Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.05.2007, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 24.05.2007, Qupperneq 40
 24. MAÍ 2007 FIMMTUDAGUR4 fréttablaðið gott á grillið Marinering bragðbætir, gerir matinn safaríkari, mýkir eða stinnir, allt eftir því sem við á. Nanna Rögnvaldardóttir er flest- um matgæðingum kunnug, enda er hún eins konar alfræðiorða- bók um mat ef svo mætti kalla og fæst nú helst við að þýða og skrifa matreiðslubækur fyrir Eddu út- gáfu. Fréttablaðið hafði samband við Nönnu og þáði upplýsingar úr þekkingarbrunni hennar um gildi og tilgang þess að marinera grill- mat. „Megintilgangurinn með því að leggja grillmat í kryddlög er tví- þættur: Annars vegar að gefa honum aukið bragð, hins vegar er verið að gera hann meyrari og ef til vill stinnari eða safaríkari,“ segir Nanna og bendir á að aðal- hráefnunum í flestum mariner- ingum megi skipta í þrjá flokka: 1) einhvers konar olía eða önnur feiti 2) eitthvað súrt, til dæmis edik, sítrussafi eða jógúrt 3) krydd, kryddjurtir og aðrir bragðgjafar. „Ef verið er að hugsa um bragðið fyrst og fremst er hægt að nota hvaða kryddblöndu sem er og blanda henni saman við einhvern vökva sem getur til dæmis verið olía eða olíu/ediksblanda, tómat- mauk, rauðvín eða eitthvað annað. Ef ætlast er til þess að kryddlög- urinn geri hráefnið meyrara þarf að koma til eitthvað sem brýtur niður ensímin og þá erum við til dæmis að tala um edik, sítrussafa, jógúrt, vín og suma ávexti eins og ananas og kíví. Oft er tilgangur- inn líka tvíþættur og þá er tilval- ið að nota kryddlög sem inniheld- ur bæði olíu og sítrónusafa eða edik, en sítrussafi og edik þurrka hráefni og olían gerir það safarík- ara,“ segir Nanna. „Þegar grilla á fisk sem er ekki mjög stinnur er gott að nota ein- hvern sítruskryddlög til að gera hann þéttari í sér en þá þarf að gæta þess að hafa fiskinn ekki of lengi í leginum því að sítrussafinn „eldar“ fiskinn smám saman og ef hann er grillaður eftir að hafa legið lengi í slíkum legi er hætt við að hann verði allt of þurr og ofsteiktur. Ekki er heldur gott að salta kryddlög sem matur á að liggja í því að saltið dregur út safa úr hráefninu,“ segir hún og tekur fram að betra sé að salta rétt áður en maturinn fer á grillið. „Yfirleitt á matur að standa í kæli á meðan hann marinerast en svo er gott að taka hann út um hálftíma áður en hann fer á grillið því það á aldrei að setja neitt ís- kalt á grillið og oftast er best að strjúka og jafnvel skafa marin- eringuna af áður en maturinn er settur á grillið. Þetta gildir ekki síst ef marineringin er sæt (til dæmis barbecue-sósa) því annars brennur sykurinn mjög fljótt. Svo má pensla kjötið aftur með marin- eringunni skömmu fyrir lok grill- tímans (þó ekki síðustu 2-3 mín- úturnar). Þurrkaðar kryddjurtir brenna líka oft mjög fljótt. Ef hrá- efnið hefur legið í „blautri“ mar- ineringu, það er að segja mariner- ingu sem inniheldur mikinn vökva (annan en olíu) er jafnvel gott að þerra það lauslega með eldhús- pappír ef maður vill að það brún- ist því blautt yfirborð brúnast ekki auðveldlega,“ segir Nanna og bendir að lokum á að mariner- inguna má oft nota sem sósu, eða grunn í sósu, fyrir grillmatinn en að þá þurfi alltaf að sjóða hana í að minnsta kosti 5 mínútur. mhg@frettabladid.is Gefur matnum aukið bragð Matgæðingurinn Nanna Rögnvaldar- dóttir er fjölfróð um marineringar á grillmat. Nanna: „Ef verið er að hugsa um bragðið fyrst og fremst er í sjálfu sér hægt að nota nokkurn veginn hvaða kryddblöndu sem er og blanda henni saman við einhvern vökva sem getur til dæmis verið olía eða olíu/ediksblanda, tómatmauk, rauðvín eða annað.“ MYND/GETTYIMAGES EINFÖLD GRUNNMARINERING FYRIR FLESTAR TEGUNDIR AF GRILLMAT: 5 msk. olía (ég nota ISIO-4 eða ólífuolíu) 2 msk. sítrónusafi, nýkreistur 1 msk. balsamedik (má sleppa) 2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt nokkrar timjangreinar, saxað- ar eða ½ tsk. þurrkað timjan söxuð blöð af 1 rósmarín- grein nýmalaður svartur pipar, salt Öllu nema saltinu blandað saman og hráefnið látið liggja í því í kæli. Það er svo saltað rétt áður en það er sett á grillið. ÞUMALPUTTAREGLUR UM HVE LENGI MATUR Á AÐ LIGGJA Í KRYDD LEGI: Fiskur í flökum og sneiðum ½-1 klst. Heill fiskur (t.d. silungur) 1-2 klst Lambakjöt, nautakjöt 3-6 klst Svínakjöt 2-4 klst Kjúklingur 1-4 klst Grænmeti 1-2 klst Sé maturinn lagður í kryddlög í ílát úr málmi getur komið málmbragð. Ílát úr plasti, gleri eða leir henta betur. Ef kryddlögurinn flýtur ekki yfir matinn þarf að snúa honum nokkrum sinnum á meðan hann marinerast. Einnig má setja allt í plastpoka, loka honum vel og snúa honum nokkrum sinnum á meðan maturinn marinerast.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.