Fréttablaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 32
Þ
ekkist þið og hvað
vitið þið um hvort
annað?
Katrín: Nei. En ég
hef auðvitað séð Jón
á röltinu með barna-
vagn. Hann er náttúrulega fræg-
ur maður. Ætli ég muni ekki fyrst
eftir honum úr Tvíhöfða. Svo hef ég
lesið skrif hans aftan á Fréttablað-
inu sem og bókina sem hann gaf út
síðast; Indjánann. Svo man ég eftir
pistlunum hans um trúmál. Mér
fannst dálítið áhugavert að fylgjast
með viðbrögðum þjóðarinnar sem
hélt að þeir pistlar væru grín.
Jón Gnarr: Ég tengi Katrínu við
pólitíkina. Og ég veit reyndar svo-
lítið um hana því ég er mjög mikið
á netinu. Ég er netfíkill og eyði þar
örugglega um 2-3 klukkustundum
á dag. Einhvern tímann rakst ég á
einhverja heimasíðu um Katrínu
og las þar ýmislegt um hana. Hún
lærði franskar bókmenntir eftir
menntaskóla í eitt ár. Stundaði
svo nám í íslensku eða bókmennt-
um við Háskóla Íslands. Hennar
aðalhugðarefni þar voru íslenskar
glæpasögur. Og mig minnir að hún
hafi haft gífurlegan áhuga á foss-
um.
Katrín: Hvar hefurðu lesið þetta?
En ég er sko með mikla fossadellu.
Þegar ég var lítil gat ég enda-
laust teiknað myndir af fossum og
flett þeim upp í hinum og þessum
bókum. Svolítið asnalegt.
Jón Gnarr: Veistu af hverju þú
fékkst þessa dellu?
Katrín: Ég man bara að mér
fannst ferðalög út á land aldrei al-
mennileg nema við færum að ein-
hverjum fossi. Varð miður mín ef
ég uppgötvaði að það yrði enginn
foss í ferðinni.
Jón Gnarr: Þetta minnir mig á að
Pétur Jóhann Sigfússon er einmitt
með dellu fyrir kjölsogi. Þegar
hann fermdist buðu foreldrar
hans honum það að ferðast hvert
sem var í heiminum. Hann valdi
siglingu með Norrænu. Til að geta
staðið úti á þilfari og horft á kjals-
ogið.
Katrín: Ég hef líka mjög gaman
af því að standa úti í bát og horfa
á kjalsogið og skoða öldurnar. Og
ég verð alltaf jafn spennt yfir því
hvort næsta alda verði kannski
ótrúlega stór. Kannski þetta hafi
allt saman eitthvað að gera með
vatn.
Jón: Já. Ég hef haft dellu fyrir há-
körlum frá því ég var barn. Hún
er reyndar aðeins að eldast af mér
síðustu fimm árin.
Katrín: Þetta er nú allt svolítið
merkilegt því þegar bræður mínir
skiptust á jólagjöfum síðustu jól
var fræðibók um hákarla í öðrum
pakkanum. Þeir hafa verið í ein-
hverri hákarlastemningu undan-
farið.
Síðustu misserin hafa einkennst
af því að fólk er ósammála um eitt-
hvað. Enda kosningar nýafstaðn-
ar og mikið argaþras gengið yfir
fjölmiðla, kaffistofur og bloggsíð-
ur. Fylgist þú með slíku maraþon-
karpi Jón? Hver er hnyttnasti
þingmaðurinn úr röðum andstæð-
inga að þínu mati, Katrín?
Jón Gnarr: Mér finnst umræðan
fremur leiðinleg. Fyrirsjáanleg
og föst í sama formi. Kosningarn-
ar núna runnu eiginlega saman við
Eurovison. Þetta var bara í gangi
og ég vissi af því þarna en ég
hafði lítinn áhuga. Þetta er svipað
og með umræður um fótbolta. Ég
kinka kolli með – vil ekkert vera
leiðinlegur – en ég næ ekki að
tengja mig við þetta. Nema ef það
er eitthvert fólk sem kemur fram
og mér finnst áhugavert. Ég hef
yfirleitt miklu fremur kosið fólk
en flokka eða málefni. En sú hlið
á pólitískri umræðu að gera lítið
úr fólki finnst mér mjög leiðinleg.
Þegar vitsmunalegum yfirburð-
um, yfirlæti eða hroka er beitt.
Mér líður illa fyrir hönd þeirra
sem sitja undir því. Og þar eru
ýmsar lúmskar aðferðir notaðar,
líkt og í trúarumræðunni, þegar
gera á til dæmis lítið úr prestum,
þá eru þeir kallaðir klerkar. Og
bókstafstrúarmenn.
