Fréttablaðið - 05.06.2007, Qupperneq 6
Lórítín®
– Kröftugt ofnæmislyf
Notkun:
Skömmtun:
Frábendingar: Varúðarreglur:
Aukaverkanir:
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
9
0
2
5
-
A
c
ta
v
is
7
0
4
0
0
3
FYRSTUR MEÐ
FRÉTTIRNAR
www.visir.is
„Það eru allir í
sjokki,“ segir Hlín Íris Arnþórs-
dóttir, formaður foreldrafélags
Austurbæjarskóla, um fyrirhugað
bílastæðahús við Iðnskólann og
aðkomu að því.
Samkvæmt deiliskipulagstil-
lögu sem nú er til kynningar og
varðar nýbyggingar fyrir Iðnskól-
ann verður niðurgrafið hús fyrir
130 bíla milli skólans og Hall-
grímskirkju. Aðkoma að bíla-
stæðahúsinu á að vera um Vita-
stíg. Við þau gatnamót er
Austurbæjarskóli öðru megin og
leikskólinn Ós hinu megin.
„Það er einmitt um Vitastíg sem
flest börnin koma í Austurbæjar-
skóla. Það er hreint og beint skelfi-
leg tilhugsun að það verði bætt við
þungri umferð í þetta bílastæða-
hús einmitt þegar krakkarnir eru
að koma í skólann,“ segir Hlín.
Í bréfi sem stjórn Foreldrafélags
Austurbæjarskóla hefur sent for-
eldrum barna í skólanum segir að
þeir sem komi akandi með börn
sín í skólann og setji þau úr á horni
Vitastígs og Bergþórugötu til að
nota Vitastígsinngang skólans viti
hvaða öngþveiti geti myndast þar
á horninu um áttaleytið á morgn-
anna:
„Það er engin leið að ímynda sér
glundroðann og slysahættuna ef
130 bílar til viðbótar eiga erindi
um þessi gatnamót á sama tíma og
misvel vöknuð börn eru að mæta í
skólann á dimmum vetrar-
morgnum. Þessi hugmynd er svo
brjáluð að það er ekki nema eitt að
gera: Koma í veg fyrir að hún
komist lengra í kerfinu,“ segir í
bréfinu, þar sem einnig er vikið að
því ónæði sem þau telja að muni
verða meðan á framkvæmdum
stendur við bílastæðahúsið:
„Í sem stystu máli á að sprengja
bílakjallara ofan í holtið milli Iðn-
skólans og Hallgrímskirkju! Um
er að ræða 4.400 fermetra, 18.000
rúmmetra og örugglega margra
mánaða tímabil þar sem allt holtið
leikur á reiðiskjálfi.“
Að sögn Hlínar hafa fleiri en
foreldrar barna í Austurbæjar-
skóla áhyggjur. Fulltrúar íbúa-
samtaka og sóknarnefndar Hall-
grímskirkju séu einnig hugsi:
„Það eru allir einfaldlega gapandi
hissa. Þótt Iðnskólinn sé búinn að
sprengja húsnæðið gjörsamlega
utan af sér er staðreyndin sú að
það er ekki pláss fyrir þessa
stækkun hér. Það væri nær að
nýjar deildir fyrir skólann yrðu
byggðar annars staðar. Austur-
bæjarskóli er fyrir börnin hér í
hverfinu og hann getur hvergi ann-
ars staðar verið.“
Foreldrar skólabarna
á móti bílastæðahúsi
Bílastæðahús sem fyrirhugað er milli Hallgrímskirkju og Iðnskólans vekur hörð
viðbrögð foreldra barna í Austurbæjarskóla. Stjórn foreldrafélagsins segir hug-
myndina „brjálaða“ og óttast um öryggi barnanna við aðkomu að húsinu.
Í sem stystu máli á að
sprengja bílakjallara
ofan í holtið milli Iðnskólans og
Hallgrímskirkju!
Tókstu þátt í hátíðahöldum í
tilefni sjómannadagsins?
Finnst þér í lagi að íþrótta-
hreyfingar bjóði upp á áfengi í
Laugardalshöllinni?
