Fréttablaðið - 19.05.2007, Page 54

Fréttablaðið - 19.05.2007, Page 54
hús&heimili Hvítar diskamottur með harðangri og klaustri, heklaðir pottaleppar og púði er meðal þess sem Krist- ín Amalía Þuríðardóttir hefur hannyrðað síðustu vik- urnar í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík. „Mér finnst frábært að geta nú sest niður og búið til eitthvað fallegt, föt á börnin mín, gjafir handa vinum mínum og peysur á sjálfa mig sem mamma hefur hingað til séð um að prjóna,“ segir Kristín Am- elía sem hefur nýlokið einnar annar námi í Hússtjórn- arskólanum við Sólvallagötu. Hún býr með manni og tveimur börnum á fallegu heimili í Teigahverfinu og getur nú prýtt það enn frekar með eigin hannyrðum. „Ég er vön eldamennsku og samt finnst mér ég hafa grætt heilmikið á matreiðslu- náminu í skólanum. Hins vegar hef ég nánast aldrei gert handavinnu og því opnaðist þar alveg nýr heimur fyrir mér. Það finnst mér stórkostlegt. Þetta er svo góður grunnur fyrir framtíðina,“ segir hún brosandi. Munirnir sem Kristín Amelía gerði í skólanum og leggur á borðstofuborðið eru bæði listrænir og fjölbreyttir. Vélsaumauð barnaföt með bróderuð- um vösum, pils, lopapeysa, heklað sjal, vefnaður og prjónles. Ein mynd er með gamla krosssporinu og Kristín hlær þegar hún er spurð hvort hún hafi verið seinleg í vinnslu. „„Þetta er svona ein kvöldstund“ er viðkvæðið hjá kennurunum og var orðið að orð- taki hjá okkur stelpunum líka.“ Hún kveðst skilja við skólann, kennarana og stelpurnar með eftirsjá. „En auðvitað er líka gaman að vera búin og halda áfram að þróa sína handavinnu,“ bætir hún við að lokum. gun@frettabladid.is Opnaðist nýr heimur Kristín Amelía með hluta afrakstursins úr Hússtjórnarskólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þessi ofni renningur er fallegur á borði. Smiðjuvegi 1 200 Kópavogur sími: 544 5700 http://www.polyhudun.is Þegargæðin skipta öllu máliþá vinnum við fyrir þig! Það er mikilvægt fyrir endingu allra málmhluta að þeir séu rétt meðhöndlaðir. Duftlökkun okkar veitir bestu fáanlegu vörn gegn tæringu auk þess sem áferð verður eins og best verður á kosið. Í boði eru hundruðir lita í mismunandi áferðum. Hafðu samband við okkur og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. Ekki mála þig út í horn... Listaverk úr þæfðri ull. 19. MAÍ 2007 LAUGARDAGUR14

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.