Fréttablaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 90
Valsstúlkur áttu frábært
tímabil í fyrra og unnu bæði Ís-
landsmótið og bikarkeppnina.
Það er ekki auðvelt að sjá hvernig
þær geta toppað síðasta sumar en
Fréttablaðið hefur fundið krefj-
andi markmið fyrir hið gríðar-
sterka Valslið í sumar.
Þegar Margrét Lára Viðars-
dóttir yfirgaf Valsliðið í haust
þá styrkti Hlíðarendaliðið sig
með tveimur af betri leikmönn-
um deildarinnar, öðrum marka-
hæsta leikmanni hennar, Nínu
Ósk Kristinsdóttur hjá Keflavík
og Vanju Stefanovic sem hefur
spilað með KR (2005) og Breiða-
bliki (2006) síðustu ár. Auk þessa
gekk sóknarmaðurinn Sif Atla-
dóttir til liðs við liðið en hún hefur
síðan blómstrað í stöðu hægri ba-
kvarðar. Það var því ljóst að um
leið og Margrét Lára sneri aftur
var saman komið eitt allra sterk-
asta íslenska kvennalið allra tíma
enda voru átta leikmenn liðsins
valdar í átján manna landsliðs-
hóp á dögunum. Valsliðið er frá-
bært sóknarlið sem sést ekki síst
á því að tveir af öflugustu sókn-
armönnum þess eru bakverðirn-
ir Sif Atladóttir og Guðný Óðins-
dóttir. Með besta leikmann deild-
arinnar á skotskónum stendur
síðan ekkert í vegi fyrir að liðið
stefni á öll markametin í efstu
deild kvenna.
Valsstúlkur hafa ekki varið
einn stóran titil af þeim fjórum
sem liðið hefur unnið á þessari
öld og það er því stórt markmið
fyrir þær að mæta til leiks með
pressuna á sér og vinna báða titl-
ana sem liðið vann í fyrra. Það
hefur ekkert lið unnið tvöfalt tvö
ár í röð í 24 ár eða síðan Blika-
stúlkur gerðu það þrjú ár í röð
1981 til 1983. Síðan þá hafa 9 lið
unnið tvöfalt en engu þeirra tekist
að verja báða titlana árið eftir.
Valsliðið skoraði 87 mörk í 13
leikjum í fyrra og bætti marka-
met KR frá 2002 um fjögur mörk.
Valsliðið hefði getað bætt metið
enn frekar en þar sem FH gaf síð-
asta leikinn var liðið skráð hafa
unnið leikinn 3-0. Markatala Vals-
liðsins telst því hafa verið 90-8.
Það ætti að vera spennandi fyrir
Valsstúlkur að verða fyrsta liðið
til þess að skora 100 deildarmörk
á einu sumri en til þess þurfa þær
að skora 6,3 mörk að meðaltali í
leik en skoruðu 6,7 mörk að með-
altali síðasta sumar.
Það hafa aðeins tvö lið náð fullu
húsi í efstu deild kvenna síðan
hún innihélt fyrst 8 lið árið 1985,
Breiðablik 1996 og KR árið eftir.
Valssliðið getur bætt stigametið
því liðið fær 16 leiki til þess að ná
þessum 42 stigum. Vinni Valsliðið
alla leiki sína fær það alls 48 stig
og bætir stigametið um sex stig.
Margrét Lára Viðarsdótt-
ir bætti í fyrra 25 ára markamet
Ástu B. Gunnlaugsdóttur um tvö
mörk þrátt fyrir að leika aðeins 13
leiki á tímabilinu. Margrét Lára
fær tækifæri til að bæta metið
enn frekar í sumar þar sem hvert
lið spilar nú 16 leiki vegna fjölgun
liða í deildinni og markadrottning-
in magnaða fær því þremur leikj-
um fleira en síðasta sumar.
Það hefur ekkert lið verið með
betri markatölu en Valsstúlkur
sumarið 2006 en þær skoruðu þá
82 fleiri mörk en þær fengu á sig
og bættu met KR-liðsins frá sumr-
inu 2002.
Fyrstu mótherjar Valsliðsins er
Stjarnan og fer leikurinn fram á
Valbjarnarvellinum í kvöld.
