Fréttablaðið - 05.06.2007, Qupperneq 54
MTV-kvikmyndaverðlaunin voru
afhent í Los Angeles um helgina.
Eins og venjan er vantaði ekki
stórstjörnurnar á hátíðina. John-
ny Depp, Cameron Diaz, Victoria
Beckham og Paris Hilton voru á
meðal gesta.
Framhaldsmyndin Pirates of
the Caribbean: Dead Man´s Chest
vann tvenn verðlaun, annars vegar
sem besta myndin og hins vegar
var Johnny Depp valinn besti aðal-
leikarinn fyrir túlkun sína á sjó-
ræningjanum Jack Sparrow.
Sacha Baron
Cohen, sem lék
Borat svo eftir-
minnilega á síð-
asta ári, fékk
tvenn verðlaun.
Hann var val-
inn besti gam-
anleikarinn og
fékk verðlaun
fyrir besta koss-
inn, sem var í
myndinni Talla-
dega Nights.
Þar kyssti hann
Will Ferrell og endurtóku þeir fé-
lagar leikinn á hátíðinni við mikil
hlátrasköll viðstaddra.
Hataðasti maður Dan-
merkur um þessar mundir,
fótboltabullan sem hljóp
inn á Parken undir lok leiks
Dana og Svía í undankeppni
EM og réðst á dómarann,
hefur beðist afsökunar á
athæfi sínu og biður dönsku
þjóðina um fyrirgefningu.
Hataðasti maður Danmerkur um
þessar mundir, fótboltabullan sem
hljóp inn á Parken undir lok leiks
Dana og Svía í undankeppni EM
og réðst á dómarann, hefur beðist
afsökunar á athæfi sínu og biður
dönsku þjóðina að fyrirgefa sér.
Maðurinn, sem kallaður er „R“ í
dönskum fjölmiðlum, segist miður
sín vegna framkomu sinnar, sem
hann man þó ekkert eftir vegna
ölvunar. Yfirvöld hafa skipað fjöl-
miðlum að gefa nafn mannsins ekki
upp af ótta við hefndaraðgerðir al-
mennings. Aðeins er vitað að árás-
armaðurinn er 29 ára gamall Dani
sem býr í Svíþjóð.
„Ég vill biðja alla Dani
afsökunar. Ég eyðilagði stórkost-
legt kvöld fyrir mörgum lönd-
um mínum og ég eyðilagði mögu-
leika landsliðsins á að komast
á lokakeppni EM. Ég er miður
mín,“ sagði maðurinn í samtali við
Ekstrabladet í Danmörku, en hann
réðst á dómarann Herbert Flandel
á síðustu mínútu leiks Dana og
Svía um helgina, þegar staðan var
3-3. Flandel flautaði leikinn af í
kjölfarið og Svíum var dæmdur 3-
0 sigur.
„Fólk í Danmörku hatar mig. Í
Svíþjóð er ég álitinn vitleysingur.
Mér líður ömurlega,“ segir maður-
inn enn fremur. Hann vill þó meina
að hann hafi aldrei ætlað að ganga
eins langt og hann gerði. „Ég man
að ég reiddist við ákvörðun dóm-
arans og æstist upp. Síðan er allt
svart. Ég man ekki eftir atvikinu
og ég trúi varla að ég hafi gert
þetta. Ég hef aldrei hagað mér
svona og allir sem þekkja mig geta
vottað það.“
Dönsk yfirvöld hafa miklar áhyggj-
ur af öryggi mannsins og telja að
bitrir stuðningsmenn landsliðsins
muni leggja ýmislegt á sig til að
vinna honum mein. Því hefur allt
kapp verið lagt á að halda nafni
hans og öðrum persónulegum upp-
lýsingum leyndum.
Sá fjölmiðill sem birtir nafn
mannsins á yfir höfði sér þunga
refsingu, að því er yfirvöld í Dan-
mörku hafa ákveðið, en þó þykir
líklegt að gerð verði grein fyrir
manninum á netinu innan tíðar.
