Fréttablaðið - 24.05.2007, Page 24

Fréttablaðið - 24.05.2007, Page 24
[Hlutabréf] Hagnaður Alfesca nam 1,3 millj- ónum evra, jafnvirði 109 milljóna íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er þriðji rekstrarfjórðungur félagsins. Af- koman er talsvert betri en á sama tíma í fyrra þegar hagnaðurinn nam 524 þúsundum evra, 43,9 millj- ónum króna. Rekstrarhagnaður félagsins nam 7,2 milljónum evra, 602,7 milljónum íslenskra króna, tíma- bilinu. Það er 28,6 prósenta aukn- ing á milli ára. Xavier Govare, forstjóri Alfes- ca, var mjög ánægður með afkom- una á uppgjörsfundi í gærmorgun. Sagði hann stöðugt verð á laxi og góða sölu á fullunnum réttum eiga átt stóran hlut að máli. Govare sagði Alfesca skoða nú stór fyrirtækjakaup á þessu ári. Hann neitaði að tjá sig nánar um málið að öðru leyti en því að fyr- irtækið er í Evrópu og með álíka mikla veltu og Alfesca á síðasta ári, 600 milljónir evra, jafnvirði 50 milljarða króna. Muni velta Al- fesca tvöfaldast við þetta. Þá er horft til þess að með kaupunum verði til fimmta vörulínan frá Al- fesca á eftir reyktum laxi, smur- réttum, blini-kökum og rækjum, að hans sögn. Alfesca skoðar stór fyrirtækjakaup Frá því að Landsbankinn hrinti breska innlánareikningnum Icesa- ve af stokkunum í október í fyrra hafa yfir áttatíu þúsund viðskipta- vinir lagt inn þrjá milljarða punda, jafnvirði 370 milljarða króna. Bankinn greip til þeirra aðgerða að auka innlán þegar aðgengi ís- lensku bankanna að alþjóðleg- um fjármálamörkuðum versnaði snemma á síðasta ári. Nú er Ic- esave orðin ein af meginstoðum í fjármögnun bankans og námu inn- lán til að mynda 62 prósentum af heildarútlánum í lok fyrsta árs- fjórðungs samanborið við 34 pró- sent í upphafi árs 2006. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir í tilkynningu frá bankanum að eftir skuldabréfa- útgáfu í Evrópu fyrir rúmri viku sé álag á skuldatryggingar (CDS) bankans komið í sögulegt lágmark. Álagið í gær var átján punktar, sem er það lægsta sem hefur sést eftir að markaður með skuldatrygging- ar íslenska bankanna myndaðist í ágúst 2005. Þrír milljarðar punda í innlán Álag á skuldir Landsbankans það lægsta sem sést hefur. Peningaskápurinn ... Móðurfélag Atorku Group hagn- aðist um þrjá milljarða króna eftir skatt á fyrsta ársfjórðungi. Í tilkynningu félagsins kemur fram að hagnaður samstæðunn- ar á tímabilinu hafi verið 459 milljónir króna. Félagið birtir bæði móðurfé- lagsuppgjör og samstæðuupp- gjör sem gerð eru í samræmi við alþjóðlega reikningsskila- staðla IFRS. Atorka er fjárfest- ingarfélag og áréttar að móð- urfélagsreikningurinn endur- spegli afkomuna. Þannig námu heildareignir móðurfélagsins í lok mars 51,1 milljarði króna, en samstæð- unnar 100,5 milljörðum. Í tilkynningu félagsins segir Magnús Jónsson forstjóri árið hafa byrjað mjög vel. „Breytt áhersla í fjárfestingum er farin að bera árangur og hafa fjár- festingarverkefni félagsins gengið vel. Mikill vöxtur er fyr- irséður hjá Jarðborunum og í júní kemur nýr bor til landsins sem mun koma inn í rekstur fé- lagsins á seinni hluta ársins.“ Þá segir hann rekstur Promens hafa farið vel af stað. Hagnast um þrjá milljarða Fjárfestirinn Pálmi Haraldsson gerði í gær tilboð í nær allt hlutafé stofnanda danska fasteignafélagsins Keops, Ole Vag- ner, í félaginu. Þetta kemur fram á vefsíðu Børsen. Vagner samþykkti tilboð Pálma upp á 24 danskar krónur á hlut. Kaup- verðið verður því um 1,3 milljarðar danskra króna. Það nemur um 14,6 milljörðum íslenskra króna. Eftir kaupin mun Pálmi eiga í kringum 32 prósenta hlut í félag- inu og verður hann stærsti hluthafi þess. Pálmi gerir ekki ráð fyrir að