Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 1
Þórdís Claessen elskar dökkblátt og hefur gam-
an af því að sjá gallabuxur eldast eins og vín.„Öll þessi föt eru í éð
er á dögunum og á eftir að hafahvernig þæ l
norðurlandFIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2007 Ástarkveðja frá AkureyriSnorri Ásmundsson hugleiðirkærleika úr pýramída í Feneyjum.
BLS. 6
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 462 3504 Egilsstaðir: Miðvangur 1, s: 471 2954
Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-15
Strákastelpa í
stelpustrigaskóm
„Einhvern tíma hefur þessi grálúða litið í
forvitni sinni í niðursuðudós á hafsbotni,“ segir
Gunnar Gunnarsson, starfsmaður hjá sjávarútvegs-
fyrirtækinu Brimi. Fyrir skömmu komu skipverjar
frystiskipsins Guðmundar í Nesi með sérkennilega
grálúðu að landi. Lúðan reyndist vera með mikið
hálsskart gróið inn í hálsinn og þótti sjómönnum
helst sem búnaðurinn líktist skrautmunum einhvers
ættbálks sögubóka. Við nánari athugun kom þó í ljós
að skartið var ekkert annað en gömul niðursuðudós
sem lúðan hafði greinilega þurft að bera í langan
tíma.
„Dósin var gróin við hana að hluta. Maður sér samt
að eyrugginn hefur verið á hreyfingu og því er dósin
laus í kringum hann,“ útskýrir Gunnar. Hann segir að
í dag sé engu hent í sjóinn úr skipum en greinilega
slæðist ein og ein niðursuðurdós í hafið og geti það
haft slæmar afleiðingar fyrir lífríkið.
„Það eru alltaf einhverjir furðufiskar í sjónum,“
segir Gunnar og bætir við að fiskurinn með skartið
fari ekki í verslanir.
Grálúðan var með hálsskart
Íslenska landsliðið tap-
aði í gær fyrir Svíum í undan-
keppni Evrópumótsins 2008 með
fimm mörkum gegn engu.
Íslenska liðið sá aldrei til sólar
og fékk til að mynda fjögur mörk
á sig á ellefu mínútna leikkafla.
Eyjólfur Sverrisson landsliðs-
þjálfari sagði eftir leik að hann
ætlaði ekki að segja starfi sínu
lausu. Geir Þorsteinsson, for-
maður KSÍ, sagði að hann stæði
þétt að baki þjálfaranum.
Um liðna helgi gerði landsliðið
jafntefli við smáríkið Liechten-
stein á Laugardalsvelli. „Mér
finnst ósanngjarnt að menn séu
að krefjast þess að ég hætti með
liðið,“ sagði Eyjólfur í viðtali við
Fréttablaðið eftir leik. Mikil
umræða hefur verið um framtíð
landsliðsþjálfarans síðustu daga.
Marcus Allbäck skoraði tví-
vegis gær og þeir Anders Svens-
son, Olof Mellberg og Markus
Rosenberg skoruðu eitt mark
hver.
Landsliðið fær skell
Guðmundur Þórodds-
son, forstjóri Orkuveitu Reykja-
víkur, staðfesti við Fréttablaðið í
gær að söluverð á raforku til
Norðuráls vegna fyrirhugaðs
álvers fyrirtækisins í Helguvík
væri tæplega 2,1 króna á hverja
kílóvattstund af rafmagni. Þetta
er í fyrsta skipti sem orkuverð
opinbers orkufyrirtækis til stór-
iðju er gefið upp með svo
nákvæmum hætti.
Bjarni Helgason, formaður
félags garðyrkjubænda, segir
bændur greiða að meðaltali um
fjórar krónur á kílóvattstund.
Engir einstakir notendur rafork-
unnar eru sambærilegir við
álfyrirtækin hér á landi hvað
varðar kaup á raforku en álverin
þurfa margfalt meiri raforku en
aðrir einstakir kaupendur.
Gert er ráð fyrir því að 95 af
100 megavöttum verði nýtt á
samningstímanum en það er um
fimm prósentustigum meira en
fram hefur komið um nýtingar-
hlutfall Landsvirkjunar vegna
sölu á raforku til stóriðju.
Eins og greint var frá í Frétta-
blaðinu í gær er gert ráð fyrir að
heildartekjur Orkuveitunnar
verði um 40 milljarðar króna en
kostnaður vegna virkjanafram-
kvæmdanna verði fimmtán millj-
arðar.
Orkuveitan skuldbindur sig
með samningnum við Norðurál til
að útvega 40 prósent af rafork-
unni sem álverið mun þurfa. Hita-
veita Suðurnesja útvegar afgang-
inn samkvæmt samningi sem
undirritaður var á vormánuðum.
Ekki liggur fyrir hvert raforku-
verðið er samkvæmt þeim samn-
ingi.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
náðist ekki í Össur Skarphéðins-
son iðnaðarráðherra.
Greiða 2 kr. á
kílóvattstund
Norðurál borgar Orkuveitu Reykjavíkur 2,1 krónu
á hverja kílóvattstund af raforku vegna fyrirhugaðs
álvers í Helguvík. Grænmetisbændur sem teljast til
stórnotenda borga um fjórar krónur á kílóvattstund.
Ástarkveðja frá
Akureyri