Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.05.2007, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 19.05.2007, Qupperneq 24
greinar@frettabladid.is Enginn vafi er á því hver eru helstu tíðindi þingkosninganna sl. laugardag. Í fyrsta lagi styrkti Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð stöðu sína verulega, bætti við sig 5,6% og hlaut 14,4% atkvæða og 9 þingmenn kjörna. Sá flokk- ur sem bætti næstmestu fylgi við sig var nýr flokkur, Íslandshreyf- ingin, sem hlaut 3,3% en fékk ekki mann kjörinn á þing. Hvortveggja lagði ríka áherslu á að endurskoða núverandi stefnu stjórnvalda í at- vinnumálum – ekki síst þá áráttu að troða álverum í hvert einasta skúmaskot á landinu. Það er sama hvað reynt verð- ur að segja til að breiða yfir þessa niðurstöðu; 8,9% sveifla gegn at- vinnustefnu stjórnvalda eru mikil tíðindi meðal þjóðar sem er jafn íhaldssöm og Íslendingar og hefur lengi búið við góðæri. Úrslitin eru skýr krafa um það að velferð okkar megi ekki byggja á sandi. Við viljum vissulega hagvöxt og uppbyggingu en það má ekki vera á kostnað velferðar og uppbygg- ingar í framtíðinni. Framsóknarflokkurinn beið af- hroð í kosningunum og hefur aldrei fengið minna fylgi í alþing- iskosningum í rúmlega 90 ára sögu flokksins. Meira að segja þar sem fylgi flokksins er mest, á Norðausturlandi, er það í sögu- legu lágmarki. Framsóknarflokk- urinn fékk færri atkvæði í kjör- dæminu núna, en hann fékk sam- tals í Norðurlandi eystra og Austurlandi í öllum þingkosning- um 1959-1999 (og er þá ekki tekið tillit til fólksfjölgunar). Ekki er þar með sagt að fylgishrunið komi á óvart. Framsóknarmenn skáru sig úr í kosningabaráttunni með neikvæðum málflutningi og það kom niður á þeim. Núna stend- ur Framsóknarflokkurinn frammi fyrir vali; hann getur annaðhvort endurskoðað stefnumál sín og áherslur — eða haldið áfram að glata tiltrú kjósenda uns flokk- urinn hverfur. Líklega verður skipt um forystumann í brúnni og miðað við árangur í kosningunum er afar líklegt að Valgerður Sverr- isdóttir taki við formennsku. Í augum umhverfissinna hefur hún neikvæða ímynd en það þarf ekki að vera ókostur. Að sumu leyti er Valgerður í sterkari stöðu en margir aðrir innan flokksins til að leiða endurskoðun á stóriðjustefn- unni. Hins vegar er ekki trúlegt að það muni gerast nema að Fram- sóknarflokkurinn fari í stjórnar- andstöðu. Flokkar á valdastóli tak- ast sjaldan á hendur málefnalegt uppgjör. Tap Samfylkingarinnar var óvæntara en fylgishrun Fram- sóknarflokksins. Flokkurinn hefur notið þess að vera í stjórn- arandstöðu og lagði mikla fjár- muni í kosningabaráttuna. Eigi að síður var útkoman lakasti ár- angur flokksins frá stofnun; tæp 26,8%. Á því kunna að vera ýmsar skýringar en ein hlýtur að vera sú að Samfylkinguna skortir mál- efnalega sérstöðu. Helsta mál- efnið sem hefur átt að sameina flokksmenn er að flokkurinn eigi að vera stór og mótvægi við Sjálf- stæðisflokkinn. En raunveru- legt mótvægi felst ekki í stærð heldur málefnum og Samfylking- in hefur alls ekki veitt Sjálfstæð- isflokknum málefnalegt aðhald. Í átökum um velferð, umhverfi og stefnu í alþjóðamálum er það jafnan VG sem er mótpóllinn við Sjálfstæðisflokkinn. Í því ljósi er það kannski ekki furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vera fyrsti valkostur Samfylkingarinn- ar í stjórnarmyndunarviðræðum, en eigi að síður hljóta einhverjir kjósendur flokksins að vera