Fréttablaðið - 25.05.2007, Síða 25

Fréttablaðið - 25.05.2007, Síða 25
Icelandair Cargo og Icelease, dótt- urfyrirtæki Icelandair Group hafa samið við Avion Aircraft Trading um leigu og kaup á fjórum nýjum Airbus A330-200 fraktflugvélum. Icelandair Cargo leigir tvær vél- anna beint frá Avion en Icelease kaupir tvær og leigir áfram til Ice- landair Cargo. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair verða tvær flugvélar afhentar vorið 2010 og hinar ári síðar. Áætlaðar árstekjur af rekstri þotnanna fjögurra eru sagðar um 15 til 18 milljarðar króna. Stefnt er að því að snúa við hlut- föllunum í rekstri Icelandair Cargo á næstu árum, en núna koma um 80 prósent af veltunni frá starf- semi sem tengist Íslandi en um fimmtungur af öðrum mörkuð- um. Að sögn Péturs J. Eiríksson- ar, framkvæmdastjóra Icelandair Cargo, er einkum horft til aukn- ingar verkefna í Kína, Indlandi og á Persaflóasvæðinu og tengingar um safnflugvöll í Evrópu við Ísland og Norður Ameríku. „Keflavíkur- flugvöllur verður einnig safnvöll- ur og tengjast gegnum hann borg- ir í Bandaríkjunum og Kanada við lykilmarkaði í Evrópu,“ segir hann og reiknar með að þrefalda vöru- flæði og tekjur af flutningum um flugvöllinn. A330-200 fraktvélin fer í fram- leiðslu síðla árs 2009 og verður Icelandair Cargo einn fyrsti not- andinn í heiminum. Vélin hefur á að skipa 50 prósentum meira rými en Boeing 757-200 vélarnar sem fyrirtækið notar nú hafa og mun meiri flugdrægni. „Hreyfl- ar eru hljóðlátari og menga minna en hreyflar almennt auk þess sem eldsneytiseyðsla er minni,“ segir Icelandair. Skráð listaverð flugvél- anna hjá Airbus er um 130 milljón- ir bandaríkjadala, eða rétt rúmir 8 milljarðar króna miðað við gengi dagsins. „Aðeins heilbrigð og arðbær fyrirtæki geta fjárfest í nýjustu og hagkvæmustu flugvélunum og þessi viðskipti sýna þann slagkraft og skýru framtíðarsýn sem býr í fyrirtækjum Icelandair Group,“ segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri félagsins. Icelandair Cargo rekur nú fimm Boeing 757-200 fraktvélar og stefn- ir að því að fjölga þeim um eina til tvær fram að afhendingu A330 vél- anna. Eftir það verða tegundirnar tvær reknar samhliða um óákveð- inn tíma. Kaupa og leigja nýja tegund Airbus-véla Icelandair Cargo stækkar með nýjum langfleygum breiðþotum af gerðinni Airbus A330-200. HB Grandi var rekinn með 2,4 milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi sem er mikill við- snúningur frá fyrra ári þegar tap félagsins nam 1.337 milljónum króna. Tekjur félagsins voru 4.670 millj- ónir króna og hækkuðu um 27 pró- sent á milli ára. Auknar tekjur skýr- ast einkum af góðri loðnuvertíð og veikari krónu. Meðalgengisvísitala fjórðungsins var ellefu prósentum hærri en á sama tíma 2006. Rekstr- arhagnaður fyrir afskriftir (EBIT- DA) var 1.478 milljónir króna án söluhagnaðar af Engey sem er um 31,6 prósent af rekstrartekjum. Í fyrra var „EBITDA“ 760 milljónir eða 20,7 prósent. Þriggja milljarða viðsnúning- ur varð á fjármagnsliðum á milli ára. Félagið var með hreinar fjár- magnstekjur upp á 1.136 milljón- ir aðallega vegna styrkingar krón- unnar frá áramótum, samanborið við tveggja milljarða króna fjár- magnsgjöld