Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.05.2007, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 19.05.2007, Qupperneq 74
Öllum finnst gaman að heyra af óförum annarra, svo lengi sem enginn hafi slasast alvarlega eða dáið. Þetta á sérstak- lega við um ríkt fólk sem ofmetnast hefur vegna allra núllanna á launamiðanum. Þetta er algild staðreynd og þar sem það er laugardagur og allir ættu að vera í stuði fyrir skemmti- legar ófarir ætla ég að segja smá sögu. Ég þarf því miður að sleppa nöfnum af ótta við málsóknir og hefndaraðgerðir. Oft vill verða að þeir sem stofna lítil fyrirtæki sem vaxa hratt verða hrikalega góðir með sig og þykjast vita allt betur en fólkið í kringum þá. Einn slík- ur fór með starfsmenn fyrirtæk- is síns í heimsókn í systurfyrir- tæki. Þeir fengu leiðsögn um allt fyrir tækið og flestir hlustuðu af mikilli athygli á það sem fram fór. Svo fór að styttast í annan enda heimsóknarinnar og komið var inn í stóran sal þar sem hlýða átti á stuttan fyrirlestur áður en matur yrði borinn á borð. Forstjórinn góði tók eftir því að einn í hópnum góndi út í loftið og var ekkert að fylgjast með. Til að gera langa sögu stutta brjálað- ist forstjórinn, rauk í strákinn og spurði af hverju hann væri ekki að fylgjast með. Áður en strákur- inn gat stamað upp svarinu spurði forstjórinn hvað hann væri með í laun á mánuði. Strákurinn svar- aði að það væru 40 þúsund krón- ur. Forstjórinn beið ekki boðanna heldur reif upp veskið, tíndi til 40 þúsund krónur sem hann skellti í lófann á stráknum og öskraði á hann að hann væri rekinn. Greyið hrökklaðist út og eftir stóð forstjórinn agalega ánægð- ur með að hafa sýnt vald sitt. Hann tók hins vegar eftir því að einn og einn í hópnum þurfti að bæla niður hlátur. Hann rauk því í næsta flissandi mann og spurði hvað í ósköpunum væri svona fyndið? Hann fékk einfalt svar: Þú varst að „reka“ pítsusendilinn. Hvanneyri · 311 Borgarnes Sími 433 5000 · www.lbhi.is Í búvísindanámi við Landbúnaðarháskóla Íslands er lögð áhersla á raunvísindagreinar, námskeið á sviði jarðræktar og búfjárfræða og rekstrar- og tækni- greinar. Markmiðið er að undirbúa nemendur fyrir viðfangsefni og störf sem tengjast ræktun lands og landbúnaðarframleiðslu ásamt því að leggja grunn að framhaldsnámi og fræðistörfum á sviði búvísinda. Nám til BS-prófs veitir undirbúning fyrir margvísleg störf sem tengjast landbúnaði við ráðgjöf, kennslu og rannsóknir. Einnig nýtist námið vel sem undirbúning- ur fyrir rekstur búa og störf hjá fyrirtækjum sem þjóna landbúnaði og atvinnurekstri í dreifbýli. Tveggja ára starfsmiðað meistaranám í framhaldi af BS- gráðu eykur hæfni fólks til starfa við leið- beiningarþjónustu landbúnaðarins þar sem kröfur um menntun fara vaxandi. MS-próf uppfyllir menntunar- kröfur fyrir störf landsráðunauta. Nánari upplýsingar er að fá á vef LbhÍ – www.lbhi.is Umsóknarfrestur er til 4. júní. Búvísindi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.