Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 4
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val
á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18.
Opið virka daga: 10-18
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
„Ég mun að sjálf-
sögðu beita mér fyrir því og vona
að þessi áform gangi ekki eftir,“
segir Björgvin G. Sigurðsson við-
skiptaráðherra um virkjunar-
áform Landsvirkjunar í Neðri-
Þjórsá.
Björgvin segir að eftir að full-
trúar allra flokka hafi lýst yfir á
Alþingi að ekki kæmi til greina að
landeigendur við ána yrðu beittir
eignarnámi, sé boltinn hjá land-
eigendum sjálfum. Samkvæmt
upplýsingum frá Landsvirkjun
hafa samningaviðræður við land-
eigendur staðið yfir síðan í janúar
og Björgvin vill „láta reyna á það
ferli“ áður en lengra verði haldið.
Viðskiptaráðherra útilokar ekki
að leyfi Landsvirkjunar verði aft-
urkölluð ef allt annað bregst en
vill skoða betur lögformlegar hlið-
ar málsins. „Einu úrræðin til að
koma í veg fyrir þetta væri þá að
afturkalla leyfin, sem getur verið
mjög flókið mál því það er svo
langt síðan Landsvirkjun fékk
þessi leyfi. Það verður bara að
fara yfir það hvar þetta er statt.
Ef leyfið yrði afturkallað myndi
það líklega kalla á skaðabóta-
mál.“
„Ég er, eins og ég marglýsti yfir
í kosningabaráttunni, á móti þess-
um virkjunum,“ segir ráðherra.
Gæti endað í skaðabótamáli
Umhverfismál og
fyrirhugaðar eldflaugavarnir
Bandaríkjanna eru tvö helstu
ágreiningsmálin á leiðtogafundi
G8-ríkjanna sem hófst í Heili-
gendamm í Þýskalandi í gær. Leið-
togar Bandaríkjanna, Bretlands,
Frakklands, Ítalíu, Japans, Kan-
ada, Rússlands og Þýskalands
snæddu þar kvöldverð í gær og
sitja á fundum í dag og á morgun.
Á sérfundi með Angelu Merkel
Þýskalandskanslara í gær sagðist
George W. Bush hafa fullan vilja
til þess að vinna með henni að
lausn á deilum þeirra um umhverf-
ismál. Um leið ítrekaði Bush þó að
hann myndi aldrei semja um neitt
hámark á leyfilegum útblæstri
góðurhúsalofttegunda.
Bush sagðist vilja semja um það
hvað taki við af Kyoto-bókuninni,
þegar gildistími hennar rennur út
árið 2012, og nefndi þá tvö mark-
mið: „Annað er að draga úr gróð-
urhúsalofttegundum, hitt er að
verða minna háður orkugjöfum.“
Merkel hefur hins vegar lagt
mikla áherslu á að ná samningum
um að settar verða fastar tak-
markanir á útblæstri gróðurhúsa-
lofttegunda. sem eiga að tryggja
það að hlýnun jarðar verði ekki
meiri en sem nemur tveimur gráð-
um á Celsíus, en það þýðir í raun
að fyrir árið 2050 skuli draga úr
útblæstrinum svo hann verði
helmingurinn af því sem hann var
árið 1990.
Á morgun ætla þeir Bush og
Vladimír Pútín að eiga með sér
fund utan við aðalfundarhöldin til
að ræða sín ágreiningsmál, sem
einkum snúast um áform Banda-
ríkjanna um að koma sér upp eld-
flaugavarnakerfi í Evrópu. Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands,
ætlaði líka að ræða einslega við
Pútín.
Annars átti þýska lögreglan í
gær fullt í fangi með að halda tíu
þúsund mótmælendum frá fund-
arstaðnum, sem hefur verið girtur
af svo rammlega að helst þykir
minna á Berlínarmúrinn forðum.
