Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 13
Beint flug Iceland Express milli Akureyrar og Kaupmannahafnar er hafið á ný. Fjölskylda frá Akureyri, Linda Björk Ómarsdóttir og börn hennar tvö, Ástrós Harpa og Ómar Snær, fékk að gjöf þriggja daga ferð til Kaupmannahafnar með fyrstu vélinni. Gjöfin er liður í samstarfi Iceland Express og ADHD- samtakanna, stuðningssamtaka fjölskyldna barna og unglinga með athyglisbrest og ofvirkni, en Ómar Snær er ofvirkur. Börnin voru himinlifandi enda bæði að fara til útlanda í fyrsta skipti. Að sögn Lindu var þrennt sem þau óskuðu sér: að sjá fíl, búa til bangsa í Tívolíinu og kaupa AC Milan búning. Flogið verður milli Akureyrar og Kaupmannahafnar tvisvar í viku, á mánudögum og miðviku- dögum, til ágústloka. Fjölskylda fékk ferð að gjöf Nýliðinn maímánuður var fremur kaldari en í meðalári. Meðalhiti í Reykjavík var 6 stig sem er 0,3 gráðum undir meðal- lagi. Á Akureyri var meðalhitinn 4,5 stig sem er einni gráðu undir meðallagi. Fyrstu daga mánaðarins var hlýtt um allt land en svo kólnaði snögglega og snjóaði víða um land. Sólríkt var um landið sunnanvert og voru sólskins- stundir í Reykjavík fleiri en í meðalári. Á Akureyri voru sólskinsstundirnar 125 sem er 50 stundum undir meðallagi. Hæst fór hitinn í 20,7 stig á Hallormsstað 1. maí. en lægstur hiti í byggð mældist 8 gráðu frost á Þingvöllum hinn 14. maí. Kaldara en í meðalári , Nauðsynlegt er að foreldrar eyði sem mestum tíma með börnum sínum og viti hvað þau taka sér fyrir hendur. Þetta er meðal þess sem kom fram þegar SAMAN-hópurinn, samstarfshópur um forvarnir, kynnti þema sumarsins: Fjölskyldan saman með börnin í fókus. Bergþóra Valsdóttir kom fram fyrir hönd hópsins og kynnti nýja auglýsinga- herferð þar sem foreldrar eru hvattir til samveru- stunda með börnunum, þær séu besta forvörnin. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra mætti á fundinn og lýsti yfir ánægju sinni með verkefnið. Hann sagði að svona forvarnarstarfsemi, samvinna með foreldrum, væri eina leiðin til árangurs. Guðlaugur tók einnig undir orð hópsins um að samverustund með börnunum væri mikilvæg- ust af öllu. Foreldrar þyrftu að forgangsraða tíma sínum. SAMAN-hópurinn var stofnaður í upphafi árs 2000. Í honum eru fulltrúar rúmlega 20 félagasam- taka og opinberra samtaka um allt land. SAMAN- hópurinn hlaut Íslensku lýðheilsuverðlaunin fyrr á þessu ári. © In te r I KE A Sy ste ms B .V .2 00 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.