Fréttablaðið - 24.05.2007, Síða 16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“ Leitar sílamávseggja í Akrafjalli
Flótti í neyð Ýkjur en ekki lygi
Spennandi að
sjá framhaldið
„Ég bauð nú bara í þetta til að hafa
eitthvað að púsla við á eldri árun-
um,“ segir Karl, sem átti hæsta
boð í útboði Ríkiskaupa á
héraðskólanum á
Núpi í Dýrafirði.
Tilboð Karls í
Núp er 48,1 milljón króna. Bygg-
ingarnar eru samtals 4.005 fer-
metrar og þeim fylgir sex hektara
eignarland. Um er að ræða hús-
næði fyrir heimavist, kennslustof-
ur, mötuneyti, sjö íbúðir, sundlaug,
íþróttahús og geymslur. Bruna-
bótamatið er 565,5 milljónir króna
og fasteignamatið 72,3 milljónir.
Skólahald í héraðsskólanum var
aflagt árið 1992. Hótel hefur verið
rekið þar í byggingunum flest
sumur síðan. Útséð virðist um
framhald hótelrekstursins ef
marka má Karl.
„Ég get ekki sagt um fram-
haldið af því annað en það er,
held ég, vonlaust mál. Okkur reikn-
ast það til. Þessi hótelrekstur hefur
verið ákaflega daufur og við hyggj-
umst ekki halda honum áfram. Við
ætlum að fara inn á aðrar brautir,“
segir Karl, sem ekki vill að svo
stöddu skýra nánar frá fyrirætlun-
um sínum á Núpi.
„Ég get varla sagt frá því á þessu
stigi málsins. Og ef til kæmi þá
koma synir mínir inn í það. En við
erum alla vega með breytingar í
huga,“ segir Karl.
Samkvæmt upplýsingum frá
Ríkiskaupum þarf samþykki bæði
menntamálaráðuneytis og fjár-
málaráðuneytis til að tilboði Karls
verði tekið. Verði af sölunni mun
Karl eiga nánast allar byggingar á
staðnum því í fyrrasumar keypti
hann barnaskólann á Núpi af rík-
inu.
Héraðskólinn á Núpi var settur
á laggirnar árið 1937. Áður hafði
þar verið unglingaskóli frá því
1907. Innbú í mötuneyti og heima-
vist fylgir með í sölunni nú en
munir sem tengjast sögu skólans
eru þó undanskildir.
Eins og áður segir er Karl harm-
ónikkuleikari og tónlistarkennari.
Hann hóf að leika fyrir dansi
aðeins tíu ára gamall. Sjálfur er
hann ættaður af Melrakkasléttu og
segist aðspurður engin tengsl hafa
við Núp frá fornu fari. „Ég bara
einhvern veginn dróst að þessu og
get hvorki sagt þér eða mér sjálf-
um vegna hvers helst, en það er
mjög fallegt þarna.“
Harmónikkuleikari kaupir
héraðsskólann í Dýrafirði
Karl Jónatansson, harmónikkuleikari og tónlistar-
kennari, átti hæsta boð í eignir héraðskólans á Núpi
í Dýrafirði, 48 milljónir króna. Karl sem í fyrra
keypti barnaskólann á Núpi, boðar breytingar á
staðnum. Hótelrekstur í núverandi mynd sé von-
laus. Karl er 83 ára gamall.