Fréttablaðið - 19.05.2007, Page 28

Fréttablaðið - 19.05.2007, Page 28
„Ætlarðu ekki að koma með okkur að kjósa?“ spurði ég litlu Sól í morg- un. „Kjósa Össur?“ spurði hún á móti. Það segir mér tvennt, að hún hefur greinilega stjórnmálahæfileika úr því að hún kann að svara einfaldri spurningu með annarri spurningu, og sömuleiðis að hún er frændræk- in vel. Ég var að hugsa um að benda henni á að Geir Haarde er líka fjarskyldur ættingi hennar og er í framboði í Reykjavík rétt eins og Össur frændi. En ég fór ekki út í að útskýra kjördæmaskiptingu og reglurnar um úthlutun fyrir henni. Ekki vegna þess að barnið er bara þriggja ára, heldur vegna þess að þetta kosningakerfi er ofvaxið mínum skilningi. Á leið minni á kjörstað var ég að hugsa um að stjórnmálaumræðan síðustu daga fyrir kosningar ætti að snúast um kosningamál – ekki skoð- anakannanir. Nú ættum við að taka skynsam- lega á hlutunum og banna skoð- anakannanir síðustu vikuna fyrir kjördag og tryggja að samtöl við stjórnmálamenn rétt fyrir kosning- ar snúist um stjórnmálastefnur en ekki um viðbrögð við nýjustu niður- stöðum skoðanakannana. Það hlýtur að vera réttur minn sem einstaklings að biðja samfélag- ið að vernda mig síðustu daga fyrir kosningar fyrir sífelldu áreiti fólks sem hefur tekjur af því að fram- kvæma skoðanakannanir og vill í sífellu troða upp á mig óþörfum upplýsingum. Nú byrjar fengitíminn hjá stjórn- málaflokkunum. En áfallahjálp hefur forgang. Geir Haarde er með starfsfélaga sinn Jón Sigurðsson í áfallahjálp, strýkur honum um sveittan vang- ann og hvíslar að honum í hugg- unarrómi að þetta hefði allt saman getað farið miklu verr. „Sussubía, Nonni minn,“ segir Geir góði. „Það hafa að vísu sviðn- að á þér fjaðrirnar en þú ert samt uppáhalds verndarengill okkar Sjálfstæðismanna. Vertu bara ró- legur. Það verður ekki kosið aftur fyrr en eftir langan, langan tíma.“ Það er fallegt að sjá þessa hlýju sem Geir sýnir. Best af öllu er að fá að horfa á þetta í sjónvarpinu. Þarna eru allir formennirnir mættir: Það er greinilega ekki hættulaust starf að aðstoða Sjálfstæðisflokk- inn í ríkisstjórn. Í upphafi komu 17 þingmenn til þeirra stuðningsstarfa frá Vinnumiðlun Framsóknar. Nú lifa sjö. Tíu eru fallnir. Það er 60 prósent mannfall. Aðeins Svarti dauði hefur skil- ið eftir sig hærri dánartölur í sögu Evrópu, um 30 prósent þar sem hann kom mildast niður og rétt yfir 60 prósent þar sem hann var verst- ur. Það er hluti af áfallahjálpinni hjá Geir að segja að þetta séu rangar tölur: „Það er gott og heilsusamlegt að vinna með okkur,“ hvíslar hann að Jóni og horfir á hann blíðlega. Jón svitnar í fanginu á honum og fær ósjálfráðar snerkjur í andlitið. Steingrímur J. Sigfússon er greinilega ekki jafn bjartsýnn á lífs- líkur Jóns. Hann ávarpar sjúkling- inn af kennivaldi og biður hann að játa syndir sínar og iðrast fyrir dauðann. Sjálfur er Steingrímur hinn sprækasti og ætlar engrar afsökun- ar að biðjast á því að heimta „zero Framsókn“, tala um „Framsókn og spillingu“ og að útrýma Framsókn- arflokknum. Jón tók ekki tilboðinu, afþakkaði náðarmeðulin. Sem var skynsam- legt í ljósi íslenskrar stjórnmála- sögu. Í ofanverðum september árið 1264, nánar til tekið á 27. degi mán- aðarins kom Oddaverjinn Þórður Andrésson fyrir Gizurr Jarl Þor- valdsson af ætt Haukdæla. Þórður mælti þá: „Þess vil ég biðja þig Gizurr jarl, að þú fyrirgefir mér það er ég hef af gert við þig.“ „Það vil ég gera,“ segir Gizurr, „þegar þú ert dauður.“ Síðan var Þórður hálshöggvinn. Skrúfað fyrir öndunarvélina Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá sjúkrahúsvist, pólitískri fyrirgefningu og áfallahjálp. Einnig er vitnað í Sturlungu og útskýrt hvernig breyta má Landspítalanum í hátæknisjúkrahús fyrir hundrað þúsund kall. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu ÞÚ HVÍLIST HVERGI BETUR EN Á LANZAROTE

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.