Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 38
 7. JÚNÍ 2007 FIMMTUDAGUR2 fréttablaðið norðurland Listasumar er haldið á hverju ári á Akureyri og stendur þá yfir skipulögð dagskrá frá Jóns- messu og til ágústloka. Valdís Viðars hefur haft veg og vanda af því að skipuleggja dagskrána að þessu sinni og segir margt spennandi í boði. „Setning Listasumars er 20. júní,“ segir Valdís. „Sýningin „Jónas í Lystigarðinum“ verður sett upp í Lystigarðinum þann dag. Þar verður hægt að hlýða á ljóð eftir Jónas Hallgrímsson, sem er að þessu sinni eins og og rauður þráður í gegnum dagskrána, upphaf hennar, miðja og endir. Enda á Jónas einmitt 200 ára afmæli í ár.“ Að sögn Valdísar ættu tónlistarunnendur að geta hlakkað til, þar sem fjölbreyttir tónlistarviðburðir verða á boðstólum. „Hérna verður kvintett úr Metropolitan-óperunni heimsfrægu á ferðinni, Hanne Juul Trio frá Svíþjóð og Jessica Sligter: The Story of Modern Farming með tónleika, svo nokkur dæmi séu nefnd,“ segir hún. „Barnamenningunni verða líka gerð góð skil á Jóns- messu sem endranær,“ heldur Valdís áfram. „Þannig munu valdir listamenn, á borð við Þráin Karlsson, Þórarin Blöndal, Örnu Valsdóttur, Hönnu Hlíf Bjarna- dóttur og fleiri góða, taka á móti börnunum. Að þessu sinni ætla þeir að vinna með verk rithöfundarins Brynhildar Þórarindóttur, sem hefur getið sér góðan orðstír fyrir endurritanir á Laxdælu, Eglu og Njálu. En þess má geta að fyrir þá síðustu hlaut höfundurinn viðurkenningu IBBY-samtakanna á Íslandi.“ Að sögn Valdísar er einnig von á þýskum rithöfundum til Akureyrar í tilefni af dagskránni og koma þeir á vegum Arthúrs Björgvins Bollasonar fyrir viðburðinn Heim ljóssins, sem hann skipulagði líka á síðasta ári með Sigurði H. Jónssyni og Sigurði A. Magnússyni. Valdís vill ekki gefa of mikið uppi um þennan einstaka dagskrárlið en segir hann sannkallaðan hvalreka fyrir áhugamenn um bókmenntir. Valdís segir dagskránni ljúka með Akureyrar- vöku 25. ágúst. Samdægurs verður opnuð samsýning 22 listamanna í Ketilhúsinu, sem ber yfirskriftina „Daðrað við Jónas“, þar sem þeir hafa fengið viðfangs- efnið Jónas Hallgrímsson frá sýningarstjóranum Þór- arni Blöndal. Er þetta aðeins brot af því sem verður í boði og þótt Listasumri ljúki í ágúst, verður sneisa- fullt af spennandi menningarviðburðum á Akureyri allt árið um kring. roald@frettabladid.is Daðrað við Jónas Að sögn Valdísar varð hugmyndin að Listasumri upphaflega til hjá hópi áhugamanna sem settu sér það markmið að byggja upp menningarstarfsemi í gömlu húsnæði KEA. Vegna þess hve vel tókst til var starfinu haldið áfram og varð það til þess að fyrsta Listasumarið var haldið á Akureyri árið 1993. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS Arctic Open er alþjóðlegt golfmót á vegum Golfklúbbs Akureyrar sem hefur fest sig í sessi og verður nú haldið dagana 21.-24. júní næstkomandi. Forsvarsmenn Golfklúbbs Akureyrar segir völlinn aldrei hafa verið betri að vori og því von á góðu sumri. Mikil stemning hefur myndast fyrir Arctic Open- mótinu í lok mánaðarins en löngu er orðið uppselt. Nú getur fólk aðeins skráð sig á biðlista. Búast má við kylfingum víðs vegar að úr heiminum. Það var fyrst árið 1986 að Arctic Open-mótið var haldið og var þá einungis keppt í einum flokki með forgjöf. Kylfingar koma víðs vegar að úr heimin- um til að taka þátt í mótinu og njóta þess að spila golf í miðnætursólinni. Frá árinu 1987 hefur verið keppt í tveimur flokkum, með og án forgjafar, og það ár var atvinnumönnum í fyrsta sinn boðin þátt- taka og mótið um leið gert að alþjóðlegu golfmóti. Árið 2002 var bætt við verðlaunum fyrir besta árangur í kvenna- og öldunga- flokki án forgjafar. - keþ Golf undir miðnætursól Arctic Open-mótið er haldið í lok júní þegar bjart er allan sólarhringinn. Lystigarðurinn á Akureyri er á Suðurbrekkunni sunnan Menntaskólans. Garðurinn er grasa- og skrúðgarður rekinn af Akureyrarbæ. Garðurinn var form- lega opnaður árið 1912 en grasagarðurinn árið 1957. Garðurinn hefur verið stækkaður þrisvar frá upphafi og er nú um 3,7 hektarar. Hlutverk garðsins er margþætt. Fyrst og fremst er lögð áhersla á prófanir á fallegum, harðgerðum, erlendum plöntum sem hægt er að rækta hérlendis. Einnig að vera almenningsgarður sem nýtist til fróðleiks og skemmtunar. Á sumrin er garðurinn dásamlegur staður á góðum degi. Fjöldi gosbrunna prýða garð- inn ásamt trjám, blóm- um og gróðri og einnig eru þar fallegir göngustígar og grasflöt þar sem hægt er að liggja þegar sólin birtist. Lystigarðurinn er opinn frá 1. júní-30. september; á virkum dögum klukkan 8-22 og um helgar klukkan 9-22. - rh Láttu Lystigarðinn eftir þér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.