Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 82
 Gunnar Heiðar Þorvalds- son ætlar að byrja að æfa á fullu í Þýskalandi, viku áður en undir- búningstímabilið hefst formlega hjá félagi hans, Hannover 96. Hann hefur verið staddur hér á landi undanfarnar vikur en fór í nótt aftur til Þýskalands. „Ég byrja á því að fara í athug- un hjá læknum Hannover til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi hjá mér,“ sagði Gunnar Heiðar. „Ég er núna loksins orðinn heill af þessum meiðslum og vonandi að það haldi sér þannig,“ sagði hann en meiðslin hafa verið að plaga hann nánast allt tímabilið. Hann fékk ekki bót meina sinna fyrr en hann hitti lækni Bayern München og þýska landsliðsins. Á morgun fer hann svo til Balí í tíu daga frí en snýr svo aftur til Hannover. „Ég ætla að byrja að æfa á fullu viku áður en undirbúningstímabil- ið byrjar hjá liðinu. Ég hef áður sagt að ég vilji fá tækifæri til að sýna mig og sanna hjá þessu liði. En þetta mun svo koma til með að skýrast allt saman.“ Hann segir að mörg félög hafi sett sig í samband við umboðs- mann sinn, Ólaf Garðarsson. „Mörg félög hafa stungið upp á því að það væri betra fyrir mig að fara til þeirra þar sem ég fengi nóg að spila í stað þess að sitja á bekknum hjá Hannover. En hann hefur á móti sagt að ég hef verið meiddur,“ sagði Gunnar Heiðar. Hann veit ekki hvaða félög það eru sem hér um ræðir og vill þar að auki ekki vita það. „En það er jákvætt að það sé verið að fylgjast með manni. Nú er maður kominn í fílinginn aftur og ég held að næsta ár verði algjör sprengja.“ Hann var meðal áhorfenda á leik Íslands og Liechtenstein um helg- ina en viðtalið var tekið fyrir leik- inn gegn Svíum í gær. „Auðvitað var það algjör hörmung að þurfa að sitja upp í stúku og horfa á leik- inn. En svona er þetta bara. Ég var þó sáttur við ungu strákana í lið- inu, þeir hlupu og börðust vel.“ Byrjar að æfa viku fyrr en hinir Úrslitarimma Cleve- land Cavaliers og San Antonio Spurs hefst í kvöld. Veðbankar hafa litla trú á Cavs sem státa þó af LeBron James sem hefur verið hreint magnaður í úrslitakeppn- inni. Bruce Bowen fær það hlut- verk að gæta hans en hann hefur í fjögur ár í röð verið valinn varnarmaður ársins í deildinni. „Hann er undirstaða liðsins, það er allt eða ekkert hjá honum. Hann verður að standa sig í öllum leikjunum,“ sagði Bowen og kynti undir James. Cavs unnu báða leikina milli félaganna í vetur. Almennt miðaverð á leiki í úr- slitunum er frá 18 til 940 þúsund krónur en það er það sem dýrustu miðarnir á heimaleiki Cleveland eru verðlagðir á. Nær Bowen að stöðva LeBron? West Ham gekk í gær frá sínum fyrstu kaupum sumarsins þegar Scott Parker skrifaði undir fimm ára samning við félagið. Parker kostar West Ham sjö milljónir punda en hann hefur verið fyrirliði Newcastle síðustu tvö tímabil. „Ég er í skýjunum. Hann kemur til okkar meðvitaður um að við ætlum að fara langt með félagið,“ sagði Alan Curbishley, stjóri West Ham. Parker kominn Frammistaða LeBron James, leikmanns Cleveland, í úrslita- keppni NBA hefur vakið verð- skuldaða athygli og nú þegar farið að skoða hana í sögulegu sam- hengi. NBA tók saman lista yfir bestu frammistöðu leikmanna í NBA-deildinni frá upphafi. 1. sæti: Earvin verður að Magic Árið er 1980. Kareem Abdul- Jabbar er meiddur en L.A. Lakers leiðir 3-2 í rimmunni við Phila- delhia 76ers. Getur það unnið án Jabbar? Nýliðinn Earvin John- son, sem trúði því ekki að hann ætti að byrja leikinn, lýsti yfir að „þið þurfið ekkert að óttast, E.J er mættur.“ „Þeir horfðu á mig eins og ég væri vitleysingur,“ sagði Magic síðar á ferlinum. „Þessi strákur? Einmitt,“ sögðu liðsfélagar hans. Hinn kokhrausti nýliði spilaði sinn besta leik á ferlinum þetta kvöld. Hann skoraði 42 stig, tók 15 frák- öst, átti sjö stoðsendingar og stal þremur boltum og leiddi lið Lakers til glæsilegs 123-107 sigurs. „Það mátti heyra saumnál detta meðal áhorfenda. Þeir trúðu þessu ekki,“ sagði Magic sem var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar þetta ár sem Lakers varð meistari. 