Fréttablaðið - 19.05.2007, Side 26

Fréttablaðið - 19.05.2007, Side 26
H elgi Tóm- asson dans- ari var sæmdur stórkrossi íslensku fálka- orðunnar, sem er æðsta viðurkenning sem forseti Íslands veitir einstakling- um, á Bessastöð- um í byrjun vik- unnar. Helgi náði langt sem dansari og danshöfundur en hefur ekki síður náð langt sem list- rænn stjórnandi San Francisco ball- ettsins en dans- flokkurinn telst vera einn sá besti í Bandaríkjunum. Við athöfnina á Bessastöðum sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, að Helgi væri einn þeirra þriggja listamanna sem hefði náð hvað lengst í listheimin- um. Hinir tveir eru Björk Guðmunds- dóttir og Halldór Laxness. Ólíkt Björk og Laxness hefur Helgi lagt stund á listgrein sem hefur átt litlum skiln- ingi að mæta hér á landi. Lengi vel var það undir hælinn lagt hvort fjallað var um Helga eða verk hans í fjöl- miðlum. Velgegni Helga hefur því kannski verið mun meiri en Íslend- ingar hafa áttað sig á þótt skilning- ur þeirra hafi farið vaxandi á síðustu árum. Helgi fædd- ist í Reykjavík en fyrstu æviárunum eyddi hann í Vest- mannaeyjum. Helgi fluttist til Reykja- víkur á áttunda ald- urs ári. Bjó fyrst á Nýlendugötunni en fluttist svo með fjölskyldu sinni á Fornhagann. Helgi sá ballett- sýningu í fyrsta sinn þegar Kon- unglegi danski ball- ettinn hélt sýn- ingu Vestmanna- eyjum og upp frá því kviknaði áhug- inn. Hann hóf dans- nám hjá Sigríði Ár- mann og Sif Þórs. Sigríður segir að Helgi hafi verið „ósköp fallegur og lítill drengur og ljómandi dugleg- ur“. Fyrsta verk- ið sem Helgi tók þátt í að setja upp var Draumur garð- yrkjumannsins sem var sýnt í Þjóðleik- húsinu árið 1951 en þá var Helgi níu ára. Tíu ára fór Helgi í listdans- skóla Þjóðleikhúss- ins sem Bidsted- hjónin ráku en þau áttu eftir að hafa mikil áhrif á hann og lögðu í raun grunn- inn að því sem Helgi byggði ofan á. Helgi fylgdi Bidsted- hjónunum til Kaupmanna- hafnar þar sem hann dansaði á sumrin með Pantotime-ball- ettflokknum í Tívolí-garðinum. Þegar Helgi var unglingur var hann með annan fótinn í Dan- mörku en kom eins oft og hann mögu- lega gat til Íslands. Hann var afar náinn móður sinni en það var hún sem hafði dregið hann á fyrstu ballettsýn- inguna. Helgi kynntist tveimur af helstu ballettdönsur- um heims, Jerome Robbins og George Balanchine, þegar hann var táning- ur. Fyrir tilstuðl- an Robbins fékk Helgi námsstyrk til að nema dans við School of Am- erican Ballet í New York. Helgi dans- aði með Hark- ness-ballettflokkn- um í New York til ársins 1970 þegar hann gekk til liðs við New York City Ballet. Þar dansaði hann til ársins 1985 þegar hann lagði dansskóna á hill- una og tók við list- rænni stjórn hjá San Francisco ball- ettinum. Kona Helga heit- ir Marlene Tómas- son. Þau eiga tvo syni; Kristin, sem starfar hjá bíla- framleiðandan- um Ford og Erik, sem starfar við hlið föður síns þar sem hann sér um myndatökur fyrir San Francisco-ball- ettinn. Helgi og Marlene eiga sum- arhús í Napa-daln- um í Kaliforníu en þangað flýja þau þegar þau vilja slappa af og teygja úr sér. Helgi rækt- ar þar líka sitt eigið vín. Helgi kemur reglulega til Ís- lands en á miðviku- daginn heimsótti hann Vestmanna- eyjar með forseta Íslands og fylgdar- liði. Það var í fyrsta sinn sem Helgi heimsótti Eyjarnar frá því að hann var barn. Samferðafólk Helga lýsir honum sem alvörugefnum, hjartahlýjum full- komnunarsinna. Hann er hófsam- ur maður með gríð- arlega sköpunar- gáfu. Sem dansari lagði Helgi mikið á sig, var með ótrú- lega tækni en um leið afskaplega ein- lægur í því sem hann tók sér fyrir hendur. Þeir sem hafa dansað undir stjórn Helga segja hann strangan og kröfuharðan en segja hann jafn- framt kurteisan og skemmtilegan, sem sé ekki van- inn í ballettheimin- um, enda beri hann virðingu fyrir döns- urum. Samferðafólks Helga er sammála um að hann hafi fallega fram- komu, sé hlýr eða eins og Sig- ríður Ármann lýsir því: “Per- sónuleiki Helga endurspeglast í dansinum hjá honum því þar Hjartahlýr dugnaðarforkur með fullkomnunaráráttu Hvanneyri · 311 Borgarnes Sími 433 5000 · www.lbhi.is Síðastliðið haust hóf Landbúnaðarháskóli Íslands að kenna skógfræði og landgræðslu til BS og MS gráðu. · Þriggja ára nám · Áhersla lögð á traustan vísindalegan grunn · Nemendur búnir undir störf sem fræðimenn, stjórnendur eða sjálfstæðir atvinnurekendur · Fjarnám og sjálfstæð MS verkefni · Umsóknarfrestur um skólavist er til 4. júní Hafið samband við kennsluskrifstofu Landbúnaðar- háskólans eða brautarstjóra Skógfræði og landgræðslu- brautar, Bjarna Diðrik Sigurðsson (bjarni@lbhi.is) til að fá frekari upplýsingar. Nánari upplýsingar er einnig að fá á heimasíðu LbhÍ - www.lbhi.is Skógfræði og landgræðsla við Landbúnaðar- háskóla Íslands Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi Tjáðu þig! Bloggaðu með símanum! Hvar sem er og hvenær sem er! Viltu sýn’eikkað? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.