Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 70
Eva María Jónsdóttir, dagskrár- gerðarkona með meiru, býður Völu Matt í mat í Mat og lífsstíl í kvöld. Eva bakar dýrindis sítrónu- og möndluköku með heilsusamlegum formerkjum. „Hún hljómar svo- lítið heilsusamlega af því að Eva María notar speltmjöl, síróp og svo möndlur í staðinn fyrir hveiti, en hún var bara eins og konfekt,“ sagði Vala og hló við. „Svo var líka gaman að sjá hvað Evu Maríu fannst skemmtilegt að það skyldi ganga að stífþeyta eggjahvíturnar með sírópinu – hún var að prófa það í fyrsta skipti, þar sem hún vildi hafa kökuna hveiti- og sykurlausa,“ bætti hún við. Ofn hitaður í 170 gráður. Möndl- ur fínmalaðar í matvinnsluvél eða blandara. Setjið smjörpappír í hringform og smyrjið með smá smjöri, hveiti dreift yfir og jafnað í forminu. Afgangi hvolft úr. Smjör hrært létt og ljóst ásamt fjórðungi af sírópi. Þrjú egg að- skilin og rauðum hrært saman við, einni í senn. Möndlumjöl sett í skál. Rífið sítrónubörk fínt og blandið við ásamt helmingi af sírópinu. Heilu eggjunum hrært saman við hitt deigið og möndlu- blöndu hrært saman við. Afgangs eggjahvítur þeyttar hálfstífar, af- ganginum af sírópinu bætt í smátt og smátt og þeytt þar til hvíturn- ar eru alstífar. Blandið varlega við deigið með sleikju. Jafnað í formið og bakað í um hálftíma, eða þar til prjónn sem stungið er í miðja köku kemur hreinn út. Kakan látin kólna aðeins í forminu, hvolfd á grind og kæld. Kökuna má bera fram eins og hún er eða með rjóma og berjum eða öðrum ávöxtum. Möndlukaka Evu Maríu Rithöfundurinn og bók- verkakonan Áslaug Jóns- dóttir hefur fisk í miklum metum. Hún metur gott hráefni mikils og eldar eftir eyranu. Áslaug er lítið fyrir að fylgja upp- skriftum. „Ég les þær hins vegar oft. Þá reyni ég svona að finna bragðið í munninum og sjá hverju það myndi fara vel með,“ sagði Ás- laug. Eldamennska hennar hefst því oft á tíðum á því að skoða hvað er til í ísskápnum. „Mér finnst mik- ilvægt að vera ekki svo bundin við uppskriftir að maður þurfi að keyra bæinn þveran og endilang- an til að finna eitthvert eitt krydd sem vantar. Þá er miklu betra að nota það sem maður á örugglega til,“ sagði hún. Áslaug leggur mikið upp úr því að nota sem ferskust matvæli og ræktar meira að segja grænmeti í samvinnu við systur sínar þrjár. „Það er hægt að rækta allt, ég hef ræktað zuccini með góðum árangri, þó ég eigi ekki gróðurhús með hita. Og þetta krydd þrífst líka mjög vel í þessu vota veðri sem við höfum hér. Það gengur ekkert að rækta það þar sem appelsínurnar vaxa,“ sagði Áslaug og hló við. Ferskur fiskur er í hávegum hafð- ur hjá Áslaugu, sem þykir miður að svo sé ekki hjá stærri hópi. „Mér finnst hafið svo spennandi. Þess vegna fannst manni svo gaman sem barni að sjá þessar skepnur, sem maður sá aldrei annars. Þetta voru bara töfrar,“ sagði Áslaug. „Nú horfir maður bara á fiskinn í frysti- kistum í búðum. Mér finnst svo sorglegt að sum börn hafi hreinlega aldrei séð spriklandi fisk. Fiskur er villibráð, sem við erum heppin að eiga,“ sagði hún. Nýútkomin barnabók Áslaugar, Ég vil fisk!, er í samræmi við þá skoð- un hennar. „Að börnum finnist fisk- ur ekki góður er bara della,“ sagði Áslaug. „Ef krakkar vilja frek- ar pítsu er það af því að við nenn- um ekki að matreiða fisk fyrir þau eða gerum það ekki rétt,“ bætti hún við. Skerið fiskinn í frekar lítil stykki þvert á vöðvann. Blandið öllu saman og veltið fiskinum í kryddi og olíu. Leggið í ofnfast fat ásamt mangói og bakið við 200°C í 10-15 mín eða þar til fiskurinn er létt soð- inn í gegn. Saltið eftir smekk og berið fram með hrísgrjónum og gúrku-jógúrtsalati. Fylgist með fiskinum í ofninum, hann má ekki vera ofsoðinn. Franska víngerð- arkonan Christine Valette stendur fyrir Masterclass í vín- smökkun á vegum Vínskólans á Hótel Holti á morgun. „Hún er mjög þekkt og virt í Bordeaux,“ sagði Dominique Pléd- el, eigandi Vínskól- ans. Vínbúgarður Valette, Château Tro- plong Mondot, er einn stærsti búgarðurinn í St. Emilion í Bordea- ux. „Þetta er ætta- róðal, hún erfði vínbúgarðinn eftir foreldra sínum,“ útskýrði Domin- ique, sem sótti búgarðinn heim í fyrra. „Við komum á sunnudagsmorgni, og á föstudeginum fyrir það kom í fréttum að vín hennar hefðu hækk- að um gæðaflokk. Þar með var hún komin í næst- efsta flokkinn,“ sagði Dominique, sem segir það frábæran árang- ur. Í heimsókn- inni sagði Valette það vera gamlan draum að heim- sækja Ísland, og úr varð vín- smökkun föstu- dagsins. „Ég myndi segja að þetta sé flottasta vínfólk sem hefur komið til lands- ins hingað til,“ sagði Dominique. Masterclassinn hefst klukkan 17 á Hótel Holti og er öllum opinn. Hægt er að skrá sig með því að senda póst á dominique@vinskol- inn.is. Virt víngerðarfólk heldur Masterclass Íslensk heimasíða tileinkuð hinni virtu mat- reiðslukeppni Bocuse D‘Or var sett á laggirn- ar á dögunum. Að síðunni stendur Bocuse d‘Or Academie Islande, sem er skipuð mörgum helstu matreiðslumönnum landsins. Á síðunni verður hægt að fylgjast með fréttum af keppninni, sem síðast fór fram í Frakklandi í janúar á þessu ári. Þá keppti Friðgeir Ingi Eiríksson fyrir Íslands hönd. Íslenskir matreiðslumenn hafa tekið þátt síðan árið 1999, þegar Sturla Birgisson var full- trúi lands og þjóðar og hreppti fimmta sætið. Keppnin er sú virtasta í bransanum og fer fram annað hvert ár. Hún hefur verið haldin síðan 1987. Tuttugu og fjórar þjóðir fá keppn- isrétt eftir að hafa unnið forkeppnir á sínum landssvæðum, og komast færri að en vilja. Ekki er ákveðið hver næsti fulltrúi Íslands verður. Heimasíða tileink- uð Bocuse D‘Or Hvernig væri... ...að halda sushiboð í sumar? Lærðu að gera sushi, eða fáðu gestina með þér í lið og setjið saman matinn yfir fordrykk. Góð kvöldstund og góður matur. Annars má alltaf panta sushi- bakka. Faldi lifur bak við gólflista
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.