Fréttablaðið - 19.05.2007, Page 33

Fréttablaðið - 19.05.2007, Page 33
leika í alvarlegum leiksýningum. Þegar þeir koma inn á sviðið fer svona ákveðinn taugaveiklunar- hlátur í gang. „Þarna kemur Siggi Sigurjóns … hehe“. Þegar það er kannski eitthvað svaka stofu- drama í gangi. Jón Gnarr: Ég hef til dæmis lent í því þegar ég er kannski að hlaupa út í búð eftir bleium handa syni mínum að afgreiðsludaman springur úr hlátri. Að ég skuli koma og kaupa bleiur og vera að flýta mér er ofsa fyndið. Ég sætti mig alveg við það svo sem. En ég hef rekið mig á það hjá fólki að það heldur að ég sé fáviti og að ég fífl- ist út í eitt. Það sé til dæmis ofsa- lega gaman hjá fjölskyldu minni því þegar ég komi heim úr vinn- unni haldi ég áfram að fíflast. Og börnin geti ekki einu sinni lært í friði fyrir fíflagangi í mér. Katrín: Ég held einmitt að grínistar séu svolítið að rífa úr sér hjartað: Þú lætur oft skína mest í hver þú ert með því hvernig þú grínast. Og það er oft heilmikil alvara á bak við grínið. Mér finnast grínistar oftast þurfa að gefa alveg ótrúlega mikið af sálinni af sér í grínið. Jón Gnarr: Það hefur einmitt allt- af farið í taugarnar á mér að vera kallaður skemmtikraftur. Mér finnst það hreinlega móðgandi. Ég lít á grín sem list. Og takmark mitt með minni list er að gefa hluta af mér í grínið og reyna einhvern veg- inn að vekja viðbrögð hjá fólki. Að hreyfa við því, fá það til að hugsa, vekja einhverjar tilfinningar og svo framvegis. Hlutverk skemmti- krafts finnst mér aftur á móti alls ekki vera að vekja einhverjar hugs- arnir hjá fólki heldur mun frek- ar að láta því líða einhvern veginn „melló“. Þetta er svipað og að bera saman djass og lyftutónlist. Katrín: En varðandi klæðaburðinn þá hugsa ég að það séu einfaldlega gerðar meiri kröfur á kvenmenn en karlmenn að líta vel út. Og þá ekkert meira í pólitík. Það er almennt bara eitthvað sem maður verður var við sem kona. En fari maður í pólitík er maður svolítið búinn að opna dyrn- ar fyrir því að fólk leyfi sér að segja ýmislegt við mann. Ég fæ reglulega athugasemdir frá ókunnugu fólki. Það er til dæmis sagt við mig að ég mætti brosa aðeins minna. Tala minna með höndunum. Fólk lætur bara vaða. En þetta stuðar mig ekk- ert. Svo fær maður líka jákvæð við- brögð. Fólk hefur bara skoðun á þessu sem öðru. … og þarna heyrðum við í Seljalandsfossi. Höfum hér undanfarnar 10 mínútur verið að hlusta á hann. Og þetta var lóa sem heyrðist í þarna við hliðina á. Dr. Gregory Miller, prófessor við Harvard háskóla, hefur gert ferilsrannsókn á viðbrögðum íslenskra aðila sem á síðasta ári urðu fyrir áhrifum af neikvæðri umfjöllun frá bæði erlendum fjölmiðlum og álitsgjöfum um fjármál. Það er okkur sönn ánægja að bjóða þér til morgunverðarfundar þar sem rannsókn Dr. Millers verður kynnt og rædd. Fundurinn verður haldinn á Hótel Nordica þann 21. maí kl. 8.30. Dagskrá: 8.30 Ræðumenn: Dr. Gregory Miller, Ph.D, Harvard-háskóla Bjarni Ármannsson, fyrrum forstjóri Glitnis 9.15 Pallborðsumræður: Þórður Friðjónsson, forstjóri OMX Nordic Exchange á Íslandi Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Bjorn Richard Johansen, framkvæmdastjóri Samskiptasviðs hjá Glitni Richard Thomas, forstöðumaður Kredit-rannsókna hjá Merrill Lynch Hafliði Helgason, viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins Fundarstjóri verður Kristján Kristjánsson, forstöðumaður upplýsingasviðs FL Group. Fundurinn verður haldinn á ensku. Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á léttan morgunverð. Skráning fer fram á www.fvh.is ÚR VÖRN Í SÓKN Morgunverðarfundur um íslenska fjármálastorminn vorið 2006 friðarsinnar því oft verða þeir svo pólitískir. En ég gæti verið í frið- arflokki – án þess að það væri ein- hver hippaflokkur. Kannski an- arkista-friðarflokkurinn? En út- varpsþátturinn hennar Katrínar yrði þáttur um íslenska fossa. Katrín: (dregur útvarpsröddina fram) „… og þarna heyrðum við í Seljalandsfossi. Höfum hér undan- farnar 10 mínútur verið að hlusta á hann. Og þetta var lóa sem heyrð- ist í þarna við hliðina á.“ En frábær hugmynd! Og svo væri getraun. Jón Gnarr: Já fossagetraun! Katrín: (útvarpskona áfram) ... „Nú heyrum við í þremur foss- um, hlustendur góðir. Hvaða foss- ar eru þetta?“ Margir vilja meina að öll séum við haldin einhverjum fordóm- um. Meðan einhver hópur vill ekki sjá útlent vinnuafl hér á landi eru aðrir sem halda að vaxtarrækt- artröll séu með lambhagasalat í stað heila. Burðist þið sjálf með einhverja fordóma og þá af hvaða sort? Eru Íslendingar haldnir ein- hverjum áberandi fordómum? Jón Gnarr: Ég er algjörlega for- dómalaus. Katrín: Gaman að þú segir það. Því það á algerlega við mig líka! Jón Gnarr: Nei, nei. Ég er með for- dóma fyrir öllu sem fólk er með fordóma fyrir og hef orðið upp- vís að því. Ég er með fordóma gegn múslímum. Ég taldi mig ekki hafa þá en ég fór til Lond- on eftir sprengingarnar þar og í lestinni sem ég var í var ungur múslími með Nike-bakpoka og ég svitnaði í lófunum. Einu sinni var ég svo í hraðbanka á skuggaleg- um stað í Bandaríkjunum. Tveir stórir svertingjar komu og ég varð hræddur. Svertingjar, nótt = glæpamenn. Þeir buðu bara góða kvöldið og ekkert mál. Heilinn í okkur er bara svo magnað fyrir- bæri að hann er byrjaður að tína inn upplýsingar og dæma áður en við komumst að sjálf. En ég hef vilja til að yfirstíga fordómana. Katrín: Ég held þetta sé rétt. Auð- vitað er maður með hugmyndir fyr- irfram. Maður hittir sjálfstæðis- mann og hugsar með mér að þetta sé einhver labbakútur. Þar til annað kemur á daginn. Og þá er maður snöggur að vilja skipta um skoðun. Það er t.d. til marks um mína for- dóma að ég tala alltaf rosalega hátt við gamalt fólk – og skýrt. Jón Gnarr: Fólk fer líka oft að tala í þriðju persónu. Katrín: Ég geri það að vísu ekki en ég er alveg með það á hreinu að gamalt fólk sé heyrnarlaust og fer alltaf að æpa. Þar til mér er bent á að ég þurfi ekkert að standa þarna og æpa. Jón Gnarr: Það er einn mjög leið- inlegur fordómur sem hrjáir Ís- lendinga. Mjög lífseigur og and- styggilegur og hefur fengið að viðgangast hér áreitislaust en það eru fordómar gegn Grænlending- um. Eins og Grænlendingar séu óæðra fólk en við. Til dæmis er oft sagt frá því í blöðunum ef græn- lenskir menn eru í bænum og eru fullir – og þá í gamansömum tón. Í blaði hefur fyrirsögnin „Græn- lendingur réðist á mann“ verið notuð. Eins og Grænlendingur sé eitt og maður annað. Talandi um fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvernig fólk er og á að vera. Er fólk ekkert að skipta sér af því hvernig opinberar per- sónur eins og alþingismenn klæða sig og koma fyrir? Verður þú vör við það, Katrín? Og skemmtikraft- ar eiga alltaf að vera að segja eitt- hvað fyndið. Líka í fermingarveisl- um og við kassann í Hagkaup. Eða hvað? Jón: Mín grundvallarskoðun er sú að flestir séu ágætir og vilji vel. En svo getur fólk líka verið svolít- ið taktlaust. Ég hef til dæmis lent í því að vera staddur á spítala og ókunnugt fólk fer að hlæja og spyr mig hvort það sé eitthvert grín í gangi. Ég myndi aldrei fara að grínast í einhverjum sem staddur væri á spítala ef ég vissi ekki hvað hann væri að gera þar. Við svona aðstæður, þá jú. Annars hefur þetta ekki stuðað mig mikið. Katrín: Líkt og með Spaugstofu- menn til dæmis. Maður tekur stundum eftir því ef þeir eru að

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.