Fréttablaðið - 05.06.2007, Síða 11

Fréttablaðið - 05.06.2007, Síða 11
Slökkviliðin í landinu hafa ýtt úr vör sérstöku forvarnar- verkefni í samstarfi við Eignar- haldsfélagið, Brunabótafélag Íslands og leikskólana. Markmið verkefnisins er að auka öryggi á leikskólum og heimilum barnanna. Verkefnið fer þannig fram að slökkviliðin heimsækja leikskólana tvisvar á ári. Gengið er úr skugga um að eldvarnir á leikskólunum séu eins og best verði á kosið og elstu börnunum verður veitt fræðsla um eldvarnir. Nýleg könnun sýnir að eldvörnum á íslenskum heimilum er ábótavant og í verkefninu verða foreldrar og forráðamenn barn- anna minntir á mikilvægi þess að eldvarnir heimilisins séu í lagi. Verkefnið var kynnt á leikskól- anum Norðurbergi í Hafnarfirði í liðinni viku og börnin þar kunnu vel að meta heimsókn slökkviliðsmann- anna. Þúsundir kröfðust stjórnar- farsbreytinga í Kína í gær við minn- ingarathöfn til heiðurs fórnarlömb- um ofbeldisins á Torgi hins himneska friðar 4. júní árið 1989. Syrgjendurnir, sem sumir voru viðstaddir harmleikinn, minntust þess að átján ár voru liðin frá því að kínverski herinn bældi niður mót- mæli námsmanna og verkafólks með hervaldi. Mörg hundruð fórust í átökunum. „Hver getur ábyrgst að svona endurtaki sig ekki?“ sagði einn af þeim sem lifðu átökin af. Annar benti á að minningu þessa hörmungar- atburðar hefði ekki verið haldið nægilega á lofti. Átján ár liðin frá harmleiknum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.