Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 69
George Clooney, Brad Pitt, Matt Damon og félagar eru mættir aftur í þriðju Ocean´s-myndinni, Ocean´s Thirteen. Fyrsta myndin, Ocean´s Eleven, var endugerð samnefndar myndar frá árinu 1961 með rottu- genginu í aðalhlutverki; Frank Sin- atra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. Gerðist hún í Las Vegas, rétt eins og nýjasta myndin. Í þetta sinn ætla Ocean (Clooney) og félagar að ræna spilavítið The Bank sem er í eigu hins vægð- arlausa Willys Bank (Al Pacino). Bank gerir sjálfum sér þann grikk að svíkja góðvin Ocean illilega og fyrir vikið kallar hann yfir sig vel skipulagt og öflugt ræningjagengi sem ætlar sér að launa honum lambið gráa. Auk gæðaleikarans Als Pacino hefur bæst í hópinn leikkonan Ellen Barkin, sem leikur aðstoðar- konu hans, Abigail Sponder. Julia Roberts og Catherine Zeta Jones eru hvorugar í leikarahópnum að þessu sinni. Leikstjóri er sem fyrr Steven Soderbergh sem á að baki mynd- ir á borð við Traffic, Sex Lies and Videotape og Out of Sight. „Þegar við vorum að klára aðra myndina fannst mér sniðugt að við færum aftur til Las Vegas fyrir þá næstu. Ein stærsta ástæðan fyrir því að myndin var gerð var að allir vildu starfa saman á nýjan leik. Við vissum samt að það yrðu allir að taka þátt því annars yrði mynd- in ekki að veruleika,“ sagði Sode- bergh. Ocean aftur til Las Vegas Richard Gere leikur einn mesta svindlara allra tíma í kvikmynd- inni The Hoax. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum í ævi Cliffords Irving, sem hélt því fram árið 1971 að hann hefði feng- ið leyfi til að skrifa endurminning- ar auðjöfursins sérvitra, Howards Hughes. Eftir að bókin kom út þurfti hann að hafa sig allan við til að sanna að hann hafi virkilega fengið leyf- ið en ekki bara skáldað í eyðurn- ar. Auk Gere fara með helstu hlut- verk í myndinni Marcia Gay Hard- en, Hope Davis, Julie Delpy og Alfred Molina. Leikstjóri er Sví- inn Lasse Hallström sem á að baki myndir á borð við Cider House Rules, Chocolat og Casanova. Svindlarinn Cliff Irving George Clooney, Brad Pitt og Matt Damon settu allir handarför sín og fótspor á frægðarstéttina í Holly- wood í tilefni af frumsýningu á myndinni Ocean´s 13. Jerry Wein- traub varð jafnframt fyrsti fram- leiðandinn til að komast á frægðar- stéttina. „Ef ég þyrfti að vera skríðandi með þremur öðrum náungum gæti ég ekki hugsað mér betri menn til þess en þá,“ sagði Clooney við at- höfnina. Weintraub var jafnframt hæstánægður. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta snýst allt saman um mig en ekki þessa þrjá náunga,“ sagði hann. Á frægðarstéttina Leikarinn Russel Crowe hefur stofnað sitt eigið framleiðslu- fyrirtæki sem nefnist Fear Of God Films. Fyrsta myndin undir hatti þess verður rómantíska gaman- myndin Dolce´s Inferno sem byggð er á handriti Marks Staufer. „Ég hlakka til að vinna með Mark því hann er mjög hæfileika- ríkur höfundur,“ sagði Crowe. Hann hefur áður daðrað við fram- leiðslu því fyrir fimm árum fram- leiddi hann heimildarmyndina Texas. Crowe leikur næst í Hróa Hattar myndinni Nottingham í leikstjórn Ridleys Scott, sem ein- mitt stýrði honum svo eftirminni- lega í Gladiator. Stofnar nýtt fyrirtæki HÚSIÐ OPNAR KL. 23.00 H MIÐAVERÐ 1500 KR.ÚSIÐ OPNAR KL. 23.00 MIÐAVERÐ 1500 KR. ALDURSTAKMARK 20 ÁRA SSSÓL SUNRISE BONANSA VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA 2. Í AFMÆLI GÓÐIR ÍSLENDINGAR GULLFOSS OG GEYSIR DJ. GHOST PLUGG’D FÖSTUD. 8. JÚNÍ 2007 LAUGARD. 9. JÚNÍ 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.