Klórgas lak út í kjallara efna-
verksmiðjunnar Mjallar-Friggjar
á Akureyri í gærmorgun. Þor-
björn Haraldsson, slökkviliðs-
stjóri á Akureyri, segir leiðslu
fyrir klórgas hafa gefið sig en
starfsmaður verksmiðjunnar hafi
sýnt snarræði með því að skrúfa
samstundis fyrir upptök lekans.
Skamman tíma tók að rýma
húsið og sakaði engan utan þess
sem skrúfaði yfir lekann. Hann er
talinn hafa orðið fyrir lítilsháttar
klórgaseitrun og var fluttur á
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
til skoðunar.
Lítið af klórgasi er talið hafa
lekið. Vindur blés í suður og fór
gasið út á Eyjafjörð. Efnakafarar
athuguðu að frekari leki væri
ekki og var eiturefnaskýið í
kjallaranum fellt með vatni.
Lögreglan á Akra-
nesi stöðvaði tvo ökumenn í
vikunni sem grunaðir voru um að
aka undir áhrifum fíkniefna. Annar
mannanna hefur verið ökuréttinda-
laus frá árinu 2005 en þá var hann
sviptur þeim ævilangt. Í fórum
hans fundust lyfseðilsskyld lyf.
Hinn ökumaðurinn hafði
meðferðis mikið magn ólöglegra
fíkniefna. Í bíl hans fundust 26
grömm af amfetamíni, 17 grömm
af hassi og eitt gramm af maríjú-
ana auk lyfseðilsskyldra lyfja.
Alls kærði lögreglan á Akranesi
32 ökumenn vegna hraðaksturs í
síðustu viku. Sá sem hraðast ók var
mældur á 183 kílómetra hraða og
var sviptur ökurétti á staðnum.
Ökumenn með
fíkniefni í för
Samtök atvinnulífs-
ins telja að stjórn peningamála sé
komin í ógöngur og að aðgerðir
Seðlabankans hafi skaðað atvinnu-
lífið. Forsvarsmenn samtakanna
funduðu með forsætisráðherra og
utanríkisráðherra í gær.
Í fréttabréfi samtakanna segir
að ríkisstjórnin þurfi nú þegar að
taka á þeirri sjálfheldu sem stjórn
peningamála hafi ratað í. Þar er
seðlabankinn gagnrýndur fyrir
vaxtahækkanir sem samtök
atvinnulífsins segja að hafi litlu
skilað í baráttunni við verð-
bólguna.
Samtökin leggja til að hafin
verði sérstök úttekt og endur-
skoðun á stjórn peningamála og
segja brýnt að niðurstöður af
slíkri vinnu fái afgreiðslu í þing-
inu í haust. Þá leggja samtökin til
að lögð verði áhersla á önnur hag-
stjórnartæki en vexti enda hafi
stýrivaxtastefna Seðlabankans
ekki borið nægjanlegan árangur.
Samtökin telja að aðgerðir í
málefnum íbúðalánasjóðs og fast-
eignamarkaðarins gegni lykil-
atriði í því að minnka verðbólgu.
Þá lýsa samtökin ánægju með
markmið ríkisstjórnarinnar um að
tryggja lágt vaxtastig, betra jafn-
vægi í utanríkisviðskiptum og
jafnan og öflugan hagvöxt.
Hæstiréttur dæmt mann
til að afplána 135 daga eftirstöðvar
fangelsisrefsingar sem hann hlaut
með þremur dómum árin 2005 og
2006. Maðurinn réðst ásamt
vinkonu sinni á 67 ára gamlan karl-
mann í húsasundi við Frakkastíg
aðfaranótt sunnudagsins síðasta.
Konan tældi manninn inn í
húsasundið með loforði um
samfarir, en þegar þangað var
komið réðst hinn maðurinn á hann
með höggum og spörkum. Fólkið
rændi síðan af fórnarlambinu
veski með mörg þúsund krónum
og tveimur debetkortum. Maður-
inn telst hafa brotið gróflega gegn
skilyrðum reynslulausnar.
Afplánar dóm
vegna árásar