Fréttablaðið - 05.06.2007, Qupperneq 4
Samráðsnefnd
landssambanda innan ASÍ hefur
óskað eftir því við Vinnueftirlitið
að það kanni hvort áætlun um
öryggi og heilbrigði á vinnusvæði
Kárahnjúkavirkjunar hafi að
geyma forvarnir og áhættumat
vegna kynferðislegrar áreitni.
Óskað er eftir því að kannað
verði hvaða þjónusta þolendum
kynferðislegrar áreitni standi til
boða af hálfu fyrirtækisins og
hvernig tekið sé á málum. Einnig
er óskað eftir því að kannað verði
hvernig staðið sé að kynningum á
ofannefndum reglum meðal
starfsmanna og yfirmanna.
Áhættumat
verði kannað
Öll pláss fyrir ketti eru
uppbókuð á gæludýrahótelinu
Voffaborg í Víðidal en nokkur
pláss eru enn laus fyrir hunda.
Sigríður Heiðberg, forstöðu-
maður Kattholts, segir alltaf nóg
að gera í Kattholti yfir sumar-
tímann „Í dag er fimmtíu og
einn köttur hjá okkur og það er
mikið bókað í júlí og ágúst. Við
getum tekið allt upp í hundrað
ketti og að meðaltali yfir
sumartímann eru hótelgestir frá
fimmtíu til sextíu kettir,“ segir
Sigríður og bætir við að því
betur sem gangi í þjóðfélaginu,
því meira sé að gera á hótelinu í
Kattholti.
Aðsóknin eykst
í góðæri
Nýr samgönguráðherra
hefur svikið loforð um að fara í
Vaðlaheiðargöng strax, og að þau
verði gjaldfrjáls, sagði Valgerður
Sverrisdóttir, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, í fyrirspurnum
til ráðherra á Alþingi í gær.
Valgerður spurði ráðherra um
göngin og benti á að 300 milljónir
færu í göngin fram að árinu 2010
samkvæmt samgönguáætlun.
Kristján Möller samgönguráð-
herra upplýsti að tveir fundir
hefðu átt sér stað milli Vega-
gerðar og samtaka sem ynnu að
því að göngin yrðu gerð með
einkaframkvæmd. Hann hefði í
hyggju að ræða við forsvarsmenn
samtakanna á næstunni. Sjálfur
útilokaði hann hvorki ríkisfram-
kvæmd né einkaframkvæmd.
Fundað um
Vaðlaheiðargöng
Charles Taylor, fyrr-
verandi stríðsherra í Líberíu,
mætti ekki í réttarsalinn þegar
réttarhöld yfir honum hófust í
gærmorgun hjá alþjóðlegum
stríðsglæpadómstól í Haag.
Strax við upphaf réttarhald-
anna tilkynnti Karim Khan, lög-
maður Taylors, að hann hefði
rekið sig og ætlaði að verja sig
sjálfur. Síðan gekk Khan út úr
réttarsalnum, þrátt fyrir að dóm-
arinn þrábæði hann um að sitja
áfram og verja Taylor, að minnsta
kosti þennan fyrsta dag réttar-
haldanna.
Í yfirlýsingu frá Taylor, sem
Khan las upp, segist Taylor sann-
færður um að hann muni ekki fá
sanngjarna málsmeðferð.
„Þetta er engin varnarbrella,“
sagði Khan við fréttamann AP-
fréttastofunnar fyrir utan réttar-
salinn. Khan segir Taylor hafa
litið svo á að réttarhöldin myndu
leiða beint til sakfellingar, „og við
þær kringumstæður nýtti hann
rétt sinn til að víkja mér úr starfi
og verja sig sjálfur.“ Dómarinn
ákvað engu að síður að réttarhöldin
skyldu halda áfram. Stephen
Rapp, aðalsaksóknari í málinu,
hóf þá málflutning sinn og lýsti
þeim hryllingi sem þorpsbúar í
Líberíu máttu þola af hendi her-
sveita, sem sagðar eru hafa verið
undir stjórn Taylors.
