Fréttablaðið - 24.05.2007, Page 10

Fréttablaðið - 24.05.2007, Page 10
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, telur það skapa flokknum ný tækifæri að „svokallaðir pólar“ í íslenskum stjórnmálum séu nú sestir saman í ríkisstjórn. Þegar Fréttablaðið náði tali af Halldóri var hann á leið að hitta ráðamenn í Vilnius í Litháen og Moskvu í Rússlandi, í hlutverki sínu sem framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar. Spurður um sínar skýringar á óförum Framsókn- arflokksins í nýafstöðnum alþingiskosningum, segir Halldór engum blöðum um það að fletta að útkoman sé slæm. Hana telur hann að megi ekki síst rekja til þess að „á undanförnum árum hefur mikið verið gert í að skapa póla í íslenskri pólitík“. „Bæði hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking- in lagt áherslu á að þeir væru pólarnir í íslenskum stjórnmálum og fjölmiðlaumræðan á Íslandi hefur meira og minna gengið út á það,“ segir Halldór. „Öll uppsetning á stjórnmálaumræðu á Íslandi hefur gengið út á það að þarna væru tveir pólar. Fram- sóknarflokkurinn hefur oft lent á milli í þessari umræðu og ég tel að flokkurinn hafi mikla mögu- leika ef hann nýtir sér þá þegar þessir svokölluðu pólar ætla sér að starfa náið saman.“ Hann segist ekki í nokkrum vafa um að þessi nýja staða skapi ný tækifæri fyrir Framsóknarflokkinn. „Ég spái því nú að það muni margir þingmenn, þegar ég lít yfir sviðið, hlaupa fljótt út undan sér og reyna að losna undan ábyrgð á því sem þarf að gera,“ segir Halldór. „Því að ríkisstjórn kemst aldrei hjá því að gera ýmislegt sem ekki öllum líkar. Það verður fróðlegt að sjá Samfylkinguna þroskast í því hlutverki. Sjá hvernig henni tekst að ná aga á liðið.“ Spurður hvernig sér lítist á að Framsóknarflokk- urinn deili nú stjórnarandstöðubekknum með Vinstri grænum, segir Halldór það verða forvitnilegt að sjá. „Vinstri grænir hafa náttúrlega fyrst og fremst lagt áherslu á andstöðu við Framsóknarflokkinn en ekki ríkisstjórnina,“ segir hann. „Hvort þeir ætli að halda því áfram þegar flokkarnir eru saman í stjórnarandstöðu geri ég mér ekki grein fyrir. Mér finnst sérkennilegt hvernig þeir hafa haldið á málum. Þannig að ég átta mig bara ekkert á því hvers konar þroska þeir ætla að taka út við þessar aðstæður.“ Spurður um sínar skýringar á því hve útkoma flokksins var sérstaklega slæm í mesta þéttbýlinu, segir Halldór þar samverkandi ástæður að baki. „Pólariseringin í íslenskum stjórnmálum á þar ríkan þátt. Þá hafa ýmis vandamál sem flokkurinn hefur átt í sjálfur komið þar inn í. Svo hefur staða flokksins í fjölmiðlum verið afskaplega veik,“ segir hann. „Bæði í ríkisfjölmiðlum og eins í dagblöðun- um. Ég ætla ekkert að fara nánar út í það, en ég tel kannski alvarlegast hvernig Ríkisútvarpið hefur unnið á undanförnum árum. Hvernig það hefur í stórum málum tekið afstöðu, sem er ekki hlutverk þess,“ segir Halldór Ásgrímsson. Pólastjórnmál fóru illa með Framsókn Halldór Ásgrímsson segir hina nýju ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylking- ar vera ríkisstjórn pólanna í íslenskum stjórnmálum. Framsóknarflokkurinn hafi oft „lent á milli“ í „stjórnmálum pólanna“ en hafi nú mörg ný tækifæri. Guðni Ágústsson varð í gær formaður Framsóknarflokks- ins eftir afsögn Jóns Sigurðsson- ar. Var það mat Jóns að nauðsyn beri til að formaður flokksins sitji á Alþingi en sem kunnugt er náði hann ekki kjöri í kosningunum 12. maí. Greint var frá fyrirhugaðri afsögn Jóns á Stöð 2 á mánudag en í Fréttablaðinu daginn eftir sagði hann fréttir af andláti sínu stór- lega ýktar. Á fundi með blaða- mönnum í gærmorgun sagði Jón það hafa verið óhjákvæmilegt að bíða með opinbera tilkynningu þar sem ákvörðun um afsögn var enn í mótun. Ákvörðun hafi svo endan- lega verið tekin seinni part þriðju- dags. Guðni Ágústsson þakkaði Jóni góð störf í þágu Framsóknar- flokksins og sagði að helstu verk- efni væru að búa flokkinn undir framtíðina og veita ríkisstjórninni öfluga stjórnarandstöðu. Nýr varaformaður Framsóknar- flokksins verður kjörinn á mið- stjórnarfundi sem að líkindum verður haldinn innan fárra vikna. Jón Sigurðsson var kjörinn for- maður á flokksþingi í ágúst á síð- asta ári. „Nú sný ég mér að öðrum viðfangsefnum og fer að leita mér að vinnu,“ sagði Jón í gær. Guðni Ágústsson er fjórtándi formaður Framsóknarflokksins sem stofnaður var 1916. Fer að leita mér að vinnu SS hefur nú tekið ómakið af ömmum landsins og gert frábæra kindakæfu að hætti ömmu. Prófaðu þessa hefðbundnu og góðu kæfu og rifjaðu upp góðar stundir þegar fólk hafði meiri tíma. – sígild og bragðgóð á brauðið „Ég staðfesti að dæmin sem tiltekin voru eru byggð á staðreyndum,“ segir Gunnar V. Andersen, forstöðumaður eftirlits Tryggingastofnunar ríkisins (TR), um mál tveggja tannlækna sem til- tekin voru í umfjöllun hans á alþjóðlegri ráðstefnu um bóta- og tryggingasvik á þriðjudag. Tann- læknafélag Íslands hefur farið fram á við TR að fá upplýsingar um málin; hvar dómskjöl er að finna um þau og hvaða meðferð málin hlutu innan TR. Sigurjón Benediktsson, formað- ur Tannlæknafélags Íslands, segir tímabært og nauðsynlegt að ræða tryggingasvik og ráð gegn þeim hér á landi. „Hitt er svo annað mál að tryggingasvik, eins og aðrir glæpir, hljóta að enda fyrir dóm- stólum og sannist sekt hljóta menn að fá makleg málagjöld.“ Sigurjón segist ekki kannast við að tann- læknar hafi verið dæmdir fyrir tryggingasvik en tekur fram að hann hafi ekki aðgang að öllum þeim gögnum sem nauðsynleg eru til að fullyrða slíkt. Í umfjöllun Fréttablaðsins á þriðjudag voru málin reifuð. Þau fjölluðu annars vegar um mál þar sem tannlæknir sendi yfir hundrað reikninga fyrir meðferð á nær tannlausum manni og hins vegar um tannlækni sem sendi fjölda tilhæfulausra reikn- inga yfir langt tímabil. Fréttablaðið hefur óskað eftir nánari upplýsingum um málin frá TR. Ég spái því nú að það muni margir þing- menn, þegar ég lít yfir sviðið, hlaupa fljótt út undan sér og reyna að losna undan ábyrgð.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.