Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 18
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Vítahringur ömurleika Með Ríó tríó á sinfóníutónleika Ungliðahópur Ljóssins, endurhæfingar- og stuðn- ingsmiðstöð krabbameins- greindra og aðstandenda þeirra, hittist reglulega sér til sálubótar, borðar saman í hádeginu og spjallar. Í innri sal Hornsins við Hafnar- stræti situr glaðlegt ungt fólk úti við gluggann með pitsur og kók. Þar er ungliðahópur úr Ljósinu að borða saman í fimmta skipti og stemningin er góð. „Við hittumst oft í Ljósinu en ákváðum að fara aðeins út fyrir þá veggi eins og við gerum með starfsemina okkar að hluta. Til dæmis erum við með lík- amsrækt í Hreyfingu tvisvar í viku,“ útskýrir Erna Magnúsdóttir, iðjuþjálfi og forstöðumaður Ljóss- ins. Ásamt henni eru sex manns við borðið sem hafa greinst með krabbamein en eru á mismunandi stigi, sum komin yfir það og önnur að kljást við það núna. Öll segja þessar samverustundir hafa mikið gildi. „Maður bíður eftir fimmtu- deginum til að komast út og hitta liðið,“ segir Rakel Þórisdóttir bros- andi. „Það er svo gott að geta talað við fólk með svipaða reynslu.“ Sigurlaug Pálsdóttir tekur undir það. „Maður verður svolítið sér- stakur með sínar tilfinningar þegar þessi staða er komin upp í lífinu og ekki hægt að ætlast til að allir skilji mann fyllilega.“ Þau taka samt fram að margt fleira beri á góma en vandamálin og krabbameinið. „Við tölum líka um daginn og veginn, sumarið og fríið. Við erum bara venjuleg og reynum að lifa eðlilegu lífi.“ Ljósið er með virka starfsemi í safnaðarheimili Neskirkju alla daga. Ungliðahópurinn mætir þar líka í handverk, jóga og ýmislegt sem í boði er og tekur gjarnan börn- in með. „Þegar ég sá bækling frá Ljósinu hugsaði ég strax. Þarna er eitthvað til að hressa upp á sálarlífið og róa mig og börnin,“ segir Dag- björt Rut. Sigurlín Jónsdóttir er nýlega greind og kveðst hafa þurft að leita eitthvert eftir skilningi og upplýsingum. „Enginn í fjölskyld- unni hafði fengið krabbamein áður né nokkur sem ég þekkti og ég hafði alltaf verið fullfrísk.“ Hún er byrjuð á lyfjum og hárið er að þynnast. Eðlilega spáir hún í hvort hún missi það allt eða ekki. „Ég er að breyta um lyf og þá liggur hárið kannski á koddanum einn morgun- inn. Það verður áfall en mér finnst gott að tala við Þórhildi, sem er búin að ganga í gegnum þetta og byrjuð að fá hárið aftur.“ Magnús Steinarsson er eini herr- ann í hópnum þennan dag. Hann nefnir að á spítalanum sé einkum hugsað um líkamann en minna um andlegu hliðina. „Það er gott að komast í svona félagsskap, geta spjallað og verið maður sjálfur,“ segir hann. Flest eru sammála um að andlegan stuðning skorti þegar sjúkdómsgreiningin liggi fyrir. Þórhildur Kristjánsdóttir kveðst þó hafa fengið upplýsingar um ýmislegt sem í boði væri fyrir hana þegar hún var í meðferðinni. „Þá var ástand mitt þannig að mér fannst ég ekki geta farið í neitt. Svo breytist það smám saman,“ segir hún. „Já,“ segir Magnús. „Í meðferðinni hefur hver nóg með sjálfan sig og skortir allt frum- kvæði. Þess vegna þarf einhverja til að ýta manni út í aðra hluti.“ Í sumar ætlar ungliðahópur Ljóssins að borða saman fyrsta fimmtudag hvers mánaðar og svo vikulega eftir 1. september að sögn Ernu iðjuþjálfa. „Í haust ætlum við svo að brydda upp á nýj- ungum,“ segir hún. „Þá munum við stundum hittast í heimahúsum og elda eitthvað hollt og gott saman.“ Upplýsingar eru að finna á ljosid.org Ljósið hressir upp á sálarlífið Yngstu börnin í Fossvogsskóla efna til tónleika í Bústaðakirkju í dag. Krakkarnir eru á aldrinum sex til átta ára og hafa í vetur verið í blokkflautukennslu hjá Guðmundi Norðdahl tónlistar- kennara. Guðmundur, sem hefur ára- langa reynslu af tónmennta- kennslu, segir að efnisskrá tón- leikanna sé fjölbreytt. „Börnin munu syngja og leika ýmsa tón- list og þau eru búin að æfa sig vel,“ segir hann og bætir því við að sum verkin á tónleikunum séu yfirleitt flutt af eldri nemendum og því hafi börnin verið að takast á við krefjandi verkefni. Blokkflautukennsla hjá Guð- mundi hefur verið val fyrir börn í sex ára bekk Fossvogsskóla undanfarna þrjá vetur. Elstu börnin sem koma fram á tónleik- unum byrjuðu hjá Guðmundi sex ára og eru því orðin nokkuð sjóuð. Guðmundur segir að það sé alltaf jafn gaman að kenna börnum. „Þau hafa verið mjög dugleg. Þetta er fyrst og fremst hópkennsla hjá mér og ég vinn með námsefni sem ég hef sjálfur útbúið,“ segir Guðmundur. Tónleikarnir hefjast kl. 17.30. Löggan velkomin á súlustað Sálarlaus flokkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.