Fréttablaðið - 19.05.2007, Síða 18

Fréttablaðið - 19.05.2007, Síða 18
Fæstir gera sér grein fyrir því að þunglyndi er al- gengasta ástæða fötlunar í þróuðum löndum á eftir hjartaslagi. Að mati Al- þjóðaheilbrigðisstofnunar- innar er talið að þunglyndi muni valda hvað mestri vanlíðan og óvinnufærni á heimsmælikvarða eftir rúman áratug. Hugur og heilsa er umfangsmikið rannsóknarverkefni sem Eiríkur Örn Arnarson, forstöðusálfræð- ingur á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi og dósent við lækna- deild Háskóla Íslands, hefur unnið að undanfarin ár ásamt mörgum öðrum. Markmið rannsóknarinnar er að finna virkar leiðir til þess að koma í veg fyrir þunglyndi, að það taki sig upp og að þróa meðferð við því. „Ég hef löngum unnið við með- ferð á kvíða og þunglyndi og hug- myndin kom upp í samtali við sam- starfsmann minn í þessari rannsókn, prófessor Ed Craighead, þar sem við vorum að velta því fyrir okkur hvort hægt væri að byrgja brunninn og koma í veg fyrir það að fólk yrði þunglynt,“ segir Eiríkur. „Í rannsóknum hefur komið fram að um 14 prósent ung- menna greinast með þunglyndi/ óyndi fyrir 15 ára aldur. Fram að því er tíðni svipuð hjá stúlkum og drengjum en eftir 15 ára aldur eykst tíðni nær helmingi hraðar hjá stúlkum og þróast í að verða tvöfalt meiri hjá stúlkum en drengjum. Því vaknaði sú hug- mynd hvort unnt væri að grípa inn í með viðeigandi aðgerðum, þegar unglingar væru í níunda bekk, og koma í veg fyrir að þunglyndi þró- aðist síðar á lífsleiðinni.“ Eiríkur bendir á góðan árangur í forvörnum hjarta- og æðasjúk- dóma og eins hvað varðar tann- heilsu; einfaldlega með því að kenna börnum bætta tannhirðu. „Það hefur hins vegar lítið verið gert í að fyrirbyggja geðræn vandamál að áfengis- og vímu- efnavandamálum undanskildum. Það er oft talað um þunglyndi sem kvef geðsjúkdómanna vegna hversu algengt það er. Langsniðs- rannsóknir hafa leitt í ljós að þunglyndi á táningsaldri er um átján prósent. Þetta var hvatinn að því að rannsaka hvort hægt væri að koma í veg fyrir þá þróun.“ Fólk er í hættu alla ævina á að þróa með sér þunglyndi. Þung- lyndi hefur færst í aukana og er algengara meðal yngstu kynslóð- arinnar en þeirra sem eru á miðj- um aldri. Breytingin er ekki komin til vegna breytinga á skil- merkjum fyrir greiningu þung- lyndis. Að mati Alþjóðaheilbrigð- isstofnunar (WHO) er talið að það muni verða önnur algengasta ástæða fötlunar og lífsgæðaskerð- ingar í heiminum þegar árið 2020 og komi næst á eftir kransæða- sjúkdómum. Algengi þunglyndis á lífsleiðinni er um 17 prósent, 21 prósent meðal kvenna og 13 pró- sent meðal karla. „Talið er að um helmingur ung- menna sem greinast með mörg einkenni þunglyndis á aldrinum 14-15 ára fái sitt fyrsta þunglynd- iskast fyrir tvítugt og þau eiga erfitt uppdráttar síðar á ævinni. Þessi hópur er talinn í meiri áhættu á að ánetjast áfengis- og fíkniefnum, eiga við atferlisrösk- un að stríða og verða utanveltu í skóla. Því er til mikils að vinna að koma í veg fyrir að þau þrói með sér þunglyndi,“ segir Eiríkur. Mikilvægi starfs Eiríks og sam- starfsfólks ber að skoða í þessu samhengi því verkefnið felur í sér markmið sem beinast að auknum skilningi á eðli og meðferð þung- lyndis og þar með betri árangri í þunglyndisvörnum. „Tilgangur verkefnisins er þróa heildrænt kerfi sem auðveldar starfsfólki í félags-, skóla og heil- brigðisgeiranum að veita ungu fólki markvissa aðstoð til að koma í veg fyrir þunglyndi,“ segir Eirík- ur. „Það er gert með því að meta áhættuþætti og veita ráðgjöf varðandi þau viðhorf og venjur sem síðar á lífsleiðinni geta leitt til þunglyndis. Verkefnið styðst við hugmyndir hugrænnar atferl- ismeðferðar (HAM) í meðferð þunglyndis og er sjónum beint að viðbrögðum ungmenna við vanda- málum.“ Í hugrænni atferlismeðferð beinist athyglin að viðbrögðum ungmenna og hvernig þau koma fram í hugsunum, tilfinningum og hegðun. Lögð er áhersla á tvo aðalþætti. Annars vegar hugræna þjálfun sem beinist að því hvernig hafa megi áhrif á hugsanir, atferli og skýringar á atburðum og hins vegar að þjálfa hæfni ungmenna til að takast á við vandamál. Að sögn Eiríks hefur hugræn atferl- ismeðferð fyrir börn og unglinga lítið verið rannsökuð við íslenskar aðstæður. „Námsefnið sem hefur verið þróað miðar að því að kenna unglingum að taka á niðurrifs- hugsunum með því að hafa áhrif á hugsun og hegðun og þannig sé hægt að breyta líðan. Um hópstarf er að ræða þar sem ungmennin vinna saman, fá fræðslu og leið- beiningar. Námskeiðið er sett fram í handbók fyrir leiðbeinend- ur og þátttakendur og reynt var að gæta þess að texti, dæmi og myndir féllu að hugmyndum íslenskra unglinga.“ Námskeiðin fara fram í hópum með sex til átta nemendum sem sálfræðingur stjórnar og hittist hópurinn fjórtán sinnum í tólf vikur. Rannsóknin fór fram í sex sveitarfélögum á landinu og þátt- takendum fylgt eftir í tvö ár að námskeiði loknu. „Eftirfylgni með þeim sem setið hafa námskeið hefur sýnt marktækt betri árang- ur meðal þeirra sem setið hafa námskeiðin í samanburði við þá sem ekki gerðu það. Þátttakendur virðast einnig halda áfram að nýta sér það sem lærst hefur.“ Í ljósi rannsóknarniðurstaðna hefur verkefnið þróast í þjónustuverk- efni og á liðnum vetri hafa nám- skeið farið fram í öllum grunn- skólum Hafnarfjarðar, Mosfellsbæ, í Árbæjarskóla og Verzlunarskóla Íslands og hafa margir aðrir skól- ar sýnt áhuga á því að innleiða verkefnið á komandi skólaári. Til marks um góðan árangur hlaut verkefnið Hugur og heilsa Hag- nýtingarverðlaun Háskóla Íslands árið 2005. Markáætlun Rannís um upplýs- ingatækni og umhverfismál styrkti gerð margmiðlunarverk- efnis, sem byggist á verkefninu. Það var unnið í samvinnu við Sjöfn Ágústsdóttur sálfræðing og fyrirtækið Greind. Undirbúnings- vinna hófst árið 2003 og er marg- miðlunarverkefninu nýlokið. „Þar er þess freistað að nýta tækni margmiðlunar til að þróa nýstár- lega og árangursríka forvörn gegn þunglyndi,“ segir Eiríkur. „Hefðbundin sálfræðileg meðferð er að jafnaði veitt einstaklingum, pörum, fjölskyldum eða litlum hópum og er fremur kostnaðar- söm. Því er brýnt að leita leiða til að ná til sem flestra á sem ódýr- astan hátt.“ Eiríkur telur að fram- setning með margmiðlun gæti orðið kjöraðferð til þess að höfða til ungmenna, sem fyrir hafa þá tækni á færi sínu. Verkefnið felur í sér markmið sem beinast að auknum skilningi á eðli og meðferð og forvörnum þunglyndis. „Það hefur náðst marktækur árangur hér í íslensku menningarsamfélagi enda er efnið lagað að okkar veruleika,“ segir Eiríkur. „Það á síðan eftir að framkvæma rannsóknir í öðrum löndum til að sjá hvort hliðstæður árangur náist. Ég sé ekki ástæðu til að ætla að svo verði ekki og stendur fyrir dyrum að þýða verk- efnið á önnur tungumál í sam- vinnu við erlenda fræðimenn og má segja að það sé næsta skref.“ Reynir að byrgja brunninn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.