Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 32
Rakel Ýr Ómarsdóttir fer óhefðbundar leiðir í fatavali. „Goth snýst um tjáningu og yfir- lýsingar. Sjálf vil ég til dæmis ekki fara eftir settum reglum í klæðaburði, heldur vel eigin leiðir. Svo er þetta líka ákveð- inn lífsstíll. Þess vegna kjósa margir goth-arar að verja tím- anum saman og ræða þá gjarnan fordómalaust um allt milli him- ins og jarðar,“ segir neminn og listakonan Rakel Ýr Ómarsdóttir, sem hefur tileinkað sér gotnesk- an stíl. Að sögn Rakelar má finna fólk á öllum aldri sem fer eftir goth-lífs- mátanum, ekki bara leitandi ungl- inga, gagnstætt því sem marg- ir kunni að halda. „Í London er að finna fólk frá unglingsaldri og alveg upp í fimmtugt, sem sækir í Camden Town-hverfið,“ útskýrir hún. „Goth tengist því ekki bara einhverju unglingaskeiði. Auðvit- að getur þetta samt alveg elst af fólki. Það er bara alveg eins með það og annað sem það tekur sér fyrir hendur.“ Föt eru stór hluti af ímynd goth- ara og segist Rakel kaupa megn- ið af þeim erlendis, enda sé ekki hlaupið að því að fá slíkan fatnað hérlendis, þótt þeim verslunum fjölgi sem selja þau. „Ég versla til dæmis í London, þar sem ég get fundið á mig áhugaverð líf- stykki og kjóla í viktoríönskum stíl. Goth-stefnan hefur sterk ítök þar og Camden Town er undirlagt af goth-verslunum, þar sem mikil lífsgleði ríkir. Á Íslandi finn ég helst föt á mig í Spútnik og slík- um búðum.“ En skyldi ekki fara töluverður tími í að setja upp farðann, greiða hárið og skella sér í latex, leður og plast áður en haldið er út á lífið? „Nei, alls ekki,“ svarar Rakel hlæjandi og bætir ögn kaldhæðnislega við: „Það er að vísu mjög misjafnt, en yfirleitt er nú ekki mikið mál að slétta á sér hárið og mála sig um augun.“ Rakel segir að viðbrögðin sem hún og vinir hennar fái vegna klæðaburðarins nokkuð misjöfn. „Mörgum finnst fatnaðurinn töff og játa að þeir vildu óska sér að vera jafn frjálslegir og við,“ segir hún. „Öðrum hættir til að líta á mig eins og eitthvert viðrini og koma jafnvel fram við mig í sam- ræmi við það. Ég viðurkenni samt að goth-arar eru ekki alltaf barn- anna bestir og geta verið jafn for- dómafullir gagnvart þeim sem kjósa að fara hefðbundnari leiðir í fatavali. Sýnir það ekki bara að í öllum hópum leynast svartir sauðir?“ Goth snýst um tjáninguNÝTT Fáðu fæturna mjúka og fína á 2 vikum með Flextiol Útsölustaðir: Fótaaðgerðastofurnar og Snyrtistofurnar Eygló, Paradís, Líf, Jóna og Aníta Vestmannaeyjum, Ásdísar í GB. Spar, Þín verslun Kópavogi, Fjarðarkaup HFJ og Lipurtá, Lyfja, Fótaaðgerðastofa Reykjavíkur. Flottir leðurjakkar á góðu verði Smáralind, sími 5288800, www.drangey.is Þægilegur, saumlaus og fallegur fatnaður. S. Gunnbjörnsson ehf. Nýtt á Íslandi! NO STRESS Bæjarlind 6 - s. 554-7030 Eddufelli 2 - s. 557-1730 KVARTBUXUR kr. 3900.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.