Fréttablaðið - 05.06.2007, Page 38
ERTÞÚAÐ
FYLGJASTMEÐ?
14 sport
1. Hver skoraði fyrsta mark Lands-
bankadeildar karla í fótbolta?
2. Hverjir urðu
enskir bikar-
meistarar?
3. Hver var valin
Handknattleiks-
kona ársins á
lokahófi HSÍ?
4. Hvaða lið fékk fyrsta valrétt í nýliða-
vali NBA-deildarinnar?
5. Hvers lenskur er nýráðinn þjálfari
karlaliðs Fram í handbolta?
6. Hvaða lið vann Meistaradeild
Evrópu?
7. Hversu margar umferðir í röð hefur
FH verið á toppi Landsbankadeildar
karla?
8. Hver þjálfar karlalið Njarðvíkur í
körfubolta næsta vetur?
9. Til hvaða liðs gekk knattspyrnu-
konan Erla Steinunn Arnardóttir?
10. Með hvaða félagi mun Steve Sid-
well, fyrrverandi félagi Ívars Ingimars-
sonar og Brynjars Björns Gunnarssonar
hjá Reading, leika á komandi tímabili?
Svör: 1. Það var FH-ingurinn Tryggvi Guðmundsson. 2.
Það var Chelsea sem vann Manchester United, 1-0. 3. Það
var Gróttustúlkan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. 4. Það
var Portland Trailblazers. 5. Hann er frá Ungverjalandi.
6. Það var AC Milan. 7. Liðið hefur verið á toppnum
undanfarnar 48 umferðir. 8. Það er gamla goðsögnin
Teitur Örlygsson.9. Hún gekk til liðs við bandaríska
atvinnumannaliðið JerseySky Blue. 10. Hann mun spila
með Chelsea.
„Það er frábært að vera komin
heim, þetta eru orðin heil fimm ár
og mikil ævintýramennska á
okkur,“ sagði Dagný, sem fór fyrst
út til Frakklands þar sem hún lék
með Issy. Á þeim tíma lék Gunnar
Berg með París St. Germain og ber
Dagný heimsborginni vel söguna.
„Það var gaman að vera í París,
það er æðisleg borg. Ég náði að
koma mér í klúbb nálægt Gunnari,
sem var virkilega skemmtilegt. Ég
prufaði hjá liðinu og var svo bara
boðinn samningur, það var lykil-
atriði hjá okkur að við gætum verið
nálægt hvort öðru,“ sagði Dagný
en þannig náðu þau að sameina
handboltann og fjölskyldulífið.
Eftir fimm ár í ævintýra-
mennsku setti parið stefnuna heim
á leið með ungan son sinn. „Við
hugsuðum með okkur að eftir fimm
ár væri kominn tími á að koma
heim. Við erum komin með einn
strák sem er rúmlega eins og hálfs
árs og okkur fannst þetta góður
tímapunktur til að snúa aftur til
Íslands,“ sagði Dagný en parið
þræðir nú fasteignasölur til að
koma sér fyrir hér á landi.
Þau Gunnar ákváðu að vera
aðeins eitt ár í Danmörku og sömdu
því meðvitað aðeins til eins árs við
Holstebro. Þau komu heim í vor og
Gunnar samdi við Hauka en Dagný
við Val. „Valur hafði samband við
mig og mér leist vel á leikmanna-
hópinn. Þetta eru stelpur á mínum
aldri og ég kannast við þær
nokkrar. Ég þekki Gústa [Ágúst
Jóhannsson, þjálfara Vals] líka
aðeins og það má segja að ég hafi
þekkt hvað mest til þarna en vitan-
lega hefur margt breyst síðan ég
var að spila heima síðast,“ sagði
Dagný, sem spilaði með ÍBV tíma-
bilið 2001/2002 áður en hún fór til
Frakklands.
Dagný hittir fyrir tvær systur
sínar í Val, Drífu og Rebekku. „Það
er rosa spennandi að fá að spila
með þeim. Ég hef aldrei spilað með
Rebekku en ég hlakka mikið til
þess. Þetta verður mjög gaman og
við eigum eflaust eftir að takast
vel á,“ sagði Dagný og hló við. „Ég
er annars svo vön að vera með
systrum mínum með mér í liði að
þær eru í raun eins og hver annar
leikmaður,“ sagði Dagný full eftir-
væntingar eftir nýjum tímum
heima á Íslandi.
KOMIN HEIM Í VALS-
FJÖLSKYLDUNA
Handboltasysturnar Drífa, Dagný og Rebekka Skúladætur spila saman með Val á
næsta tímabili. SPORTMYND/RÓSA
DAGNÝ SKÚLADÓTTIR
er komin heim til Íslands eftir
svaðilför og ævintýri í Evrópu.
Síðustu fimm ár hefur hún spilað
handbolta í Frakklandi, Þýskalandi
og Danmörku ásamt unnusta
sínum Gunnari Berg Viktorssyni.
EFTIR HJALTA ÞÓR HREINSSON
Kynnum til sögunnar nýja kynslóð af
Blundstone reið- og útivistarskóm!
Lynghálsi 3
Sími: 540 1125
hágæða sérmeðhöndlað
vatnsvarið leður
mjúkt leður
í fóðri
meiri fjöðrun
í hæl
mjúkt innra efni í sóla
veitir þægindi á göngu