Fréttablaðið - 05.06.2007, Síða 8
VÉLASVIÐ | Klettagörðum 8-10 | 104 Reykjavík | Sími 590 5100 |www.hekla.is/velasvid
HEKLA er umboðsaðili Perkins á Íslandi
Veldu aðeins viðurkennda varahluti
FYRSTUR MEÐ
FRÉTTIRNAR
www.visir.is
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
Félag vélstjóra og
málmtæknimanna, VM, hefur
áhuga á því að semja við fyrirtæki
um að félagsmenn geti fengið hluta
af launum sínum greiddan í evrum.
VM hefur látið Hagdeild ASÍ kanna
möguleikana á þessu, hagkvæmni
þess og hugsanlega áhættu fyrir
launamenn, og komist að raun um
að þetta geti verið álitlegur kostur.
Marel hefur meirihluta tekna
sinna í erlendum gjaldmiðli og hafa
launagreiðslur í evrum komið þar
til umræðu en ekkert verið ákveðið,
að sögn Kristjáns Þorsteinssonar
fjármálastjóra, en engin ákvörðun
verið tekin.
Helgi Laxdal, formaður VM,
segir að margir félagsmenn VM
vinni hjá Marel og þeim geti staðið
til boða að taka hluta launa í evrum
ef samkomulag náist þar um.
„Menn eru fyrst og fremst að
hugsa um húsnæðislánin. Ef menn
taka erlend íbúðarlán með lágum
vöxtum vita þeir nákvæmlega hvað
þeir greiða fyrir lánið sitt,“ segir
Helgi og telur að síðar hljóti að
vera hægt að fá hluta launa í ann-
arri mynt en evrum. „Það mun
engu máli skipta hvaða mynt það
verður ef fyrirtæki á annað borð
taka þessa ákvörðun.“
Nokkur skilyrði þarf að uppfylla
að mati ASÍ til að af launagreiðsl-
um í erlendri mynt geti orðið. Við-
komandi launamaður þarf til
dæmis að ráða því sjálfur hvort
hann fær greidd laun í erlendri
mynt. Þá þykir ekki ráðlegt að fá
nema hluta launanna með þessum
hætti og vill verkalýðshreyfingin
að miðað sé við greiðslu á erlendu
íbúðaláni, til dæmis 15-20 prósent
launa.
Gylfi Arnbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri ASÍ, telur ekki koma
á óvart ef vinnuveitendur vélstjóra
og málmtæknimanna ryðji braut-
ina. „Þetta getur verið kostur fyrir
fyrirtæki og skynsamlegt fyrir
starfsmennina að færa gengis-
áhættuna í hendur atvinnurekanda
að því er lýtur að húsnæðismálum
en auðvitað skiptir máli á hvaða
gengisstigi þetta er gert. Krónan
er óvenjusterk núna og óskynsam-
legt að gera þetta í dag en þetta
getur verið skynsamlegt með hluta
launa þegar krónan er komin í jafn-
vægisgildið 125-130,“ segir Gylfi.
„En að taka neysluna sína út í gegn-
um evru mælum við alls ekki með
því að þá eru menn að taka á sig
gengisáhættu.“
Hluti launa
verði greidd-
ur í evrum
Félag vélstjóra og málmtæknimanna undirbýr
samning þar sem hluti af launum er greiddur í
evrum. Viðkomandi fær hluta launa sinna í evrum,
sem fer til greiðslu á erlendu húsnæðisláni.
Kynlífsfíkill hefur
höfðað mál gegn fyrrverandi
vinnuveitenda sínum eftir að hann
var rekinn fyrir að skoða klám-
síður. James Pacenza, sem starf-
aði hjá bandaríska tölvurisanum
IBM, segist hafa þjáðst af áfalla-
streituröskun síðan hann barðist í
Víetnamstríðinu 1969 og það hafi
leitt til kynlífsfíknar.
Málsóknin byggist á því að Pac-
enza hafi notað klámsíður til að
halda áfallastreitunni niðri og að
vinnuveitendur hans hafi átt að
veita honum meðferð frekar en
að reka hann.
Pacenza segir að fíkn hans í
klámsíður eigi að meðhöndla á
sama hátt og gert er með fíkn
starfsmanna í áfengi eða lyf.
Notaði klám sem heilsubót
Unnt verður að bjóða
upp á rússneskunám við Háskóla
Íslands á ný eftir að Samson, fjár-
festingarfélag feðganna Björgólfs
Guðmundssonar og Björgólfs
Thors Björgólfssonar, ákvað að
styrkja námið um átta milljónir
króna á ári næstu þrjú árin. Vonir
standa til að rúmlega tuttugu nem-
endur hefji nám í haust.
Skrifað var undir yfirlýsingu
um styrkveitingu í HÍ í gær. Feðg-
arnir ráku bjórfyrirtæki í Péturs-
borg í Rússlandi í tíu ár og er upp-
gangur þeirra því nátengdur
Rússlandi. Með styrkveitingunni
vill Samson stuðla að góðum
tengslum Íslands og Rússlands.
Rússneska verður kennd til BA-
prófs við HÍ frá og með næsta
hausti. Fyrir liggja drög að samn-
ingi við Moskvuháskóla um sam-
starf um kennslu, rannsóknir og
stúdentaskipti í tengslum við
námið. Væntanlegur er rússneskur
sendikennari sem mun sjá um
námið fyrst um sinn, segir Guð-
rún J. Backmann, kynningastjóri
HÍ.
Rússneska hefur áður verið
kennd við HÍ, og á tímabilinu
1997-2002 útskrifuðust 27 nem-
endur með BA-próf í rússnesku,
sem er svipaður fjöldi og útskrif-
aðist úr dönsku og spænsku á
þessu árabili.
Von á rússneskum kennara