Katrín: Það er hundleiðinlegt að
lenda í umræðum sem snúast bara
um það að grípa fram í og segja
„væna mín“. Þarna eru frasar eins
og: „Það er nú hálfhlægilegt að
heyra þig segja þetta.“ Og þá segi
ég á móti: „Þessi herramaður er
náttúrulega …“ Þið skiljið. Það er
lítið skemmtilegt þegar umræð-
urnar fara út í þetta.
Jón Gnarr: Já, það er glatað þegar
það er í lagi að vera vondur og
ósvífinn og sá frekasti og ósvífn-
asti vinnur. Ég hef oft reynt að
fara inn í pólitíkina, mætt hjá ein-
hverjum pólitískum samtökum
eða kynnt mér einhver ákveðin
mál. En svo hef ég bara bakkað út
úr því aftur. En ég hef samt mína
pólitísku skoðun: Ég er anarkisti.
Katrín: Það meikar alveg fullkom-
inn sens.
Jón Gnarr: Þegar við vorum með
Tvíhöfða tókum við meðal annars
pólitíkusa í viðtöl. Það kom mér
verulega á óvart að sjá Steingrím
J. Sigfússon og Davíð Oddsson
spjalla saman um eitthvað á léttu
nótunum. Ég hélt að pólitísku and-
stæðingarnir töluðust ekki við.
Katrín: Ef svo væri ekki held ég að
maður yrði bara eitthvað galinn. Að
vera á vinnustað með 62 öðrum og
þar af líkar manni illa við 57. Það
væri mjög galið að vera bölvandi
einn úti í horni. Og það finnst mér
erfiðast þegar fólk fer í haminn að
tala niður til andstæðinganna. Það
á sjaldnast við, við þekkjumst flest
nefnilega af góðu. En af hnyttnum
andstæðingum segirðu. Mér finnst
Bjarni Harðarson skemmtilegur,
kannski af því að hann er bókakarl
eins og ég.
Jón Gnarr: Já, er hann nörd-
inn þarna? Já, hann er svolítið
skemmtilegur og hlýlegur.
En hvernig þingmaður heldurðu að
Jón yrði, Kata – hvaða málaflokk-
um sérðu hann beita sér fyrir? Og
hvernig útvarpsþáttum myndir þú
vilja sjá Kötu stýra?
Katrín: Afnotagjöld ríkissjón-
varpsins. Er það ekki eitthvað sem
þú hefur talað dálítið um?
Jón Gnarr: Jú, rétt.
Katrín: Einmitt, þú ert ekki mikið
hrifinn af þeim. Ég sé alveg fyrir
mér að Jón myndi flytja frumvarp
um einkavæðingu RÚV og niður-
fellingu afnotagjaldanna. En þar
sem hann er anarkisti væri samt
þversögn í sjálfu sér að hann væri
þingmaður og ég sé Jón ekki í anda
starfa sem flokkspólitískur þing-
maður. Ég held að atkvæðagreiðsl-
ur gætu til dæmis orðið dálítið erf-
iðar fyrir flokkinn hans, sérstak-
lega ef naumur meirihluti væri
fyrir hendi, því það væri engin leið
að vita með hverju hann myndi
greiða atkvæði. Maður sér enga
sérstaka flokkslínu í skrifum hans.
Jón Gnarr: Ég var á móti afnota-
gjöldum ríkissjónvarpsins því mér
fannst RÚV hafa brugðist hlutverki
sínu. En ef ég sé það svart á hvítu að
ég sé að fá eitthvað fyrir peninginn
minn er ég alveg til í að borga. Að
miklu leyti var þetta svo líka af eig-
ingjörnum og persónulegum ástæð-
um en ég fékk ekki vinnu hjá þeim.
Katrín: Koma hundabeinin þar
upp.
Jón Gnarr: Já, ég var bitur út í
RÚV. En ef ég færi á þing held ég
að ég myndi beita mér fyrir kær-
leik og mannvirðingu.
Katrín: Við Jón gætum fyllt flokk
friðarsinna.
Jón Gnarr: Já, ef það væru þá bara
Ekki spauga á spítölum
Jón Gnarr hefur lengi haft dellu fyrir hákörlum. Katrínu Jakobsdóttur finnst það merkilegt því bræður hennar eru sömuleiðis
á einhverju hákarlatímabili þessa dagana. Sjálf er hún veik fyrir fossum. Júlía Margrét Alexandersdóttir fór í gegnum fordóma,
kærleik og hugmynd að nýjum útvarpsþætti með þingkonunni og grínistanum.