Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.05.2007, Qupperneq 69

Fréttablaðið - 24.05.2007, Qupperneq 69
Hinn fullkomni glæpur hefur lengi heillað framleiðendur í Hollywood og nægir þar að nefna Dial M for Murder eftir meistara Hitchcock. Siðferðispostularnir sem öllu stjórna bak við tjöldin í kvikmynda- borginni koma þó yfirleitt í veg fyrir að slíkt nái brautargengi enda er það ekki kvikmyndinni til fram- dráttar að glæpamenn komist upp með verknað sinn. Fracture kemst ansi nærri því að láta formúluna virka. Myndin segir frá verkfræðingnum Ted Craw- ford sem kemst á snoðir um fram- hjáhald ungrar eiginkonu sinnar með gíslatökusamningamanninum Rob Nunally. Crawford ákveð- ur að launa konu sinni lambið gráa og skýtur hana. Málið virðist borð- leggjandi fyrir saksóknarann Willy Beachum, sem hyggst ganga til liðs við einkarekna lögmannastofu. Játning liggur fyrir og verkfræð- ingurinn hyggst verja sig sjálfur fyrir dómi. En Crawford lumar á nokkrum trompum uppi í erminni sem eiga eftir að gera málarekstur- inn ögn flóknari en Beachum hafði gert ráð fyrir. Leikstjórinn Gregory Hoblit sýndi það með Primal Fear að hann hefur hæfileikann til að stjórna „flóknum“ söguþræði og bregst ekki bogalistin að þessu sinni. Fracture byggist að mestu leyti á samskiptum Beachum og Crawford og gengur sá hluti myndarinnar fullkomlega upp, er bæði útsmog- inn og hnyttinn. Aðrar persónur eru nánast óþarfa krúsídúllur. Sumar draga jafnvel myndina niður að undanskildum ríkissaksóknaranum Joe Lobruto í meðferð gæðaleikar- ans Davids Strathairn. Ted Crawford er sem leir í hönd- unum á Anthony Hopkins. Þetta er hlutverk sem hann veldur manna best og fáir komast með tærnar þar sem hann hefur hælana í að leika miðaldra, sjálfsörugga en snarbil- aða menn. Ryan Gosling virkar vel í hlutverki hins sjálfumglaða Bea- chum sem fær kærkomna rass- skellingu og áttar sig á sjálfhverfu sinni og ofuregói. Fracture er á köflum skemmti- lega skrifuð sakamálamynd þar sem samleikur þeirra Hopkins og Goslings slær allt annað út. Plottið gengur ágætlega upp þó að hver sem er gæti ef til vill sagt fyrir um lokin. Ágætis Hopkins-spennumynd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.