Fréttablaðið - 24.05.2007, Side 33
Sumarið nálgast og að vanda flæða nýjungar inn
á snyrtivörumarkaðinn hér eins og annars staðar.
Hver um sig keppast framleiðendur við að senda
frá sér nýja hrukkubana, töflur og krem til að
undirbúa sólarferðir. Fínustu merkin hafa verið að
framleiða ný hrukkukrem sem eiga að hafa ótrúleg
áhrif sem aldrei áður en eru um leið miklu dýrari en
þekkist (Chanel, Helena Rubinstein, Lancôme). Síð-
ast en ekki síst er það sem tröllríður markaðnum
frá því í fyrra, krem og áburðir sem eiga að eyða
fitunni undir húðinni í kringum maga, rass og læri.
Það ótrúlega er að svo virðist sem sum þeirra virki.
Það er í það minnsta niðurstaða neytendablaðs hér
í Frakklandi ,,60 millions de consommateurs“ en
þar segir að sum af þessum fitubrennslukremum
geti minnkað mjaðmamál eða læri um nokkra senti-
metra. Þessi krem eiga að auka brennslu og örva
frumurnar eða minnka fitusöfnun. Ekki svo lítið
þegar bikiní-tímabilið nálgast óðfluga.
Það er löngu þekkt staðreynd að sól í óhófi skemmir
húðina og veldur hrukkum, þess vegna er mikilvægt
að vernda húðina í sólinni. En almenningur leitar
sömuleiðis sífellt meira í allskyns brúnkukrem til
að bjarga andlitinu þegar hitinn hækkar og fötum
fækkar en húðin hefur enn mjólkurlit vetrarins. Eitt
af fjölmörgum nýjungum á markaðnum er sturtugel
frá Aquatéal sem er notað eins og venjulegt sturtu-
gel en gerir húðina brúna á eftir. Því er ekki lag af
kremi á húðinni eftir notkun heldur er hægt að skella
sér í föt strax eftir sturtuna og hlaupa út. Auðvitað
endist gervibrúnkan tarkmarkað en í það minnsta er
húðinni hlíft við hættulegum geislum.
Sífellt fleiri reyna nú ýmsar nýjungar til að
grennast án megrunar eða örva húðina til að
endurnýja sig og prófa jafnvel meðferðir til að
fá fitufrumurnar til að bólgna og springa. Um er
að ræða nokkrar mismunandi aðferðir. Til dæmis
einskonar kefli sem er rúllað fram og aftur yfir
húðina til að örva húðfrumurnar og losa varlega
húðina frá fitulaginu. Önnur aðferð er að nota
ómbylgjur (Ultrashape) sem er ein af fáum
megrunaraðferðum sem eyðir fitufrumum þar sem
engin skurðaðgerð er nauðsynleg, eins og til dæmis
við fitusog. Vandamálið er þó að þessi aðferð hentar
þeim ekki sem hafa að minnsta kosti 3 sentimetra
af vöðva og hún virkar ekki heldur fyrir þá sem
eiga við alvarleg offituvandamál að stríða. Sú síð-
asta er að sprauta efni inn í fitulagið sem sprengir
fitufrumurnar sem síðan er fylgt eftir með ,,infra-
rauðum“ geisla sem á að koma í veg fyrir að þær
vaxi að nýju (médisculpture).
bergthor.bjarnason@wanadoo.fr
ÚTSALA
20-50%
AFSLÁTTUR AF
SKARTGRIPUM, ÚRUM
OG ROSENDAHL
GJAFAVÖRU.
Laugarvegur 49 · Sími 561 7740
Stærðir: 27 - 35
4.690 kr.
Stærðir 27 - 35
4.690 kr.
Stærðir 27 - 35
5.890 kr.
Stærðir 21 - 26
5.990 kr.
Stærðir 21 - 26
5.390 kr.
Sportlegar
dragtir
Sumaropnun: 10-18 virka daga
11-15 laugardaga
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
FYRSTUR
MEÐ
FRÉTTIRNAR
www.visir.is