Fréttablaðið - 05.06.2007, Page 34

Fréttablaðið - 05.06.2007, Page 34
10 sport Benedikt Guð- mundsson fer ekki orðið á Norður- landamót nema að koma með gull til baka. Benedikt, sem stýrði KR til Íslandsmeistara- titils í apríl gerði 16 ára lið stráka á Norðurlandameisturum á NM unglinga sem fram fór í Svíþjóð á dögunum. Þetta er annað árið í röð og í þriðja sinn sem Benedikt gerir íslenskt lið að Norðurlandameist- urum. „Þetta gekk alveg ótrúlega vel. Það spiluðu bara allir vel og það var nánast hægt að segja það um hvern einasta mann að hann ætti að hafa spilað meira því það var alveg sama hver kom inn á, það stóðu sig allir þvílíkt vel. Ég hefði alveg verið til í að fara með tvö lið á mótið,“ sagði Benedikt. „Við gerðum út á það að láta tæknina sem þessir strákar eru komnir með njóta sín. Við pressuðum 95 pró- sent tímans á mótinu. Við reyndum að hafa leikinn á fullum velli því við steinlágum í fráköstunum í hverjum einasta leik og fengum slatta af stigum á okkur inni í teig. Þetta er allt öðruvísi lið. Í 1988-lið- inu höfðum við miklu meiri hæð og miklu meira kjöt undir körfunni. Við vorum með góða breidd í mið- herja- og framherjastöðunum en þetta lið er nánast eingöngu skipað bakvörðum,“ sagði Benedikt en hann gerði 1988-liðið tvisvar að Norðurlandameisturum, bæði sem 16 ára lið 2004 og sem 18 ára lið í fyrra. Strákarnir tryggðu sér gullið með dramatískum 69-67 sigur á Svíum en þetta var annar sigur þeirra á sænska liðinu. Íslenska liðið tapaði aðeins einum leik á mótinu, 58-63, í miklum spennuleik gegn Dönum. Íslensku strákarnir þurftu að vinna Finna til þess að komast í úrslitaleikinn og unnu þann leik með 11 stigum eftir að hafa lent mest 11 stigum undir. „Það var erfitt að spila tvo úrslitaleiki tvo daga í röð en ég var ekki hræddur um mannskapinn í svoleiðis kringumstæðum. Þegar ég vann þetta með 1988 þá var maður með lykilmenn sem maður stólaði mikið á. Menn sem voru að spila 37 mínútur í þessum leikjum en þetta var mun jafnara lið,“ sagði Benedikt. „Ég held að menn séu hættir að vera hissa og það telst ekki lengur til stórra tíðinda meðal hinna þjóð- anna þegar Ísland vinnur Norður- landamótið. Menn búast alveg eins við því að Ísland fari alla leið,“ sagði Benedikt, sem hefur spilað stóra rullu í að koma íslenskum yngri landsliðum á kortið. „For- múlan mín í þessum yngri landslið- um hefur verið að byrja með þessa stráka snemma. Ég byrja með þá á séræfingum nokkrum árum áður en þeir spila á sínu fyrsta Norður- landamóti. Ég hef reynt eftir minni bestu getu að búa til leikmenn og svo er maður orðinn ágætlega sjóaður í því að finna út og nýta styrk liðs- ins. Maður reynir að bæta það upp að vera með lítið lið með því að leysa upp leikina og láta tæknina njóta sín,“ sagði Benedikt að lokum. LÉTU TÆKNINA NJÓTA SÍN Ísland eignaðist á dögunum Norðurlandameistara í körfubolta í fimmta sinn á aðeins þremur árum. BENEDIKT GUÐMUNDSSON var að gera lið að meisturum í þriðja sinn, þar af annað árið í röð. EFTIR ÓSKAR Ó. JÓNSSON Valinn bestur Ægir Þór Steinarsson, fyrir- liði liðsins og besti leikmaður mótsins. FRÉTTABLAÐIÐ/SNORRI ÖRN Ægir Þór Steinarsson leiddi liðið í stigum, stoðsendingum og stolnum bolt- um. Ægir var með 14,0 stig að meðaltali, gaf 6,4 stoðsendingar og stal 3,4 boltum að meðaltali í leik. Í úrslitaleiknum meiddist hann illa á ökkla en kom sterk- ur inn í lokin og skoraði eina risastóra þriggja stiga körfu á góðum tíma. Arnþór Guðmundsson var maður úrslitaleiksins því ekki var nóg með að hann skoraði 20 stig í leiknum heldur stal hann boltanum og skoraði sigur- körfuna fimm sekúndum fyrir leikslok. Arnþór sýndi mikinn andlegan styrk á mótinu og var með 13,2 stig, 4,2 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Enginn leikmaður fiskaði heldur fleiri villur, en andstæðingar liðsins brutu að meðaltal 4,6 sinnum á honum í leik. Haukur Helgi Pálsson var yngsti leikmaður liðsins en var í mikilvægu hlutverki sjötta mannsins. Íslenska liðið vann þær 120 mínútur sem hann spilaði með 71 stigi og Haukur var með 7,6 stig, 5,2 fráköst og 3,2 stolna bolta að meðaltali í leik. Tveir aðrir leikmenn komu líka sterkir inn af bekknum, Haukur Óskarsson var með 12,8 stig að meðaltali á aðeins 21,4 mínútum og Tómas Tómasson skoraði 6,6 stig og gaf 2,0 stoðsendingar að meðaltali á þeim 9,8 mínútum sem hann spilaði. Tómas nýtti meðal annars 67% skota sinna, þar af 4 af 7 þriggja stiga skotum. Landsliðsbyggðarstrákarnir Þorgrímur Björnsson og Trausti Eiríksson fengu það verðuga verkefni að halda aftur af stóru strákunum í liði andstæðinganna og skiluðu sínu með sóma. Þorgrímur var með 6,6 stig, 8,2 fráköst og 2 stolna bolta að meðaltali í leik en Trausti skor- aði 5,2 stig, tók 7,2 fráköst og stal 2,0 boltum í leik. Norðurlandameistarar 2007 16 ára lið Íslands sem vann Norðurlandamótið. FRÉTTABLAÐIÐ/SNORRI ÖRN fulleldað, tilbúið á 5 mín. Heilsubuff ÁN MSG SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4 • SÍMI 562 6066 SUMARDEKK HEILSÁRSDEKK OLÍS SMURSTÖÐ BÓN OG ÞVOTTUR HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA RAGEYMAÞJÓNUSTA BREMSUKLOSSAR PÚSTÞJÓNUSTA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.