von- sviknir. Önnur tíðindi eru auðvit- að að Samfylkingin er nú orðin karlaflokkur — einungis 6 af 18 þingmönnum flokksins eru konur. Tap Samfylkingarinnar kom svolítið á óvart en einnig verð- ur að teljast óvænt að Frjálslyndi flokkurinn heldur stöðu sinni á þinginu — þótt enn hafi engin kona náð kjöri á þing fyrir flokk- inn. Frjálslyndi flokkurinn náði að sumu leyti góðum árangri í að móta sér málefnalega sérstöðu í vetur, en það var á kostnað sam- stöðu stjórnarandstöðuflokkanna. Enda þótt VG og Samfylking- in hafi nú hlotið meira fylgi sam- anlagt en vinstriflokkar á Íslandi í nokkrum kosningum fyrir utan 1978 þá var aldrei von til þess að flokkarnir næðu hreinum meiri- hluta á Alþingi. Með málflutn- ingi sínum í innflytjendamálum gerðu Frjálslyndir það að verkum að stjórnarandstaðan varð aldrei trúverðugur valkostur við ríkis- stjórnina. Erfitt er að meta kosningaúrslit þegar ríkisstjórn heldur velli með atkvæðum 48,4% þeirra sem taka afstöðu. Hvort eru kjósendur að velja breytingar eða sama graut- inn í eilítið öðruvísi skál? Sveiflan til umhverfisaflanna segir okkur hins vegar hvað það er sem þjóð- in vill breyta. Nú er að sjá hvort þingmeirihlutinn er til í að taka mark á þjóðinni um þetta. Umhverfissveifla Ú r úrslitum kosninganna fyrir viku var ekki unnt að lesa skýr skilaboð kjósenda um ríkisstjórnarsamstarf. Til- boð stjórnarandstöðunnar um nýja stjórn fékk ekki hljómgrunn hjá kjósendum. Tæpur meirihluti stjórnar- flokkanna hafði ekki nægilega traust bakland til áfram- haldandi samstarfs. Í því ljósi var rökrétt að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking reyndu myndun nýrrar ríkisstjórnar. Málefnalega skilur minnst á milli þessara tveggja flokka. Ólíklegt er að formenn flokkanna hefðu hafið tilraun til slíkrar stjórnarmyndunar nema fyrir þá sök að þeir hafi fyrirfram þóst sjá til lands í þeim málamiðlunum sem augljóslega blasa við. Samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefur mun öflugri þingmeirihluta en fráfarandi ríkisstjórn. Hitt skiptir þó meira máli að í pólitískum skilningi er um mun breiðara samstarf að ræða. Ákvarðanir geta að vísu um margt orðið snúnari. Á móti kemur að ný stjórn af þessu tagi ætti að hafa breiðari stuðning bæði meðal atvinnufyrirtækja og launþega. Framundan eru margvíslegar ákvarðanir sem kalla á sterka rík- isstjórn. Þannig blasir við að gæta þurfi verulegrar aðhaldssemi í rekstri ríkissjóðs til þess að treysta betri stöðugleika í hagkerf- inu. Á sama tíma sitja báðir stjórnarflokkarnir með lista nýrra úr- lausnarefna sem kjósendum var gerð góð grein fyrir í kosninga- baráttunni. Þessar aðstæður krefjast mikils aga við forgangsröðun verk- efna. En þær kalla líka á nýjar lausnir í rekstri opinberrar þjón- ustu. Síðasta stóra verkefnið á því sviði var sameining spítalanna. Hún hefur skilað meiri afköstum og víðtækari þjónustu í heilbrigð- iskerfinu fyrir sömu fjármuni. Það var engin skyndilausn. Slíkar aðgerðir gera kröfu um úthald. Án aðgerða af þessu tagi er enginn vegur að sinna nýjum við- fangsefnum í opinberri þjónustu. Ný rekstrarform og samvinna við einkahlutafélög hafa víða verið notuð sem tæki til þess að ná slíkum markmiðum. Þeir frjálslyndu sósíaldemókrataflokkar sem náð hafa bestum árangri í Evrópu hafa verið óhræddir við að beita nýjum starfsháttum að þessu leyti. Fróðlegt verður að sjá hvort væntanlegri ríkisstjórn tekst að láta ferskan vind blása af Arnarhóli. Hún þarf vissulega að leysa nýja hugsun úr læðingi. Með því móti einu má bæta velferðarþjónust- una og stuðla að áframhaldandi framförum í skólamálum. Jafn áhugavert verður að fylgjast með breyttri stjórnarand- stöðu. Hún er líka á sinn hátt að leggja grunn að nýrri pólitískri framtíð. Á síðasta kjörtímabili náði Vinstri grænt þeirri vígstöðu að fara lengstum með málefnalega forystu. Það var ekki fyrr en eftir álversatkvæðagreiðsluna í Hafnarfirði að Samfylkingunni tókst að ákveða dagskrá stjórnarandstöðunnar. Framsóknarflokkurinn stendur nú frammi fyrir því tvíþætta hlutverki að gera upp við sig hvers kyns flokkur hann ætlar að vera til framtíðar og ná trausti sem ábyrgt forystuafl í stjórnar- andstöðu. Fyrsta prófmálið laut eðlilega að afstöðu til nýrrar rík- isstjórnarmyndunar. Þar kaus forysta Framsóknarflokksins að apa eftir ótrúverðugum viðbrögðum Vinstri græns. Of fljótt er að draga ályktanir af þessu fyrsta skrefi. Hitt er stað- reynd að í mótlæti Framsóknarflokksins felast líka ný tækifæri. En spurningin er: Hvort leggst hann í var eða siglir? Rökréttur kostur ÍViðskiptablaðinu 18. maí er viðtal við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra þar sem hann lætur í ljós skoðanir á auglýs- ingum Jóhannesar Jónssonar, kaupmanns í Bónus, sem skoraði á kjósendur Sjálf- stæðisflokksins í kjördæmi ráðherrans að strika yfir nafn hans á kjörseðlinum. Í því samhengi er haft eftir ráðherranum: „Athygli hefur verið vakin á því að Gestur Jóns- son höfuðlögmaður Baugs er formaður landskjör- stjórnar. Jón Steinar Gunnlaugsson sagði af sér sem formaður yfirkjörstjórnar þegar Ólafur Ragn- ar Grímsson var í kjöri vegna orða, sem hann hafði látið falla um Ólaf. Gestur Jónsson telur hins vegar eðlilegt, að hann sitji sem formaður landskjör- stjórnar.“ Mér er gert óþarflega hátt undir höfði þegar ég er titlaður „höfuðlögmaður Baugs“. Hið rétta er að ég hef verið skipaður verjandi Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar í málum ákæruvaldsins gegn honum. Ég get því miður ekki hreykt mér af því að hafa sem lögmaður átt þátt í glæsilegri uppbyggingu Baugs á undanförnum árum. Mér finnst afleitt að ráðherrann dragi nafn Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæsta- réttardómara inn í umræðuna með þess- um hætti. Ráðherrann veit vel að hlutverk landskjörstjórnar í alþingiskosningum er gjörólíkt hlutverki yfirkjörstjórna í for- setakosningum. Í forsetakosningum eiga kjósendur val á milli fárra einstaklinga en í alþingiskosningum er kosið á milli stjórnmálaflokka þar sem frambjóðendur skipta hundruðum. Yfirkjörstjórnir annast alla framkvæmd kosninganna þ.m.t. talningu at- kvæða og útstrikana. Landskjörstjórn tekur síðan við skýrslum frá yfirkjörstjórnum hvers kjördæm- is m.a. um atkvæðatölur hvers lista og fjölda út- strikana einstakra frambjóðenda. Landskjörstjórn úthlutar þingsætum á grundvelli þessara upplýs- inga og gefur síðan út kjörbréf til þeirra sem kosn- ingu hlutu. Mér finnst það vera áhyggjuefni að dómsmála- ráðherra skuli gefa það í skyn í opinberu viðtali að staða mín sem verjanda Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar geri mig vanhæfan sem formann landskjör- stjórnar. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og formaður landskjörstjórnar. Athugasemd vegna viðtals við dómsmálaráðherra Ekkert blað? 550 5600 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.