2. sæti: LeBron stimplar sig inn 31. maí 2007 - dagurinn sem LeBron James komst í hóp fram- úrskarandi leikmanna í sögu NBA. Þessi strákur er fæddur árið 1984 og er naut að vexti. Ef þetta Cleve- land lið væri ekki með LeBron innanborðs hefði það eflaust ekki komist í úrslitakeppnina. LeBron skoraði 29 af 30 síðustu stigum liðsins, mörg hver með stórkost- legum tilþrifum og Cavs er komið alla leið í úrslitin. „Ég skammast mín af því ég á ekki til orð til að lýsa því sem hann gerði hérna í kvöld,“ sagði Mike Brown, þjálfari Cleveland eftir leikinn. „Þetta var ótrúlegt, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði Daniel Gibson, leikmaður Cavs. „Það er ekkert hægt að lýsa þessu með orðum.“ 3. Ekkert fær stöðvað Jordan Þrátt fyrir að vera nær dauða en lífi minnti óumdeilanlega besti körfuboltamaður allra tíma ræki- lega á sig í leik fimm í úrslita- keppninni árið 1997. Einvígið var að snúast Utah Jazz í hag og eftir tvo tapleiki í röð þurfti Chicago Bulls á öllu sínu að halda til að vinna. Vandamál komið upp - matareitr- un hjá Jordan sem var sárkvalinn í marga daga. Læknar Bulls réðu honum frá því að spila en eftir að hafa verið rúmfastur í 24 tíma mætti Jordan galvaskur í Delta Center þremur tímum fyrir leik. „Hann leit mjög illa út, og þá meina ég mjög illa,“ sagði Scottie Pippen um félaga sinn. Þrátt fyrir allt spilaði Jordan, og það óaðfinnanlega. Hann skoraði 38 stig og dró Chicago-vagninn sem rann til 90-88 sigurs. „Þetta var líklega það erfiðasta sem ég hef nokkurn tímann gert. Ég spilaði þar til það leið næstum yfir mig. Ég hefði verið miður mín hefðum við tapað,“ sagði Jordan eftir leik- inn. Í fjórða sæti var svo Isiah Tomas og 43 stig hans fyrir Pistons þegar hann var illa meiddur á ökkla allan síðari hálfleikinn en dró lið sitt samt áfram til sigurs gegn Lakers 1988. Fimmta sætið skipar svo Michael Jordan og 63 stigin sem hann skoraði gegn Boston Celtics í úrslitakeppninni 1986. „Guð er mættur í dulargervi Michael Jor- dan,“ sagði Larry Bird eftir þann sögufræga leik. Frammistsaða LeBron James í sjötta leik Cleveland Cavaliers og Detroit Pistons hefur vakið verðskuldaða athygli. NBA.com tók saman lista yfir bestu frammistöðu leikmanna í sögu NBA-deildarinnar. Verð kr. 29.990 Netverð á mann, flugsæti með sköttum, m.v. 29. júní í 1 eða 2 vikur. Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Barcelona 22. júní. Þú bókar tvö flugsæti en greiðir aðeins fyrir eitt. Borgin býður frábært mannlíf og óendan- lega fjölbreytni í menningu og afþreyingu að ógleymdu öllu því úrvali fjölbreyttra verslana sem eru í borginni. Gríptu þetta frábæra tækifæri - aðeins örfá sæti laus! 2 fyrir 1 til Barcelona 22. júní frá kr. 24.990 Allra síðustu sætin Verð kr. 24.990 Netverð á mann, flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 22. júní í 1 eða 2 vikur. Ísland vann í gær aftur eins marks sigur á Tékkum í æf- ingaleik ytra, rétt eins og í fyrra- dag. Lokatölur leiksins í gær 26- 25 eftir að Tékkland var tveimur mörkum yfir í hálfleik. Alfreð Gíslason var léttur í bragði þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. „Já, það er greini- lega þessi þvílíka sigling á okkur,“ sagði hann og hló. „En þetta var kaflaskiptur leikur. Við byrjum gríðarlega vel og komumst 5-1 og 6-2 yfir. Svo verðum við hrikalega kærulausir, förum illa með sendingar og færi og hleypum þeim aftur inn í leik- inn. Við erum svo 2-3 mörkum undir stærstan hluta síðari hálf- leiksins en spiluðum svo aftur afar vel síðasta korterið,“ sagði Alfreð. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur íslenska liðsins í gær en Róbert Gunnarsson kom næstur með fimm. Ólafur Stefáns- son gerði fjögur, Guðjón Valur Sigurðsson þrjú sem og Logi Geirsson. Ásgeir Örn Hallgríms- son skoraði tvívegis og Sigfús Sigurðsson, Alexander Petersson og Hannes Jón Jónsson einu sinni hver. „Við vorum í vissum vandræðum með mörk utan af velli í þessum leikjum og spiluðum allt of hægt til að byrja með. Það bættist þó aðeins eftir því sem á leið,“ sagði Alfreð. Hann kveðst þokkalega sáttur fyrir leikinn gegn Serbum á laugardag. „Það er heilmargt í okkar leik sem við getum bætt. Mér finnst að útileikmennirnir okkar eigi til að mynda heilmikið inni. Vörnin spilaði ágætlega á köflum en fékk svo á sig afar ódýr og kæruleysis- leg mörk inn á milli,“ sagði Alfreð. Rimman við Serba sker úr um hvor þjóðin fer á EM í Noregi á næsta ári Aftur eins marks sigur á Tékkum ytra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.