setjast í stjórn félagsins sjálfur. Líklega muni einhver af samstarfs- mönnum hans gera það fyrir hans hönd. Eftir kaup Pálma ráða Íslending- ar 61 prósenti af Keops. Baugur á 29 prósenta hlut í félaginu. Hluta- bréf í Keops hækkuðu um 15,1 pró- sent í kauphöllinni í Kaupmanna- höfn innan dagsins í gær. Stærstur í Keops Viðræður eru hafnar milli stjórn- arformanna Byrs og Sparisjóðs Kópavogs um sameiningu spari- sjóðanna. Byr er annar stærsti sparisjóður landsins en SPK sá fimmti stærsti. Samanlagðar eign- ir sjóðanna eru nú um 130 millj- arðar króna en Byr er þó tölu- vert stærri. Ekki liggur fyrir hver skiptihlutföll verða en varlega má áætla að Byr sé metinn á 85 pró- sent í sameinuðum sjóði. Gagnkvæm eignatengsl eru á milli sparisjóðanna. Byr á tæp fjögur prósent stofnfjár í SPK sem á svo um 2,1 prósent í Byri. „Báðir aðilar fara af heilum hug í þessar viðræður,“ sagði Birg- ir Ómar Haraldsson, stjórnarfor- maður SPK, við Fréttablaðið. Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnar- formaður Byrs, segir að sparisjóð- irnir falli vel að hvor öðrum; Byr með sín útibú í Reykjavík, Garða- bæ og Hafnarfirði og SPK í Kópa- vogi. „Það er undirliggjandi mikill áhugi að klára þetta.“ Samtals reka sparisjóðirnir níu útibú á höfuðborgarsvæðinu. Sameining Byrs og SPK í farvatninu Úrvalsvísitalan hélt áfram að hækka í gær og náði hún nýjum methæðum í 8.131 stigi í 22,7 milljarða viðskiptum. Þar með hefur hún hækkað um 26,8 prósent á árinu, þar af um 3,5 prósent eftir kosn- ingar. Þrjú Kauphallarfélög hafa hækk- að um meira en helming á árinu, Atlantic Petroleum, um 96 prósent, Vinnslustöðin um 84 prósent og Exista um rúm fimm- tíu prósent. Margir fjárfestar búast við að væntan- leg 176 milljarða króna yfirtaka Björgólfs Thors Björgólfssonar í Novator á Acta- vis nái fram að ganga en á markaði sjást þau merki að hluthafar séu farnir að end- urfjárfesta í bönkum og rekstrarfélögum fyrir þann pening sem þeir fá fyrir bréf sín. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa bankar keypt hlutabréf af fjárfestum í Actavis sem gefur þeim síðarnefndu færi á að endurfjárfesta innanlands, til dæmis í íslenskum hlutabréfum. Talið er að allt að 100 milljarðar króna gætu farið til endurfjárfestinga innanlands - það er ef Novator tekur yfir Actavis. Þarna vinnst tvennt: Bankinn, sem fjármagnar sig til tiltölulega ódýrt, fær til sín aukin viðskipti. Kúnninn sparar sér tíma á því að selja hlut sinn í Actavis núna í stað þess að bíða eftir greiðslum vegna hugsanlegrar yfirtöku. Það sem hefur ekki síður áhrif á hluta- bréfamarkaðinn er styrking krónunnar. Krónan styrktist um hálft prósent í gær og fór gengisvísitalan niður fyrir 113 stig í fyrsta skipti síðan snemma í mars 2006. Krónan hefur styrkst verulega í maímán- uði eða um rúm fjögur prósent. Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) út krónubréf að verðmæti fjórir milljarðar króna í gær en annars hefur krónubréfaútgáfa verið róleg í mán- uðinum að sögn greiningardeildar Kaupþings. Líkleg yfirtaka á Actavis er farin að setja svip sinn á markaðinn og sumir fjár- festar eru farnir að endurfjárfesta. Krónan hefur styrkst nær látlaust í maí. 26.888 kr. Réttu tækin í þrifin Háþrýstingur á bílinn, stéttina og húsið Tilboðið gildir út maí 2007 eða meðan birgðir endast. R V 62 34 B Bjarnþór Þorláksson bílstjóri RV Rekstrarvörur 1982–200725ára Vortilboð 2007 Nilfisk-ALTO háþrýstidælur Nilfisk-ALTO C100 4-5 Dæluþrýstingur: 100 bör. Vatnsmagn: 320 l/klst. 7.888 k r. Nilfisk-ALTO E140 1-9 S X-tra Dæluþrýstingur: 140 bör. Vatnsmagn: 500 l/klst.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.