Fréttablaðið - 24.05.2007, Side 38

Fréttablaðið - 24.05.2007, Side 38
 24. MAÍ 2007 FIMMTUDAGUR2 fréttablaðið gott á grillið Flestir eru vanir því að grillaðar séu steikur, pylsur, fiskur eða annað slíkt og dettur líklega fátt í hug fyrir þá sem ekki borða kjöt. Helga Mogensen hjá Manni lifandi kann góðar lausnir á því og töfraði fram þessa fínu grillveislu grænmetisætunnar. SUÐRÆNT OG SEIÐANDI Á GRILLIÐ 3 stk. rauðrófur skornar í lengjur 4 gulrætur skornar í lengjur 2 tsk. rauðar paprikur skornar í lengjur 2 stk. fennel skorin í lengjur 1 msk. smátt saxaður hvítlaukur 1 msk. smátt söxuð steinselja ásamt söxuðum kóríander 1/4 tsk. grófur pipar 1 msk. sítrónusafi 1 bolli ólífuolía 1/3 bolli balsamedik 1 msk. sojasósa Penslið grænmetið rétt áður en það er grillað. Snúið grænmetinu og penslið á ný rétt áður en það er borið fram. Gott að strá yfir grænmetið um það bil 200 g af rifnum, krydduðum geitaosti. HEIMATILBÚIN MAJONES SÍTRÓNUSÓSA Góð með öllum grillmat Safi úr tveimur sítrónum 1 egg 2-3 msk. vatn 1 bolli ólífuolía, dökk og lífræn 1/2 tsk. gróft salt hnífsoddur af cayenne-pipar má bæta við sterku sinnepi Sítrónusafinn, eggið og 1 msk. af vatni sett í matvinnsluvél. Ólífuolíu blandað varlega saman við þar til sósan þykknar. Bætið 1 msk. af vatni í einu út í sós- una þar til hún er mátulega þykk. Salt og cayenne-pipar hrært saman við Geymið í kæli í nokkurn tíma þar til borið er fram. Sósan er mjög góð með grænmetis- réttum, fiski og grilluðu kjöti. GRILLAÐUR ANANAS 1 stór ananas, hreinsaður og skorinn í sneiðar 1/2 bolli agavesýróp 1/4 bolli appelsínusafi 1 msk. lime-safi Lífrænar ristaðar kókosflögur til að strá yfir ásamt Vega soja ís. Ananasinn grillaður í um það bil fimm mínútur. Hristið saman sýrópið og safana og setjið yfir ávöxtinn þegar búið er að grilla hann. Sósan á að vera þykk. Skreytið með ristuðum kókosflögum og myntublöðum. HRÁ GRILLSÓSA Góð á grænmeti og kjöt 3 stk. tómatar 2 msk. miso 2 msk. hunang 1 tsk. ferskur chilli, smátt skorinn Grófskerið tómatana og setjið allt hráefnið í matvinnsluvél. Hrært þar til sósan er þykk og jöfn. Gott með grillkjöti og fer einnig vel með kexkökum. GÚRKUSALAT Í JÓGÚRTSÓSU 1 stk. gúrka skorin í fingurstærð og blandað við sósuna. Sósa: 1-2 dósir hrein, lífræn jógúrt. 2 pressaðir hvítlaukar (má sleppa) salt og pipar safi úr 1/2 sítrónu smá olía Smátt saxað myntulauf sett saman við KJÚKLINGABAUNASALAT MEÐ MÖNDLUM OG FRÆJUM FYRIR FJÓRA 2 dl blönduð fræ. Sólblómafræ, graskerjafræ og möndlur 1 dós kjúklingabaunir 100 g sólþurrkaðir tómatar, saxaðir 1 msk. extra virgin ólífuolía 1 poki klettasalat safi af 1/2 lífrænni sítrónu eða lime hnífsoddur af kanil nýmalaður svartur pipar Ristið fræin, saxið tómatana. Blandið klettasalati, baunum, tómötum og kryddunum í skál og skreytið með kanil. FLJÓTLEG PIZZA FYRIR BÖRNIN Tómatsósa með grænmeti í dós, Il nutrimento, smurð yfir tilbúinn pizzubotn. Sveppum og paprikustrimlum dreift yfir og loks góður ostur og skellt á grillið. Grillað fyrir grænmetisætur Grillaður ananas með kókosflögum. Helga Mogensen stendur við grillið með dýrindis grænmeti. Askalind 4, Kóp - Sími 554-0400 3 brennarar úr pottjárni Grillgrindur úr pottjárni Emelerað lok m. hitamæli Viðargrind á hjólum Steikarplata, grind í loki Skúffa fyrir fitu Þrýstijafnari fylgir Grillflötur 64 x 49 cm Öflugt gasgrill 16,5 kw/h VERÐ ÁÐUR 34.900 29.900

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.