Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 81
 David Beckham stal senunni í Eistlandi í gær þegar Englendingar unnu heima- menn 3-0. Sigurinn er mikill létt- ir fyrir landsliðsþjálfarann Steve McClaren sem hefur legið undir ámæli að undanförnu. Hann lét undan miklum þrýstingi og valdi Beckham í fyrsta sinn í hópinn fyrir leikinn mikilvæga í gær. Beckham sannaði endanlega að McClaren hefði aldrei átt að skilja hann eftir úti í kuldanum. Beckham átti virkilega góðan leik, lagði upp tvö mörk og spyrnur hans ollu Eistlendingum miklum vandræðum. Joe Cole skoraði fyrsta mark- ið eftir að Peter Crouch stangaði boltann til hans áður en Crouch sjálfur skoraði með skalla eftir sendingu frá Beckham. Michael Owen skoraði svo þriðja markið og aftur var Beckham arkitekt- inn en markið er það fyrsta sem Owen skorar í heilt ár fyrir lands- liðið. Niðurstaðan 3-0 sigur fyrir England en endurkoma Beckham stendur upp úr. Englendingar eru enn í fjórða sæti riðilsins en eiga leik til góða á Ísrael sem er í öðru sæti, þremur stigum á undan Englandi. Á milli þeirra eru Rússar með fimmtán stig en á toppnum sitja Króatar með sautján stig. Dennis Rommendahl sá um Letta í Riga í gær. Hann skor- aði tvö mörk með skömmu milli- bili í fyrri hálfleik og Danir fóru með bæði stigin í farteskinu heim á leið. Sigurinn var kærkominn fyrir Dani eftir vonbrigðin gegn Svíum á laugardaginn. Spánverjar gerðu góða ferð til Liechteinstein og unnu þar sigur 2-0. David Villa skoraði bæði mörk Spánar í leiknum en brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og missti þar með af þrennunni. Spán- verjar voru betri á öllum sviðum fótboltans en leikmenn Liechtein- stein þóttu sýna af sér fína baráttu og voru þeir óheppnir að ná ekki að minnka muninn. Með sigrinum á Íslandi í gær tryggðu Svíar sér toppsætið í riðl- inum en Spánverjar eru í öðru sæti. Norður-Írar eru í þriðja sæti og Danir í því fjórða. Þá koma Íslendingar en Liecthenstein og Lettar sitja á botninum. Næsta umferð í riðlinum verður leikin í september en þá koma Spánn og Norður-Írar til Íslands. David Beckham sannaði að hann á heima í landsliðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.