Fréttablaðið - 07.06.2007, Page 69

Fréttablaðið - 07.06.2007, Page 69
George Clooney, Brad Pitt, Matt Damon og félagar eru mættir aftur í þriðju Ocean´s-myndinni, Ocean´s Thirteen. Fyrsta myndin, Ocean´s Eleven, var endugerð samnefndar myndar frá árinu 1961 með rottu- genginu í aðalhlutverki; Frank Sin- atra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. Gerðist hún í Las Vegas, rétt eins og nýjasta myndin. Í þetta sinn ætla Ocean (Clooney) og félagar að ræna spilavítið The Bank sem er í eigu hins vægð- arlausa Willys Bank (Al Pacino). Bank gerir sjálfum sér þann grikk að svíkja góðvin Ocean illilega og fyrir vikið kallar hann yfir sig vel skipulagt og öflugt ræningjagengi sem ætlar sér að launa honum lambið gráa. Auk gæðaleikarans Als Pacino hefur bæst í hópinn leikkonan Ellen Barkin, sem leikur aðstoðar- konu hans, Abigail Sponder. Julia Roberts og Catherine Zeta Jones eru hvorugar í leikarahópnum að þessu sinni. Leikstjóri er sem fyrr Steven Soderbergh sem á að baki mynd- ir á borð við Traffic, Sex Lies and Videotape og Out of Sight. „Þegar við vorum að klára aðra myndina fannst mér sniðugt að við færum aftur til Las Vegas fyrir þá næstu. Ein stærsta ástæðan fyrir því að myndin var gerð var að allir vildu starfa saman á nýjan leik. Við vissum samt að það yrðu allir að taka þátt því annars yrði mynd- in ekki að veruleika,“ sagði Sode- bergh. Ocean aftur til Las Vegas Richard Gere leikur einn mesta svindlara allra tíma í kvikmynd- inni The Hoax. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum í ævi Cliffords Irving, sem hélt því fram árið 1971 að hann hefði feng- ið leyfi til að skrifa endurminning- ar auðjöfursins sérvitra, Howards Hughes. Eftir að bókin kom út þurfti hann að hafa sig allan við til að sanna að hann hafi virkilega fengið leyf- ið en ekki bara skáldað í eyðurn- ar. Auk Gere fara með helstu hlut- verk í myndinni Marcia Gay Hard- en, Hope Davis, Julie Delpy og Alfred Molina. Leikstjóri er Sví- inn Lasse Hallström sem á að baki myndir á borð við Cider House Rules, Chocolat og Casanova. Svindlarinn Cliff Irving George Clooney, Brad Pitt og Matt Damon settu allir handarför sín og fótspor á frægðarstéttina í Holly- wood í tilefni af frumsýningu á myndinni Ocean´s 13. Jerry Wein- traub varð jafnframt fyrsti fram- leiðandinn til að komast á frægðar- stéttina. „Ef ég þyrfti að vera skríðandi með þremur öðrum náungum gæti ég ekki hugsað mér betri menn til þess en þá,“ sagði Clooney við at- höfnina. Weintraub var jafnframt hæstánægður. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta snýst allt saman um mig en ekki þessa þrjá náunga,“ sagði hann. Á frægðarstéttina Leikarinn Russel Crowe hefur stofnað sitt eigið framleiðslu- fyrirtæki sem nefnist Fear Of God Films. Fyrsta myndin undir hatti þess verður rómantíska gaman- myndin Dolce´s Inferno sem byggð er á handriti Marks Staufer. „Ég hlakka til að vinna með Mark því hann er mjög hæfileika- ríkur höfundur,“ sagði Crowe. Hann hefur áður daðrað við fram- leiðslu því fyrir fimm árum fram- leiddi hann heimildarmyndina Texas. Crowe leikur næst í Hróa Hattar myndinni Nottingham í leikstjórn Ridleys Scott, sem ein- mitt stýrði honum svo eftirminni- lega í Gladiator. Stofnar nýtt fyrirtæki HÚSIÐ OPNAR KL. 23.00 H MIÐAVERÐ 1500 KR.ÚSIÐ OPNAR KL. 23.00 MIÐAVERÐ 1500 KR. ALDURSTAKMARK 20 ÁRA SSSÓL SUNRISE BONANSA VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA 2. Í AFMÆLI GÓÐIR ÍSLENDINGAR GULLFOSS OG GEYSIR DJ. GHOST PLUGG’D FÖSTUD. 8. JÚNÍ 2007 LAUGARD. 9. JÚNÍ 2007

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.