Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.05.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 24.05.2007, Qupperneq 8
www.xf.is Frjálslyndi flokkurinn þakkar öllum þeim sem stuðluðu að góðri útkomu flokksins í kosningunum 12. maí 2007. Sérstakar þakkir fá þeir fjölmörgu sjálfboðaliðar, um land allt, sem unnu ötult starf fyrir flokkinn í kosningabaráttunni og lögðu þar með grunn að öflugu starfi Frjálslynda flokksins í framtíðinni. Frjálslyndi flokkurinn mun hér eftir sem hingað til berjast fyrir stefnumálum sínum af einurð, þrautseigju og heiðarleika. FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN ÞAKKAR STUÐNINGINN Verum með fallegar tær í sumar! ll í NÝTT Bylting í meðferð á fótsveppi … – sveppasýkingarlyfið sem einungis þarf að bera á einu sinni! FÆST ÁN LYFSEÐILS Lamisil Once 1% húðlausn inniheldur 10 mg af terbínafíni (sem hýdróklóríð). Lamisil Once er einskammta meðferð við fótsvepp (tinea pedis). Ekki má nota Lamisil Once ef til staðar er ofnæmi fyrir terbínafíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Lamisil Once er eingöngu ætlað til útvortis notkunar. Lyfið er eingöngu ætlað til húð-meðferðar á fótum. Lamisil Once á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Lamisil Once. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið þar sem reynslu skortir af slíkri notkun. Lyfið á einungis að bera á einu sinni. Best er að bera Lamisil Once á húðina eftir sturtu eða bað. Lyfið verður að bera á báða fætur, jafnvel þótt einkenni sjáist einungis á öðrum fæti. Þetta tryggir algjöra eyðingu sveppsins. Hann getur leynst víðar á fótum þótt ekki sjáist nein merki um hann. Lamisil Once er mild lausn og ertir sjaldnast húðina. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarnar sem fylgja hverri pakkningu. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan, Kirkjulundi 17, 210 Garðabæ. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Sérskipaður serbneskur dómstóll sakfelldi í gær tólf menn fyrir að myrða fyrsta lýðræðislega kjörna forsætisráðherra Serbíu, Zoran Djindjic, 12. mars árið 2003. Réttarhöldin, sem hófust í desem- ber árið 2003, hafa dregist á lang- inn vegna skrifræðis og lagaflækja, morða á tveimur vitnum, afsagnar aðaldómara þegar mánuður var eftir af réttarhöldunum, og tilrauna eftirmanna Djindjic til að hafa áhrif á réttarhöldin. Milorad Ulemek, fyrrverandi yfirmaður sérsveitar serbnesku leynilögreglunnar, var dæmdur fyrir að hafa skipulagt árásina á Djindjic og Zvezdan Jovanovic, undirforingi í sérsveitinni, var dæmdur fyrir að vera sá sem skaut Djindjic. Báðir fengu þeir 40 ára fangelsisdóm sem er hámarksrefs- ing samkvæmt serbneskum lögum. Hinir tíu mennirnir fengu átta til 35 ára fangelsisdóma. Í dómsúrskurðinum sagði að tólf- menningarnir hefðu lagt á ráðin um að myrða Djindjic til að stöðva vestræna umbótastefnu hans, koma bandamönnum fyrrverandi forseta Serbíu, Slobodans Milosevic, aftur til valda og stöðva frekara framsal á grunuðum stríðsglæpamönnum til stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi. „Þetta var ekki venjulegt morð, þetta var pólitískt morð með það markmið að grafa undan stöðug- leika ríkisins,“ sagði yfirdómarinn Nata Mesarovic. Djindjic gegndi lykilhlutverki í atburðarásinni þegar Milosevic var komið frá völdum árið 2000. Síðar framseldi hann Milosevic til stríðs- glæpadómstólsins vegna aðildar hans í grimmdarverkum í stríðinu á Balkanskaga á tíunda áratugnum í kjölfar þess að Júgóslavía var leyst upp. Allir sakborningarnir utan einn neituðu við réttarhöldin að þeir hefðu átt aðild að morðinu. Fimm voru ekki viðstaddir réttarhöldin þar sem þeir hafa farið huldu höfði frá morðinu. Fyrir utan dómshúsið sló í brýnu milli nokkurra stuðningsmanna Djindjic og aðstandenda sakborn- inganna. Einn var handtekinn. Tólf sakfelldir fyrir morðið á Djindjic Morðingjar fyrsta lýðræðiskjörna forsætisráðherra Serbíu, Zoran Djindjic, voru sakfelldir í gær. Djindjic, sem gegndi lykilhlutverki þegar Milosevic var komið frá völdum, var skotinn til bana fyrir fjórum árum. „Pólitískt morð“ sagði í úrskurði. Þjónusta Strætó verð- ur skert í sumar og munu vagnar fyrirtækisins aka á hálftíma fresti frá 3. júní til 18. ágúst. Skerðingin kemur til vegna sparnaðar, far- þegafækkunar og manneklu. Leið 16 verður lögð niður en tvær nýjar hringleiðir teknar upp í Graf- arvogi. Leiðir 25 og 26 í Kópavogi verða einnig lagðar niður en tvær nýjar koma í staðinn. Þá verða kynntar tvær nýjar leiðir í Hafnar- firði en leið 21 verður lögð niður. „Þetta er vissulega þjónustu- skerðing. Við teljum hins vegar að við bætum þetta upp með betri þjónustu úti í hverfunum,“ segir Einar og bætir því við að það þekk- ist víðast hvar í Evrópu að þjónusta sé skert yfir sumartímann. „Þessar breytingar byggja á taln- ingum sem fóru fram haustið 2006 og nú í vor. Farþegafjöldinn er allt- af meiri á veturna en sumrin enda er stór hluti okkar farþega skóla- fólk,“ segir Einar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.