Fréttablaðið - 05.06.2007, Side 49

Fréttablaðið - 05.06.2007, Side 49
Grasagarðurinn í Laugardal fagn- ar 300 ára fæðingarafmæli grasa- fræðingsins Carls von Linné í kvöld með gönguferð, fræðslu, tedrykkju og tertu. Mæting er við lystihúsið klukkan 20.00 og allir eru velkomnir endurgjalds- laust. Anna María Pálsdóttir garð- yrkjukandidat ætlar að leiða gönguna og fræða fólk um líf og störf hins sænska læknis, dýra-og grasafræðings Carls von Linné. Hann var uppi frá 1707 til 1778 og var afkastamik- ill fræðimaður. Það sem hald- ið hefur nafni hans á lofti er sá grunnur sem hann lagði að flokk- unarfræði dýra og jurta því hann bjó til svokallað tvínafnakerfi tegundanna. Hann gaf til dæmis hverri plöntutegund tvö latnesk nöfn. Skipaði einnig ættkvísl- um saman í flokka eftir fjölda og gerð fræfla og skipti flokkun- um í ættbálka eftir gerð fræva. Sem dæmi má nefna að íslenska ilmbjörkin (birkið) heitir Betula pubescens. Betula er ættkvíslin og pubescens tegundarheitið. Um fjörutíu tegundir eru til innan Betula ættkvíslarinnar og fyrir utan ilmbjörkina er ein þeirra hér á landi. Það er fjalldrapinn sem nefnist Betula nana. Carl von Linné var prófessor við Uppsalaháskóla og hafði fjölda lærlinga. Hann var dug- legur kennari og nemendur hans héldu merki hans hátt á lofti. Þeir voru líka iðnir við að fara í rann- sóknarleiðangra og senda honum sýnishorn af plöntum. Einnig fékk hann gömul plöntusöfn frá fyrri tíð og notaði upplýsingar úr þeim til að nefna plönturnar. Síðar tók hann dýrin fyrir. Hann var meira að segja sá sem gaf manninum nafnið Homo sapiens. Þetta mun Anna María ef- laust rifja upp í kvöldgöngunni í Grasagarðinum. Þar er frjáls mæting og eftir gönguna verður boðið upp á afmælisköku og te af piparmyntu sem vex í garðinum. Alþjóðadagur umhverfisins er- haldinn hátíðlegur í yfir hundrað löndum í dag 5. júní. Yfirskrift dagsins í ár er Bráðnun íss – brennandi mál? Á það vel við enda er Alþjóða heimskautsárið 2007- 2008 haldið hátíðlegt um þessar mundir. Sameinuðu þjóðirnar standa að alþjóðadegi umhverfisins og hafa gert frá 1972. Tilgangur hans er að minna almenning og stjórnvöld á mikilvægi umhverfisins og til að gera umhverfismál sýnileg. Á hverju ári er ein borg valin til að vera í fararbroddi fyrir al- þjóðaumhverfisdeginum og helg- ast áherslurnar að nokkru leyti af staðsetningu hennar í heimin- um. Í ár er það Tromsö í Noregi. Þar var í nýlega kynnt skýrsla sjö- tíu vísindamanna um ógnvekjandi framtíðarsýn um áframhaldandi hlýnun jarðar. Bráðnun íss rædd á degi umhverfisins Lagersala Lagersala Eirvíkur að Suðurlandsbraut 20 35-60% afsláttur HELLUBORÐ ÍSSKÁPAR ÞURRKARAR OFNAR HÁFAR GASELDAVÉLAR SMÁVÖRUR RYKSUGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.