árið áður sem rakið er til falls krónunnar í febrúar. Hagnaðist á sterkri og veikri krónu HB Grandi fer úr tapi í 2,4 milljarða króna hagnað. Fyrirtæk- ið Hagar, sem meðal annars rekur Bónus, Hagkaup og fleiri verslanir, skil- aði hagnaði upp á 417 milljónir króna á síðasta rekstrarári, sem stóð frá mars í fyrra til loka febrú- ar í ár. Þetta er rúmlega helmings- lækkun á milli ára en í fyrra nam hagnaðurinn 997 milljónum króna. Í ársuppgjöri Haga kemur fram að rekstrarhagnaður fyrir afskrift- ir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 2.074 milljónum króna, sem er tæp þreföldun á milli ára. Í uppgjörinu segir að bati hafi verið á rekstri Haga en afkoman sé ekki ásættanleg til lengri tíma litið. Hafi stjórnendur væntingar um betri rekstur á árinu. Búast við góðu ári Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins hefur ákveðið að taka upp reglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar. Reglurnar fela í sér að þátttakendur skuldbinda sig til að taka tillit til umhverfislegra og félagslegra þátta við fjárfestingar sínar, auk þess sem lögð er áhersla á góða stjórnarhætti fyrirtækja sem fjárfest er í. Þorbjörn Guðmundsson, for- maður stjórnar Sameinaða líf- eyrissjóðsins, segir að innleið- ing reglnanna muni ekki hafa í för með sér miklar breytingar á núverandi starfsháttum lífeyris- sjóðsins. Starfsreglur hans falli þegar nokkuð vel að þessu um- hverfi. Fyrst og fremst sé verið að formfesta vinnureglur sem hafi já- kvæð áhrif á markaðinn til lengri tíma litið. „Við munum gera öllum fjárvörsluaðilum okkar grein fyrir þessari stefnu. Við munum fara fram á að þeirra vinnubrögð falli að þessum reglum. Ef kæmi í ljós að þeir gera það ekki förum við fram á að þeir lagfæri það. Geri þeir það ekki mun sjóðurinn huga að því að færa fjármunina til.“ Þorbjörn segir stjórn lífeyrissjóðsins sann- færða um að gerðar verði auknar kröfur til lífeyrissjóða á sviði sam- félagslegrar ábyrgðar á næstu árum. Stjórnend- ur sjóðsins vilji vera á undan þeirri þróun og þróa aðferð- irnar við innleiðinguna sjálfir. Þá segir hann að rannsóknir bendi til þess að sjóðir sem hafa tileinkað sér þessi vinnubrögð fái jafngóða eða jafnvel betri ávöxtun til lengri tíma. „Við lítum því ekki þannig á að við séum að draga úr möguleikum sjóðs- ins til ávöxtunar.“ Tveir íslenskir lífeyris- sjóðir hafa þegar tekið upp reglur Sameinuðu þjóð- anna. Það eru Lífeyrissjóð- ur VR og Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna. Þá hafa margir af stærstu lífeyris- sjóðum Vesturlanda þegar viðurkennt reglurnar. Einungis ábyrgar fjárfestingar Það er auðvelt að finna ljúffengt, fitulétt SS álegg í verslunum því umbúðirnar eru nú sérstaklega auðkenndar á áberandi hátt með áletruninni LÉTT ÁLEGG. Tegundirnar eru mun fleiri en hér eru sýndar og þeim á eftir að fjölga enn frekar. Líttu eftir ljúffenga SS létt álegginu í næstu verslun – og taktu lífinu létt. Kjúklingaálegg Sumir vilja bara þetta álegg og ekkert annað. Það er ástæða fyrir því! Skinka Möguleikarnir eru endalausir. Prófaðu eitthvað nýtt daglega. Létt og gott – ný létt áleggslína í SS fjallahringinn www.ss.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.