Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 72
Leikarinn Sacha Baron Cohen,
sem þekktastur er fyrir túlk-
un sína á Borat og Ali G, á von á
barni með áströlsku leikkonunni
Isla Fisher. Leikkonan mun hafa
greint nánum vinum frá tíðindun-
um þegar parið sótti MTV-kvik-
myndaverðlaunahátíðina í vik-
unni, þar sem Sacha Baron hlaut
meðal annars tvenn verðlaun. „Ég
er ólétt og mér líður frábærlega.
Ég er mjög spennt yfir því að
verða mamma,“ á Fisher að hafa
sagt við vinkonur sínar, Drew
Barrymore og Cameron Diaz.
Fisher, sem er hvað þekktust
fyrir leik sinn í kvikmyndinni
The Wedding Crashers, mun vera
komin þrjá mánuði á leið en hvorki
hún né Sacha Baron vildu tjá sig
um málið við fjölmiðla ytra.
Borat verður pabbi
Angelina Jolie hefur viðurkennt að
samband hennar við Brad Pitt sé
ekki upp á sitt besta í augnablik-
inu. Hún segir þau skötuhjú fá afar
lítinn tíma til að rækta eigið sam-
band þar sem allur tíminn fari í
barnauppeldið, en sem kunnugt er
eiga hún og Brad fjögur börn, öll
undir sex ára aldri. Jolie segir hins
vegar að hún og Pitt séu að vinna
mikið í sínum málum og reyni eftir
fremsta megni að gera fjölskyldu-
lífið eins eðlilegt og mögulegt er.
Stundum taki börnin hins vegar of
mikinn toll.
„Á þessari stundu eigum við í
vandræðum. Öll pör þurfa á sínum
tíma að halda og við erum þar engin
undantekning. Við erum að vinna í
þessum málum og ætlum að reyna
að ná betra skipulagi í heimilislíf-
ið,“ sagði Jolie í viðtali. Ummæli
Jolie þykja ýta undir orðróm um að
Pitt sé orðinn þreyttur á samband-
inu en hann þótti úrvinda þegar
hann kom fram á rauða dreglinum
á kvikmyndahátíðinni í Cannes í
síðasta mánuði.
Barnauppeldið virðist þó ekki
vera ástæðan því stjörnuparið mun
vera að ættleiða eitt barn til viðbót-
ar og í þetta sinn ætla þau að taka
að sér nokkurra mánuða gamlan
munaðarleysingja frá Tékklandi.
Verður það önnur ættleiðing hjón-
anna á síðustu fjórum mánuðum.
Samband Jolie og
Brad Pitt í uppnámi
Parið Berglind Hólm Ragn-
arsdóttir og Mario Ruiz
hafa sett á laggirnar síðuna
bestiheimi.is. Þar gefst not-
endum kostur á að auðvelda
sér bloggflandrið.
„Þetta kom eiginlega til af því að
við vorum alltaf að tala um það
í vinahópnum hversu pirrandi
það er að vera alltaf að fara inn á
bloggin hjá öllum,“ útskýrði Berg-
lind. „Við bloggum bæði og allir
vinir okkar líka. Morgunrútínan
hjá okkur er þannig að við lesum
fyrst blöðin og svo bloggin. Maður
var flakkandi á milli blogga, og
svo var kannski enginn búinn að
skrifa neitt nýtt. Við fórum að
tala um hvað það væri þægilegt
að hafa þetta allt saman á einum
stað,“ sagði Berglind. Hún er nemi
í félagsfræði, en Mario er forrit-
ari.
Afraksturinn er bestiheimi.is.
Þar stofna notendur sérstakan
reikning og setja blogg vina sinna
og vandamanna í áskrift. „Þá safn-
ast bloggin á eina síðu. Þú ferð
bara inn á hana og sérð þar hverjir
eru búnir að skrifa eitthvað nýtt,“
útskýrði Berglind. „Og ef þú átt
vini sem eru mjög latir við þetta
geturðu meira að segja fengið
sendan tölvupóst þegar þeir bæta
inn á síðuna sína,“ bætti hún við.
Berglind og Mario veltu því fyrst
fyrir sér að hafa síðuna alþjóðlega,
en ákváðu síðar að einbeita sér að
íslenskum bloggheimi. „Það eru
svo fáir sem tala íslensku, og líka
svo margir sem eru að blogga á
landinu,“ sagði Berglind. Notend-
ur geta þó bætt hvaða bloggi sem
er inn á listann sinn, en það er svo
merkt sem annað hvort íslenskt
blogg, enskt, spænskt, eða sem
„annað“ tungumál. Á forsíðu bestí-
heimi er svo hægt að velja ein-
hvern af þessum flokkum og skoða
hverju aðrir notendur fylgjast með.
Utan blogga nær bestíheimi einnig
yfir fréttir. „Planið er að búa líka
til spænska síðu, en ég veit ekki
hvort það verður neitt meira en
það,“ sagði Berglind. Spánn ligg-
ur beinast við þar sem Mario er af
spænsku bergi brotinn.
Berglind bendir á að síðan sé
enn í betaútgáfu. „Það getur vel
verið að þar séu villur, svo fólk
má endilega benda okkur á þær,“
sagði hún.