Fréttablaðið - 05.06.2007, Side 16

Fréttablaðið - 05.06.2007, Side 16
fréttir og fróðleikur Áfengisneysla á knatt- spyrnuleikvöngum hefur verið til umræðu að undan- förnu, bæði hér á landi og erlendis. Boðið er upp á áfengi í samkvæmissal Laugardagsvallar er leikir fara fram, þrátt fyrir að opinberlega sé auglýst að áfengisneysla sé með öllu óheimil. Danir íhuga strangt eftirlit. Í kjölfar árásar 29 ára gamals karl- manns á þýska dómarann Herbert Fandel, undir lok leiks Dana og Svía á Parken-leikvanginum í Kaup- mannahöfn, hafa vaknað spurningar um eftirlit með áfengisneyslu á leikvöngum. Danska knattspyrnu- sambandið hefur krafist þess að eftirlit verði hert; áfengið skuli víkja fyrir auknum öryggiskröfum. Maðurinn, sem danskir fjölmiðlar hafa forðast að nafngreina af ótta við að hann verði fyrir aðkasti, seg- ist ekki muna eftir atburðinum þar sem hann hafi líklega verið búinn að drekka fimmtán til tuttugu bjóra þegar atvikið kom upp. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, og Alþjóðaknattspyrnusam- bandið, FIFA, hafa þá skýru stefnu að banna áfengissölu og áfengis- neyslu á leikvöngum. Reglurnar ná til drykkja sem eru með 2,6 prósent áfengisstyrkleika eða meira. Sér- samböndin víðs vegar um heim, sem gert er að fara eftir reglum alþjóðasambandanna, fara ekki öll eftir þessum reglum og hefur Knattspyrnusamband Evrópu til að mynda gert athugasemdir við að Danir selji bjór á leikvöngum, en ekki pilsner, eins og leyfilegt er samkvæmt reglunum. Vandinn á sér rætur í menningar- legum mun milli þjóða. Danir vilja margir hverjir horfa á boltann með bjór í hendi, líkt og Þjóðverjar, Bretar og ýmsir fleiri. Erfiðlega hefur gengið að samræma þetta stefnu alþjóðasambandanna en mikill árangur hefur þó náðst á und- anförnum árum. Reglur alþjóðasambandanna byggjast á því að áfengisneysla á leikvöngunum geti skapað óöryggi og jafnvel valdið uppþotum, enda stutt í spunann hjá mörgum knatt- spyrnuáhangendum þegar leikirnir fara fram. Stefnan er skýr en fram- fylgni reglnanna er um margt óljós. Knattspyrnuleikvangar eru oft á tíðum gríðarlega stór mannvirki og innan þeirra rýmast stundum ráð- stefnusalir, veitingahús, verslanir, hótel og þar til gerðir samkvæmis- salir. Þó að Laugardalsvöllur sé smár í alþjóðlegum samanburði, með sæti fyrir 7.000 áhorfendur, hefur nýlega verið tekinn í notkun samkvæmis- salur þar sem áfengi hefur verið veitt. Fyrir þessu hafa íþróttafélögin sem nýta Laugardalsvöll, Fram og Valur, staðið auk þess sem Knatt- spyrnusambandið heldur slík boð reglulega, meðal annars þegar landsleikir fara fram. Þetta þýðir, þegar öllu er á botn- inn hvolft, að áfengi er í boði á Laugardalsvelli fyrir útvalda boðs- gesti í samkvæmissalnum á meðan nokkuð strangt eftirlit er með því að almennir áhorfendur fari alls ekki með áfengi inn á völlinn auk þess sem óheimilt er að selja áfengi á vellinum sjálfum. „Öll meðferð áfengis er óheimil,“ segir meðal annars á auglýsingum Knattspyrnu- sambandsins fyrir landsleiki. Formaður Knattspyrnusambands Íslands, Geir Þorsteinsson, hefur svarað því til að boðin séu hluti af alþjóðlegri þróun þar sem fótbolt- inn sé alltaf að verða fyrirferðar- meiri í alþjóðlegu umhverfi við- skipta. Boðin séu fylgifiskur þess þar sem ýmsir velgerðarmenn knattspyrnuhreyfingarinnar komi saman til að styðja góðan málstað og tryggja gott samband við for- svarsmenn knattspyrnuhreyfingar- innar. Mál dönsku bullunnar er líklegt til þess að hafa afgerandi áhrif á eftirlit með áfengismálum á knatt- spyrnuvöllum víðs vegar um heim. Ekki síst vegna tugmilljóna króna sekta sem knattspyrnusamböndin þurfa að greiða komi til fyrr- nefndra atvika. Þá vegur 3-0 tap einnig þungt þegar knattspyrnan er annars vegar, þó líklega sé það enn sárara fyrir Dani að tapa leikj- um þegar Svíar eru andstæðingur- inn heldur en einhver annar. „Þetta yfirbyggða rými [...] er ekki hugsað sem áhorfendasvæði þar sem útvaldir geta verið að höndla með áfengi,“ lét Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, hafa eftir ser í Fréttablaðinu á föstudag. Daginn eftir bauð sam- bandið upp á áfengi fyrir útvalda gesti í samkvæmissalnum, eins og myndir sem Fréttablaðið hefur birt sýna. Hvernig sem málum verður háttað í framtíðinni má telja lík- legt að eftirlit með áfengisneyslu innan vallarsvæðanna verði strangt eftir atvikið á Parken þar sem Knattspyrnusamband Evrópu á eftir að senda aðildarþjóðum sambandsins skýr fyrirmæli um hert tök. Drykkjan undir strangara eftirliti Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express FORMÚLUFERÐIR Verð á mann í tvíbýli 98.900 kr. Innifalið: Flug og skattar, rúta til og frá Silverstone, gisting á St. Giles í London í 3 nætur, morgunverður og miði á kappaksturinn. Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 6.–9. júlí. Þeir sem fylgjast með Formúlunni eru sammála um að Silver- stone brautin sé ein sú skemmtilegasta í mótaröðinni. Í fyrra sýndi Alonzo á Renault mikla yfirburði, en á Silverstone getur allt gerst. Skelltu þér út og fylgstu með Massa, Räikkönen, heimam- anninum Coulthard og öllum hinum reyna með sér á brautinni. Gist verður á St. Giles sem er staðsett í miðborg London og farið í rútu til Silverstone. Ferðalöngum gefst því líka kostur að njóta lífsins í stórborginni London. Silverstone Íslendingar bíræfnir hugbúnaðarþjófar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.