Fréttablaðið - 19.05.2007, Page 50

Fréttablaðið - 19.05.2007, Page 50
hús&heimili Innan um indæla vorlauka, páskaliljur og túlípana eru nokkrar fjölærar plöntur sem blómstra í maí. Þar má nefna prímúlur í ótal afbrigðum, hófsóleyjar og lyngrósir. Vorið í garðinum Fyllt hófsóley (Flore pleno) er falleg garðplanta sem blómstrar snemma. Þessi mynd er tekin í Grasagarðinum í Laugardal. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skógarlyngrós blómstrar nú í Grasagarðinum í Laugardal í lok apríl og hefur fært blómgunartímann fram um allt að fjórar vikur á síðustu árum, eflaust vegna hlýnandi veðurfars á landinu. En blómin þola ekki frostnótt, enda fínleg með afbrigðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þessi tígulega prímúla er í garði Ólafs Björns Guðmundssonar lyfja- fræðings. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4 KERTI Í BLÓMALÍKI eru sæt og krúttleg og fara vel á borði. Reyndar eru þau það falleg að maður tímir varla að kveikja á þeim nema við sérstök tækifæri. Þau fást fjögur saman í pakka í Habitat á 336 krónur. PÚÐURDÓS með fal- legu blómamynstri á bláum grunni. Vafalaust hefur fín frú dregið þessa dós stolt upp úr veski sínu við hin ýmsu tækifæri til að bera púður á nefið. Þessi fannst í Fríðu frænku og kostar 1.800 krónur. 19. MAÍ 2007 LAUGARDAGUR10

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.