Rapp segir að hersveitirnar
hafi myrt fólk af handahófi og
hneppt aðra í þrældóm til að nota
ýmist sem hermenn, námuverka-
menn eða við landbúnaðarstörf.
Rapp segir árásarmennina hafa
„limlest fólk, skorið af því hendur
og útlimi, stungið í augu. Börn
voru þvinguð til þess að drepa
foreldra sína.“
Taylor er ákærður fyrir stríðs-
glæpi og glæpi gegn mannkyni og
er ákæran í ellefu liðum. Ákær-
urnar lúta allar að voðaverkum
hersveita Taylors, sem framin
voru í nágrannaríkinu Sierra
Leone á árunum 1991 til 2002,
þegar þar ríkti borgarastyrjöld.
Líklegt þykir að Taylor muni síðar
þurfa að svara til saka fyrir sams
konar glæpi stríðsmanna sinna í
Líberíu.
Réttarhöldunum verður haldið
áfram hinn 25. júní næstkomandi
og er reiknað með að þau standi í
hálft annað ár.
Taylor segist ætla að
verja mál sitt sjálfur
Charles Taylor mætti ekki við upphaf stríðsglæparéttarhalda í Haag í gær. Rak
lögmann sinn og ætlar að verja sig sjálfur. Sækjandi lýsir hryllilegum glæpum.
Lögreglan á
Akranesi rannsakar nú fjögur
kynferðisbrotamál sem upp hafa
komið á síðustu vikum. Öll málin
hafa verið kærð; þrjár nauðganir
og ein misneyting. Segir lög-
reglan að öll málin séu langt
komin í rannsókn.
Yngsti maðurinn sem grunaður
er um kynferðisbrot er sautján
ára, tveir þeirra eru um tvítugt og
sá fjórði er á sjötugsaldri. Viðar
Stefánsson, lögreglufulltrúi á
Akranesi, segir að óvenjulegt sé að
svo mörg alvarleg mál af þessum
toga séu til rannsóknar hjá
embættinu. Hann bendir þó á að
tvö þessara mála hafi átt sér stað á
Snæfellsnesi en rannsóknardeild
lögreglunnar á Akranesi fer með
alvarlegri mál sem upp koma hjá
öðrum sýslumannsembættum á
Vesturlandi.
Óvenju mörg
kynferðisbrota-
mál í rannsókn
Hjónin sem fundust meðvit-
undarlaus í tjaldvagni í Djúpadal í
Reykhólahreppi á sunnudags-
morgun eru á batavegi. Lögreglan
á Vestfjörðum rannsakar hvort
gas hafi lekið úr viðlegubúnaði
sem var í tjaldvagninum og hefur
búnaðurinn verið sendur vinnueft-
irlitinu til rannsóknar.
„Rannsóknin beinist að því hvort
búnaðurinn hafi brugðist á ein-
hvern hátt en við getum ekki gefið
upp að svo stöddu um hvers konar
búnað er að ræða,“ segir Jón
Svanberg Hjartarson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni
á Ísafirði. Hann segir að ekki hafi
verið gasskynjari í vagninum.
Björgvin Barðdal, framkvæmda-
stjóri seglagerðarinnar Ægis, segir
að gasskynjarar séu mikilvæg
öryggistæki í alla frístundavagna
en algengt er að gas sé notað til
upphitunar og matargerðar í slík-
um vögnum. „Gas- og súrefnis-
skynjarar eru staðalbúnaður í
öllum fellihýsum og A-hýsum hjá
okkur. Þar sem slíkir skynjarar
eru ekki til staðar mælum við ein-
dregið með því að fólk kaupi þá
enda er þetta ódýr en mikilvægur
öryggisbúnaður,“ segir Björgvin.
Hjónin voru í tjaldvagni af gerð-
inni Combi Camp. Þau voru flutt
með þyrlu á Landspítalann í Foss-
vogi og var karlmaðurinn lagður
inn á gjörgæsludeild. Hann var
útskrifaður þaðan í gær og að sögn
lækna er heilsa þeirra beggja góð
eftir atvikum.