Fréttablaðið - 05.06.2007, Síða 52
Kl. 20.00
Söngtónleikar í Hafnarborg. Kór
Öldutúnskóla, Kvennakór Öldu-
túnssóknar, Kammerkór Hafnar-
fjarðar og Karlakórinn Þrestir
flytja lög Friðriks Bjarnasonar
undir yfirskriftinni Enn er oft í
koti kátt.
Ópera úr útrýmingarbúðum
Árleg kórastefna fer fram við
Mývatn nú í vikunni og stefnir
fjöldi söngfólks þangað til að
stilla saman sína tónlistarstrengi.
Að þessu sinni liggja fyrir tvö
stór verkefni auk þess sem þátt-
tökukórarnir munu syngja fjöl-
breytt efni á þrennum tónleikum.
Hátíðin stendur yfir frá 7.-10.
júní.
Á fimmtudaginn verða tón-
leikar í félagsheimilinu Skjól-
brekku en þar syngja Kvennakór
Akureyrar og Kammerkór Norður-
lands. Daginn eftir verða tón-
leikar á harla óvenjulegum stað;
þá syngja kórarnir Sálubót, Upp-
sveitasystur, Vestfirsku valkyrj-
urnar og Kvennakór Akureyar í
hvelfingu Laxárstöðvar í Aðaldal
en þar er víst afbragðs hljóm-
burður. Lokatónleikarnir fara
síðan fram í íþróttahúsinu í
Reykjahlíð á sunnudaginn en þá
verður frumflutt messan „Mass
of the Children“ eftir tónskáldið
John Rutter. Þátttakendur verða
um áttatíu söngvarar úr blönduð-
um kórum víðs vegar af landinu,
Stúlknakór Akureyrarkirkju og
einsöngvarnir Halla Dröfn Jóns-
dóttir og Ásgeir Páll Ágústsson.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
leikur undir stjórn Guðmunduar
Óla Gunnarssonar.
Sérstakur gestur stefnunnar
að þessu sinni er bandaríski kór-
stjórnandinn Lynnel Joy Jenk-
ins en hún mun stýra rúmlega
hundrað félögum úr kvennakór-
um landsins sem flytja munu
heimstónlist úr öllum áttum á
lokatónleikunum. Lögin verða öll
flutt á frummáli sínu en þau eru
meðal annars frá Kína, Rússlandi
og Suður-Afríku.
Listrænn stjórnandi kórastefn-
unnar er Margrét Bóasdóttir.
Söngveröld við Mývatn
2 3 4 5 6 7 8
Benedikt Eyþórsson sagnfræð-
ingur heldur í kvöld fyrirlestur í
bókhlöðu Snorrastofu sem ber tit-
ilinn „Guðsorð og gegningar: af
búskaparháttum og annarri um-
sýslu staðarhaldara í Reykholti á
fyrri tíð“. Fyrirlesturinn er hluti
af fyrirlestraröðinni Fyrirlestrar
í héraði, sem styrkt er af Menn-
ingarsjóði Borgarbyggðar.
Benedikt lauk MA-prófi í sagn-
fræði frá Háskóla Íslands fyrr á
árinu. Fyrirlestur sinn mun Bene-
dikt byggja á rannsóknum sínum
á staðnum Reykholti, enda fjöll-
uðu báðar lokaritgerðir hans um
Reykholt og sögu staðarins. Þær
voru hluti af hinu viðamikla Reyk-
holtsverkefni og unnar undir leið-
sögn Helga Þorlákssonar, prófess-
ors við Háskóla Íslands.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30.
Rekstur fyrrum
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
„ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“
GRETTIR
Miðasala 568 8000
www.borgarleikhús.is
grettir.blog. is