Landsbankadeild kvenna hefst í kvöld með þremur leikjum. Valskonur unnu tvöfalt í fyrra og hafa bætt
við sig sterkum leikmönnum. Fyrir vikið ætti Valur að vera komið með eitt allra sterkasta lið allra tíma.
Detroit Pistons tryggði sér
sæti í úrslitum Austurdeildar
NBA í fyrrinótt með 95-85 sigri
á Chicago Bulls. Detroit komst í
3-0 í einvíginu. Bulls gáfust ekki
upp, unnu næstu tvo leiki og því
var spennan rafmögnuð í Detroit
þar sem pressan á heimamönn-
um var mikil. Ekkert lið í NBA
hefur tapað sjö leikja viðureign
eftir að hafa komist 3-0 yfir og
það breyttist ekki þar sem Detroit
fór með sigur af hólmi og verður
nú í fimmta sinn í röð í úrslitum
Austurdeildarinnar.
Leikurinn var kaflaskiptur en
gestirnir í Chicago leiddu allan
fyrri hálfleik. Eftir að hafa verið
48-43 undir í hálfleik tóku leik-
menn Detroit sig saman í andlit-
inu og komust yfir í þriðja leik-
hluta sem þeir unnu með tíu stig-
um. Chicago náði sér síðan aldrei
á strik í fjórða og síðasta leikhlut-
anum og þægilegur tíu stiga sigur
Detroit var staðreynd.
„Það kom ekki til greina að tapa
fyrir framan okkar eigin áhang-
endur. Við vissum að við þyrftum
að leggja okkur alla fram í þess-
um leik til að ná sigri,“ sagði Ri-
chard Hamilton eftir leikinn og
félagi hans Tayshaun Prince tók
í svipaðan streng. „Við töluðum
aldrei um að það kæmi til leiks
númer sjö. Við vildum virkilega
sýna hvað í okkur býr í þessum
leik.“
Hamilton var stigahæst-
ur heimamanna með 23 stig en
Chauncey Billups skoraði 21. P.J.
Brown setti 20 stig fyrir Chicago
og Ben Gordon skoraði 19.
Detroit mætir annaðhvort New
Jersey Nets eða Cleveland Cavali-
ers í úrslitunum.
Chicago Bulls játaði sig loks sigrað
Umboðsmaður Svíans
Freddies Ljungberg sagði í gær
að hann væri ekki á leið frá félag-
inu eins og greint hefur verið frá
í vikunni. Því hefur verið hald-
ið fram að Arsene Wenger ætli að
losa sig við ellefu leikmenn fyrir
næsta tímabil.
„Ég get staðfest að upplýsing-
arnar séu rangar. Freddie vill
vera áfram hjá Arsenal og félagið
vill halda honum,“ sagði umboðs-
maðurinn.
Meðal þeirra sem eru sagð-
ir á förum eru Philippe Senderos,
Jeremie Aliadiere, Jose Antonio
Reyes og Julio Baptista.
Ljungberg
fer hvergi
Fabio Capello hefur tíma-
bilið til að bjarga starfi sínu hjá
Real Madrid. Predrag Mijatovic,
yfirmaður íþróttamála hjá spænska
stórveldinu, neitaði að segja nokk-
uð um framtíð stjórans á blaða-
mannafundi í gær og rennir það
frekari stoðum undir þær fregni að
hann verði rekinn í sumar.
Eftir dapra spilamennsku og
slæm úrslit er Capello undir gríð-
arlegri pressu en hann á enn mögu-
leika á að halda starfinu vinni hann
spænsku deildina. Real er á toppi
deildarinnar þegar fjórar umferðir
eru eftir en Bernd Schuster, stjóri
Getafe, er talinn líklegastur til að
taka við af Capello.
Enn í óvissu
Alessandro Nesta hefur
framlengt samning sinn við AC
Milan til ársins 2011. Þessi sterki
varnarmaður átti aðeins eitt ár
eftir af samningi sínum og var
hann sterklega orðaður við sitt
gamla félag Lazio. Nesta er 31
árs gamall og ætlar sér að vera út
ferilinn hjá Mílanóliðinu.
Framlengir
hjá AC Milan