Fréttablaðið - 19.05.2007, Síða 68

Fréttablaðið - 19.05.2007, Síða 68
Þ að var mikið um dýrðir þegar 60. kvik- myndahátíðin í Cann- es var sett síðasta miðvikudagskvöld með tilheyrandi gala- sýningu á opnunarmyndinni My Blueberry Nights eftir leikstjór- ann Wong Kar-Wai. Þetta er fyrsta mynd hins virta kínverska leik- stjóra Wong Kar-Wai með ensku tali og var beðið með nokkurri eftirvæntingu. Myndin skartar þeim Jude Law og Noruh Jones í aðalhlutverki ásamt Natalie Port- man og Rachel Weisz. Það var ekki síður eftirvænting eftir því að sjá hvernig söngkonan vinsæla og Grammy-verðlaunahafinn Norah Jones myndi taka sig út í fyrsta sinn á hvíta tjaldinu. Allt fór fram með hefðbundnum hætti á opnunni. Rauða dreglinum var rúllað út við höllina Festival de Palais á aðalgötunni La Croistette meðan stelpurnar lágu ennþá ber- brjósta í sólbaði rétt fyrir neðan og snekkjueiginendur drukku kokteila rétt fyrir utan ströndina. Æstir aðdáendur byrjuðu að raða sér upp við La Croisette daginn áður og biðu í ofvæni eftir að lim- ósínurnar mættu með stjörnurnar sem byrjuðu að tínast ein af öðrum í höllina. Sólin skein og dúndrandi partítónlist barst úr hátalarakerf- inu meðan kynnirinn tilkynnti hátt og skýrt hverjir voru mætt- ir á rauða dregilinn. Ljósmyndar- arnir höfðu stillt sér upp við dreg- ilinn, allir í smóking. Fagnaðar- lætin brutust út þegar Jude Law og Norah Jones mættu loksins. Jude lék við hvern sinn fingur og óð beint til aðdáenda og tók í hönd- ina á þeim. Norah virtist heldur feimnari og það mátti heyra ljós- myndarana keppast um að kalla „Norah líttu hingað“ meðan bloss- arnir blinduðu nærstadda. Í Cann- es er skylda að klæða sig upp áður en stigið er inn á rauða dregilinn og meira að segja ljósmyndararn- ir þurfa að vera í smóking. Myndin My Blueberry Nights fékk heldur dræma dóma hjá gagnrýnendum. Wong Kar-Wai er eftirlætisbarn í Cannes. Fyrsta myndin hans As Tears Go By var sýnd á hátíðinni 1989, en það var Chungking Express sem skaut honum á stjörnuhimininn 1994 og fyrsta mynd hans sem fékk al- þjóðlega dreifingu. Happy Tog- ether var verðlaunuð fyrir bestu leikstjórn á Cannes 1997 og In the Mood for Love var frumsýn- ingarmynd Cannes 2000. Í fyrra var þessi virti leikstjóri formaður dómnefndar og þótti því við hæfi að hann opnaði keppnina og hátíð- ina þetta árið. Gagnrýnendur virtust sammála um að það hefði verið helstu mis- tök Wong Kar-Wai að gera myndina í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir því að Kínverjinn fór þangað var einföld: „Ég vildi fá Noruh Jones til að leika, ég elska röddina henn- ar, en ekki gat ég látið hana leika á kínversku“ sagði Wai við blaða- menn. „Ég hitti hana á kaffistað í New York, hún labbaði inn í „flip- flops“ og þáði hlutverkið.“ Þar með var það ákveðið að hann myndi gera mynd með ensku tali. Myndin er hugljúf rómantísk ástarsaga og sannkölluð stelpumynd. My Blue- berry Nights þykir minna á hans vinsælustu mynd, In the Mood for Love, en í þetta sinn þykir ekki takast eins vel til. Flestir eru sam- mála um að hún sé of sykurhúðuð og minnir um of á súpermarkaðs ástarsögu. Þó að Norah hafi verið dásamleg í sínu hlutverki dugði það ekki til. En það er ekki svo óal- gengt að leikstjórum sem vegnar vel með myndir á eigin tungumáli mistakist þegar þeir færa sig yfir til Hollywood og gera mynd með ensku tali. Það eru keppnismyndirnar sem keppa um hinn eftirsótta Gull- pálma sem vekja jafnan mest- an áhuga í Cannes. Ný keppnis- mynd er frumsýnd á hverjum degi með tilheyrandi galasýningu, blaðamannafundum og tilstandi. Á öðrum degi var það stórmynd- in Zodiac eftir David Fincher sem Rauða dreglinum var rúllað út við höllina Festival de Palais á aðalgötunni La Croistette meðan stelpurnar lágu ennþá berbrjósta í sólbaði rétt fyrir neðan og snekkjueigendur drukku kokteila rétt fyrir utan ströndina. Glans, glamúr og gleði Kvikmyndahátíðin í Cannes stendur nú yfir á frönsku Rivíerunni og þar má sjá pálmatré, bikiní, snekkjur, hátísku, kokteila, Hollywood-stjörnur, artí-leikstjóra, kaupendur, seljendur, framleiðendur, stressaða viðskiptamenn, blaðamenn, ljósmyndara, rauða dregilinn, endalaus partí og allt þar á milli. Hanna Björk Valsdóttir kíkti á stemninguna. Á 60 ára afmælishátið Cannes 2007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.