálfsvíg og hafði tekið upp á því að eyðileggja hluti að því er virtist að tilefnis- lausu. Misnotkunin hafði víðtæk áhrif á stúlkuna. Að sögn vitna varð hún feimin með líkama sinn, hrædd við karlmenn og dreymdi oft illa í kjölfarið. Hún lagðist síðan inn á Barna- og unglingageðdeild og skánaði líðan hennar við það. Tekið var tillit til þess að maður- inn hafði ekki áður sætt refsing- um, auk þess sem hann játaði brot sín skýlaust og leitaði sér aðstoðar í kjölfar atburðanna. Hann var því dæmdur í 18 mánaða fangelsi, og til að greiða stúlkunni milljón krón- ur í miskabætur. Misnotaði tíu ára stúlkubarn Háskólafélag Suðurlands Háskólafélag Suðurlands Boðað er til samráðs- og kynningarfundar um aukið samstarf fyrirtækja og rannsókna- stofnana á Suðurlandi föstudaginn 25. maí, kl. 10 - 16 í höfuðstöðvum Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis. valdis@primordia.is www.primordia.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.