Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2007, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 05.06.2007, Qupperneq 52
Kl. 20.00 Söngtónleikar í Hafnarborg. Kór Öldutúnskóla, Kvennakór Öldu- túnssóknar, Kammerkór Hafnar- fjarðar og Karlakórinn Þrestir flytja lög Friðriks Bjarnasonar undir yfirskriftinni Enn er oft í koti kátt. Ópera úr útrýmingarbúðum Árleg kórastefna fer fram við Mývatn nú í vikunni og stefnir fjöldi söngfólks þangað til að stilla saman sína tónlistarstrengi. Að þessu sinni liggja fyrir tvö stór verkefni auk þess sem þátt- tökukórarnir munu syngja fjöl- breytt efni á þrennum tónleikum. Hátíðin stendur yfir frá 7.-10. júní. Á fimmtudaginn verða tón- leikar í félagsheimilinu Skjól- brekku en þar syngja Kvennakór Akureyrar og Kammerkór Norður- lands. Daginn eftir verða tón- leikar á harla óvenjulegum stað; þá syngja kórarnir Sálubót, Upp- sveitasystur, Vestfirsku valkyrj- urnar og Kvennakór Akureyar í hvelfingu Laxárstöðvar í Aðaldal en þar er víst afbragðs hljóm- burður. Lokatónleikarnir fara síðan fram í íþróttahúsinu í Reykjahlíð á sunnudaginn en þá verður frumflutt messan „Mass of the Children“ eftir tónskáldið John Rutter. Þátttakendur verða um áttatíu söngvarar úr blönduð- um kórum víðs vegar af landinu, Stúlknakór Akureyrarkirkju og einsöngvarnir Halla Dröfn Jóns- dóttir og Ásgeir Páll Ágústsson. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leikur undir stjórn Guðmunduar Óla Gunnarssonar. Sérstakur gestur stefnunnar að þessu sinni er bandaríski kór- stjórnandinn Lynnel Joy Jenk- ins en hún mun stýra rúmlega hundrað félögum úr kvennakór- um landsins sem flytja munu heimstónlist úr öllum áttum á lokatónleikunum. Lögin verða öll flutt á frummáli sínu en þau eru meðal annars frá Kína, Rússlandi og Suður-Afríku. Listrænn stjórnandi kórastefn- unnar er Margrét Bóasdóttir. Söngveröld við Mývatn 2 3 4 5 6 7 8 Benedikt Eyþórsson sagnfræð- ingur heldur í kvöld fyrirlestur í bókhlöðu Snorrastofu sem ber tit- ilinn „Guðsorð og gegningar: af búskaparháttum og annarri um- sýslu staðarhaldara í Reykholti á fyrri tíð“. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni Fyrirlestrar í héraði, sem styrkt er af Menn- ingarsjóði Borgarbyggðar. Benedikt lauk MA-prófi í sagn- fræði frá Háskóla Íslands fyrr á árinu. Fyrirlestur sinn mun Bene- dikt byggja á rannsóknum sínum á staðnum Reykholti, enda fjöll- uðu báðar lokaritgerðir hans um Reykholt og sögu staðarins. Þær voru hluti af hinu viðamikla Reyk- holtsverkefni og unnar undir leið- sögn Helga Þorlákssonar, prófess- ors við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30. Rekstur fyrrum 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.