Nærri þúsund mótmælendur
komust framhjá lögreglu inn á
bannsvæði og alveg að gaddavírs-
girðingunni rammgerðu og reyndu
sumir að klippa sér leið í gegn. Á
vegunum, sem liggja til Heili-
gendamm, höfðu fjölmennir hópar
mótmælenda komið sér fyrir og
lokuðu allri umferð klukkutímum
saman.
„Við höfum náð á okkar vald
öllum vegum til Heiligendamm,“
sagði Christoph Kleine, einn mót-
mælendanna. „Við erum ánægð
með það.“ Lögreglan beitti bæði
táragasi og þrýstivatnsslöngum á
hluta mótmælendanna.
Bush og Merkel eiga
langt í land ennþá
Þúsundir mótmælenda setja sterkan svip á leiðtogafund G8-ríkjanna í
Heiligendamm. Lögreglan átti í gær fullt í fangi með halda þeim í skefjum.
Þjóðverji á þrítugs-
aldri reyndi að stökkva inn í
bifreið Benedikts 16. páfa þegar
hann keyrði um á Péturstorgi í
Róm í gær.
Páfi slapp ómeiddur og virtist
ekki taka eftir árásinni, enda
gripu öryggisverðir skjótt í
taumana. Að sögn talsmanns páfa
leit Þjóðverjinn út fyrir að vera
„léttgeggjaður“. Hann er nú í
yfirheyrslu hjá lögreglu.
Páfanum er ekið í sérhönnuðum
hvítum bíl, þegar hann ferðast
innanlands. Um 35.000 manns
fylgdust með honum í gær þar
sem hann veifaði til fólksins úr
bifreiðinni.
Réðist á páfann
í hvíta bílnum
Dr. Kristján Leósson
eðlisverkfræðingur hlaut í gær
hvatningarverðlaun Vísinda- og
tækniráðs. Verðlaunin eru veitt
vísindamanni sem þykir hafa
skarað fram úr snemma á
ferlinum og skapað væntingar um
framlag í vísindastarfi sem styrkt
geti stoðir mannlífs á Íslandi.
„Þetta er fyrst og fremst mikil
viðurkenning á þeim störfum sem
ég hef verið að vinna, og gaman
að finna fyrir því að það sé metið
meðal vísindamanna,“ sagði
Kristján.
Undanfarið hefur Kristján
rannsakað nýjar tegundir örrása
sem geta leitt rafstraum og
ljósmerki samtímis.
Rannsakar
nýjar örrásir
Oddatá ehf. ætlar
að kaupa allar fasteignir og tæki
Fiskvinnslunnar Kambs á
Flateyri. Stefnt er að því að vinna
frosnar og ferskar afurðir í
bænum. Allt verður reynt til að
flestir fyrrverandi starfsmenn
Kambs haldi vinnu sinni, að því
er segir í fréttatilkynningu.
Eigendur Kambs tilkynntu um
miðjan maí þá ákvörðun að hætta
útgerð og fiskvinnslu, og selja
allar eignir félagsins á Flateyri.
Fyrirséð var að rúmlega hundrað
manns misstu vinnu sína, en
Kambur var langstærsti vinnu-
veitandi bæjarins.
Fiskvinnsla á
Flateyri tryggð
Borgarstjórn
samþykkti í gær tillögu Samfylk-
ingarinnar um að stefna að því að
staðfesta í haust siðareglur fyrir
kjörna fulltrúa hjá borginni.
Siðareglunum mun meðal
annars vera ætlað að skilgreina
grundvallargildi við meðferð
almannavalds, bann við spillingu
og misbeitingu valds, hvernig
umgangast skuli hagsmuna-
árekstra og stöðuveitingar svo
dæmi sé nefnt. Jafnframt er gert
ráð fyrir að útfærðar verði reglur
borgarstjórnar um gjafir,
boðsferðir og birtingu annarra
skyldra upplýsinga.
Siðareglur verði
tilbúnar í haust