Fréttablaðið - 19.05.2007, Side 37

Fréttablaðið - 19.05.2007, Side 37
Belgrad er ein elsta borg Evr- ópu. Borgin er í örum vexti og þar er meðal annars stærsta rétttrúnaðarkirkja heims. Eurovision-keppni næsta árs verð- ur haldin í Belgrad í Serbíu. Borg- in er þekkt fyrir líflegt næturlíf og eru margir barir opnir fram á morgun. Borgin ætti því að henta Eurovision-förum vel, sama hvort þeir eru að fagna góðu gengi eða drekkja sorgum sínum. Belgrad var stofnuð af keltum á þriðju öld fyrir Krist og er hún ein elsta borg Evrópu. Síðar varð hún að rómversku nýlendunni Singidun- um en slavneska nafnsins Belgrad er fyrst getið árið 878. Nafnið þýðir hvíta borgin. Belgrad hefur í gegnum tíðina verið hlið milli austursins og vest- ursins. Sem slík hefur hún oftar en ekki lent í stríði mitt á milli stór- velda úr austri og vestri. Tyrkir börðu á borgarbúum á miðöldum, Ungverjar í fyrri heimsstyrjöldinni og bæði möndulveldin og banda- menn í síðari heimsstyrjöldinni. Í dag er borgin í hröðum vexti. Eftir hörmungar borgarastríðsins á tíunda áratug síðustu aldar er efna- hagurinn að ná sér á strik og kemur um þriðjungur þjóðartekna Serbíu frá borginni. Í Belgrad er stærsta rétttrúnað- arkirkja heims, kirkja heilags Sava. Safn borgarinnar hýsa muni eins og eitt elsta handrit heims ritað á serbnesku og brak bandarísku F- 117 stealth-þotunnar sem skotin var niður í borgarastríðinu. Þetta er í eina skiptið sem slíkri flugvél hefur verið grandað. Árlega fer fram fjöldi listahátíða í Belgrad og er borgin óðum að ná fyrri styrk á sviði menningar, lista og íþrótta og mun söngvakeppnin, hvað svo sem fólki finnst um hana, verða enn ein skrautfjöðurin í öfl- ugt menningarlíf. Hvíta borgin Belgrad MasterCard Mundu ferðaávísunina!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.