Og þá er fjandinn laus, að því er
maðurinn segir. Hann hefur þegar
fengið nokkrar morðhótanir frá
aðilum sem gátu borið kennsl á
hann af sjónvarpsmyndunum.
„Ég er mjög hræddur og vil ekki
að fólk finni mig,“ segir maður-
inn, sem tekið hefur sumarhús á
leigu á afskekktum stað og mun
halda sig þar næstu vikur og jafn-
vel mánuði.
„Ég hef varpað kjarnorku-
sprengju á sjálfan mig. Allir
í kringum mig þjást vegna
heimskupara minna en ég finn
stuðning. Kærastan mín segir að
hún elski mig jafn mikið og áður.“
Stór nöfn á borð við R.E.M., David
Bowie, Iggy Pop og Leadbelly eiga
lög á plötu sem verður gefin út í
tengslum við nýja kvikmynd um
ævi rokkarans Kurt Cobain úr
Nirvana.
Myndin heitir About a Son og
byggir á viðtölum sem blaðamað-
urinn Michael Azerrad átti við
Cobain. Ben Gibbard, forsprakki
Death Cab for Cutie, semur kvik-
myndatónlistina ásamt framleið-
andanum Steve Fisk, auk þess
sem Gibbard á ný frumsamin lög á
plötunni. Er hún væntanleg í búðir
11. september.
Þekkt nöfn
heiðra Kurt
Dansgúrúinn Dan Karaty, sem
hefur öðlast heimsframa með
dómarastörfum sínum í
þættinum So You Think You
Can Dance, er væntanlegur
til Íslands í sumar. Helgina
28.-29. júlí mun hann kenna
upprennandi dönsurum
hér á landi á dansfestivali
Dansstúdíó World Class.
„Það verður mikið um að vera þessa helgi og
Dan er hápunkturinn í því,“ sagði Nanna Ósk
Jónsdóttir, deildarstjóri dansstúdíósins. „Hann
er náttúrlega mjög þekktur sem dómari úr
So You Think You Can Dance, og hefur getið
sér góðs orðs úti sem danshöfundur. Hann
hefur samið dansa fyrir þessar stóru stjörnur;
Britney Spears, Kylie Minogue og Jessicu
Simpson,“ sagði Nanna. Hún hefur áður fengið
þekkta danshöfunda til að koma til Íslands og
kenna hjá DWC. Darren Henson sótti DWC til
dæmis heim árið 2005.
Koma Karaty hingað til lands á ábyggilega
eftir að kveikja danslöngun í einhverjum, enda
kveðst Nanna verða vör við gríðarlegar vin-
sældir þáttanna í starfi sínu. „Allir sem stunda
dans hérna fylgjast með honum,“ sagði hún
sposk. Námskeiðið verður opið öllum, en skipt
verður í hópa eftir getu. „Ég legg mikla áherslu
á það að þetta er fyrir alla,“ sagði Nanna.
Heimsþekktur dansdómari til landsins
Sigursælir
sjóræningjar
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
Fjöldi útgefinna miða: 130.000
Upplýsingar um vinningsnúmer í símum 540 1918 (símsvari) og
540 1900 og á heimasíðunni www.krabbameinsfelagid.is/happ
skattfrjáls vinningur
að verðmæti
171
21.750.000 kr.
www.krabb.isKrabbameinsfélagsins
Sumarhappdrætti
Dregið 17. júní 2007
Vertu með og
styrktu gott málefni!
Ford Escape Limited
3,0i V6 sjálfskiptur.
Verðmæti 3.850.000 kr.
Bifreið eða greiðsla upp í íbúð.
Verðmæti 1.000.000 kr.
Úttektir hjá ferðaskrifstofu
eða verslun.
Hver að verðmæti 100.000 kr.
169
Glæsilegir vinningar: